Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 28
Mó t m æ l i í b l a n d v i ð stök u óeirðir hafa geisað víða um Bandaríkin í kjölfar þess
að lög reg lu maðu r inn Derek
Chauvin kæfði George Floyd
þann 20. maí. Vakti þetta hræði-
lega mál upp umræðu um rétt-
indi og stöðu svartra og þá for-
dóma sem svart fólk þarf að takast
á við í gegnum lífið.
Stjörnurnar hafa margar hverj-
ar nýtt samfélagsmiðla til að reyna
að ýta undir samstöðu og stuðning
með mótmælendum ásamt því að
hvetja fylgjendur sína til að styrkja
fjölskyldu Floyds, mótmælendur
sem meiðast og önnur samtök sem
vinna gegn kynþáttafordómum.
steingerdur@frettabladid.is
Við erum
brotin og
okkur ofbýður
Stjörnurnar úti í heimi hafa margar tjáð sig
um morðið á George Floyd sem lögreglu-
maðurinn Derek Chauvin framdi í síðasta
mánuði og mótmælin sem hafa fylgt.
Við þurfum að
fá réttlætinu
framgengt í
máli George
Floyd. Við
urðum öll vitni
að morðinu
á honum um
hábjartan
dag. Við erum
brotin og okkur
ofbýður, við
eigum ekki að
líta á þennan
sársauka sem
eðlilegan.
Það verður að
koma í veg fyrir
að fólk sé tekið
af lífi á þennan
hátt.
Beyoncé
Við þurfum öll að hjálpast að; svartir, hvítir, allir, sama þótt við trúum því
flest að við séum vel meinandi og réttsýn, þá verða allir að taka það á sig
að fara í þá heiðarlegu en eflaust óþægilegu sjálfsskoðun sem þarf til að
uppræta rasisma í þjóðfélaginu.
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna
Ég get gert svo
margt dags-
daglega án
þess að finna
fyrir ótta því ég
er í svo mikilli
forrréttinga-
stöðu, þar á
meðal vegna
þess að ég er
hvítur. Það er
ekki nóg að
vera ekki ras-
isti, við verðum
að standa á
móti rasistum.
Samfélags-
breytingar
gerast þegar
við stöndum
saman og
gerum eitt-
hvað. Ég stend
með mótmæl-
endum.
Harry Styles
Ég hef reynt að forðast að nota samfélagsmiðla, bara
til að forðast að heyra sársaukann og vonleysið í rödd
George Floyd aftur, þegar hann þrábiður Derek um
að þyrma lífi sínu. Ánægjan og nautnin í augum þessa
rasista, morðinga, dólgs, svíns og fávita sem Derik
Chauvin er, ég get ekki hætt að hugsa um það.“
Rihanna
Við megum
ekki gleyma því
að baráttan er
ekki unnin í dag
eða á morgun,
þótt þú sért
búinn að setja
eitthvað inn
á samfélags-
miðla, við
verðum að
halda áfram.
Ariana Grande
Við getum ekki
gert okkur upp
vanþekkingu
og fáfræði,
bara til að
forðast það að
líða illa, svart
fólk hefur þurft
að sæta órétt-
læti allt sitt
líf í samfélagi
sem er litað af
kerfisbundum
rasisma og
ósanngirni í
þeirra garð.
Jade Thirlwall
Þú hefur kveikt elda byggða á hugmyndinni um
yfiburði hvítra og ýtt undir kynþáttahatur alla þína
forsetatíð, síðan dirfist þú að gera þér upp einhverja
siðferðislega yfirburði um leið og þú hótar ofbeldi?
„Þegar ránin byrja, þá hefst skot hríðin.“ Þú munt ekki
ná endurkjöri.
Taylor Swift um Donald Trump, Bandaríkjaforseta
5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ