Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 12
Þegar ég var lítill strákur heimsótti ég Byggðasafnið á Selfossi. Þar var f lottasti gripurinn stórt og mikið píanó sem var sagt úr Hús-inu á Eyrarbakka,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. „Píanóið var falskt og enginn mátti koma við það, safnstjórinn var mjög harður á því.“ Árið 1992 tók Lýður við störfum á Byggðasafni Árnesinga, en sama ár var ákveðið að safnið skyldi f lutt í Húsið á Eyrarbakka, og píanóið góða færi aftur til síns upprunalega heima. En áður fór það í viðgerð til Guðmundar Stefáns- sonar hljóðfærasmiðs í Reykjavík. Hann gerði það upp og komst að því að það væri frá árinu 1871. Þegar Húsið var til- búið eftir viðgerðir Þjóðminjasafnsins árið 1995 komst píanóið því aftur heim. „Ég hélt alltaf að þetta væri elsta píanóið frá tímum faktóranna,“ segir Lýður. Um aldamótin síðustu komst Lýður hins vegar yfir sjálfsævisögu Hans B. Thorgrimsen sem fæddist í Húsinu árið 1853. Í henni greinir Hans frá því að það hafi verið píanó í húsinu þegar hann ólst þar upp sem væri eldra. „Ég gerði ein- faldlega ráð fyrir því á þeim tíma að það væri ekki lengur til,“ segir Lýður. Enn líður tíminn og síðasta maí fær Lýður upphringingu frá Glúmi Gylfa- syni, gömlum kennara sínum og söng- stjóra Selfosskirkju, sem sagði honum frá því þegar hann hitti safnvörð Byggðasafnsins á Selfossi á sjötta ára- tugnum. „Safnvörðurinn talaði þá við Glúm um píanó sem hefði verið í Húsinu en væri í eigu ættar Glúms,“ segir Lýður. Formóðir og forfaðir Glúms, Helga Vig- fúsdóttir og Siggeir Torfason, kynntust í Húsinu um 1870. Hún var vinnukona en hann verslunarþjónn. Þau giftust og f luttu til Þorlákshafnar. Á þeim tíma var nýrra píanóið komið í Húsið og gáfu húsráðendur Helgu og Siggeiri það gamla að gjöf. Píanóið hefur síðan verið í eigu afkomenda þeirra, allt þar til í síðustu viku þegar Byggðasafn Árnesinga fékk það að gjöf. „Einn afkomendanna, Halla Helgadóttir, ákvað ásamt systkinum sínum að þau vildu gefa byggðasafninu píanóið gamla,“ segir Lýður sem f letti upp raðnúmeri sem var áletrað á píanó- ið. Eftir nokkra leit kom í ljós að það var úr smiðju Charles Cadby og frá árinu 1855 sem stemmir við frásögn Hans. B. Thorgrimsen. Nú eru píanóin í Húsinu því orðin tvö. „Það eldra er reyndar pínu falskt, en það er vel hægt að spila á það ragtime músík þótt það sé komið til daga sinna,“ segir Lýður og hlær. arnartomas@frettabladid.is Það er reyndar pínu falskt, en það er vel hægt að spila á það ragtime músík þótt það sé komið til daga sinna. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Vigdís Ragnheiður Viggósdóttir Katrínarlind 6, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Sléttuveg, laugardaginn 23. maí síðastliðinn. Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 15.00. Finnbogi Guðmundsson Kristín Finnbogadóttir Kristinn Magnússon Skúli Finnbogason Rafn Finnbogason Guðrún Hildur Pétursdóttir Guðrún Finnbogadóttir Hörður Þórarinn Magnússon barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurjón Á. Fjeldsted fyrrv. skólastjóri, lést á líknardeild Landspítalans, þann 30. maí, 2020. Ragnheiður Óskarsdóttir Fjeldsted Ragnhildur Fjeldsted Einar Sveinn Þórðarson Júlíus Fjeldsted Áslaug Salka Grétarsdóttir Ásta Sigríður Fjeldsted Bolli Thoroddsen og barnabörn. Víðförult Charles Cadby píanó aftur komið í Húsið Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga, hélt lengi vel að elsta píanóið í Húsinu á Eyrarbakka væri komið til síns heima. Síðar kom í ljós að annað, eldra píanó hefði verið til í Húsinu fyrir miðja 19. öld. Píanóið er nú komið aftur til Hússins. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar Ragnars H. Guðmundssonar Arnarási 15, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ísafoldar fyrir umhyggju og alúð. Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir og fjölskylda. Faðir okkar, afi og langafi, Guðmundur W. Vilhjálmsson lögfræðingur og fyrrv. deildarstjóri, lést á Vífilsstöðum 26. maí síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. María Kristín Guðmundsdóttir Guðmundur Thor Guðmundsson Sara María Grau Anders Grau Vilhjálmur W. Birgisson Nína Júlía Machon Martin Machon Faðir minn, Þórður Jónasson lést þann 22. maí síðastliðinn á heimili sínu, Norðurbrún 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Norðurbrún 1 fyrir góða umönnun og hlýhug í hans garð, og annarra þeirra sem hjálpuðu honum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Áslaug Þórðardóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Elín Ebba Skaptadóttir húsmóðir, Forsölum 1, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 13.00. Jóhannes Víðir Haraldsson Skapti Jóhannesson Haraldur Jóhannesson Hólmfríður Sigurðardóttir Soffía Guðrún Gísladóttir Jökull Trausti Matthías Kristófer Víðir Ásdís Elín Jóhanna Kara Fróði Lýður stendur stoltur við Charles Cadby gripinn góða sem er frá árinu 1855 og því með elstu píanóum Íslands. Merkisatburðir 1915 Danmörk breytir stjórnarskrá sinni til þess að veita konum kosningarétt. 1920 Brjóstsykursgerðin Nói hefur starfsemi í kjallara við Túngötu í Reykjavík. 1924 Ernst Alexanderson sendir fyrsta símbréfið yfir Atlantshaf. Það er bréf til föður hans í Svíþjóð. 1956 Elvis Presley kynnir nýja smáskífu sína, Hound Dog, í sjónvarpinu og hneysklar áhorfendur með mjaðma­ hnykkjum sínum.  5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.