Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 8
UMHVERFISMÁL Dr. Helgi Þór Inga- son, prófessor við verkfræðideild HR, var ráðinn tímabundið til þess að taka við stöðu framkvæmda- stjóra Sorpu fyrr á árinu. Verkefni hans er að leiða fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækisins. Hann segist ekki hafa verið ráð- inn til að rýna mistök sem gerð hafi verið í rekstri Sorpu undanfarin ár heldur sé það hans verkefni að líta til framtíðar og breyta fyrirtækinu til betri vegar. Þar er gas- og jarð- gerðarstöðin GAJA stærsta verkefn- ið og segist Helgi vera sannfærður um að um byltingu verði að ræða þegar verksmiðjan verður opnuð þann 16. júní næstkomandi. GAJA hefur verið afar umdeild. Kostnaður við verkefnið hefur farið um 1,5 milljörðum króna fram úr áætlunum og verklok hafa tafist. Þá hafa verið sett spurningarmerki við rekstrarhæfi verksmiðjunnar. Það segir Helgi að byggist á grundvallar- misskilningi. „Það telja margir að markmiðið með GAJA sé að framleiða afurðir úr verksmiðjunni og koma þeim síðan í verð til þess að standa straum af stofn- og rekstrarkostnaði. Það er í rauninni bónus ef það tekst en það var þó aldrei ætlunin að stöðin stæði undir sér. Ég tel það í raun og veru frekar ólíklegt. GAJA er fyrst og fremst umhverfisverkefni og tilkomin vegna þess að eigendur fyrirtækisins ákváðu að hætta að urða sorp eins og gert hefur verið í áratugi. GAJA er því verðið sem við borgum til þess að hegða okkur eins og ábyrgt fólk í umhverfismálum.“ Í einfölduðu máli mun GAJA virka þannig að tekið verður við venjulegu heimilissorpi í sérstakri móttökumiðstöð í Gufunesi. Þar verður lífrænt efni f lokkað frá og þaðan fer efnið upp í GAJA þar sem ætlunin er að framleiða úr því moltu og metangas. Segja má að GAJA-verkefnið standi og falli með því að hægt verði að búa til nothæfa moltu. Á dögun- um birti Stundin ítarlega grein um málefni GAJA þar sem meðal ann- ars er fullyrt að fjárfest hafi verið í úreltri tækni og að afar ólíklegt sé að hægt verði að búa til nothæfa moltu úr blönduðum heimilisúrgangi. Helgi vísar þessari gagnrýni á bug en segist hafa fullan skilning á efa- semdaröddunum. „Það er eðlilegt að fólk setji spurningarmerki við að búa til moltu úr blönduðu heim- ilissorpi. Það er mögulegt því að heimilin eru mjög dugleg að flokka. Mælingar okkar sýna að um 70 pró- sent af heimilissorpi séu lífræn.“ Hann er sannfærður um að hægt verði að búa til moltu sem verður nothæf sem jarðvegsbætir. „Það mun þó ekki gerast á einni nóttu. Við munum þurfa að þróa ferlið og fínpússa það,“ segir Helgi. Fyrst um sinn er fyrirhugað að nota moltuna í uppgræðslu á Álfs- nesi og víðar á höfuðborgarsvæðinu en að sögn Helga er mikill áhugi á notkun vörunnar. „Við eigum meðal annars í viðræðum við Skógræktar- félag Reykjavíkur og Skógræktar- félag Íslands,“ segir Helgi. Moltan verði þó ekki seld og svo gæti farið að Sorpa þurfi að taka þátt í kostnaði við f lutning hennar til afskekktari svæða. „Ég lít á það sem markaðsþróunarkostnað. Sparn- aðurinn felst í því að þurfa ekki að urða efnið.“ Fyrir liggur að GAJA mun tvö- falda metanframleiðslu Sorpu á tímabili. Þó að Sorpa selji um 1,8 milljónir rúmmetra af gastegund- inni í dag er stór hluti framleiðsl- unnar enn brenndur. Helgi segir að margir kostir séu varðandi notkun metans. Þar sé ekki aðeins um að ræða að nota gasið sem eldsneyti á bíla. „Það eru margir aðrir raunhæfir kostir í stöðunni. Sem dæmi getum við framleitt rafmagn til eigin nota, við getum selt það til skemmti- ferðaskipa sem ekki mega nota hefðbundið eldsneyti innan okkar lögsögu og að auki hafa erlendir aðilar sýnt áhuga á að flytja það úr landi með skipum. Við munum geta notað þessa afurð þó að sjálfsögðu munum við vilja fá sem hæst verð fyrir hana,“ segir Helgi. Hann segist eiga von á því að til tíðinda dragi á næstu vikum varð- andi sölu og notkun metansins. Nánar er rætt við Helga á vef Frétta- blaðsins. bjornth@frettabladid.is Misskilningur að Sorpa eigi að skila hagnaði til eigenda Tímabundinn framkvæmdastjóri Sorpu segist sannfærður um að GAJA, gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækis- ins, valdi byltingu í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi skilning á efasemdaröddum um moltugerð úr óflokkuðu heimilissorpi en að það sé mögulegt því 70 prósent heimilissorps eru lífræn. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Í SUMARDRY KK IN N SÍTRÓ NA Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar DRYKK! SUMAR Töfraðu þá fram Þegar lífið færir þér sítrónu … COVID-19 Stefan Löfven, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, greindi frá því á blaðamannafundi í gær að þeim Svíum sem ekki eru smitaðir af COVID-19 verði heimilt að ferðast án takmarkana innan landsins frá og með 13. júní. Sóttvarnastofnun landsins telur óhætt að treysta Svíum til að sýna ábyrgð í ferðalögum og halda nægri fjarlægð. Þrátt fyrir að lífið sé að komast í fyrra horf verður áfram bann við heimsóknum á elli- og hjúkrunarheimili. Tilfellum hefur fjölgað óverulega og 20 höfðu látist sólarhringinn fyrir fundinn. – hó Svíar geta ferðast án takmarkana Stefan Löfven, forsætisráðherra á blaðamannafundinum í gær. Sparnaðurinn felst í því að þurfa ekki að urða efnið. Helgi Þór Ingason, framkvæmda- stjóri Sorpu BANDARÍKIN Lisa Murkowski, öld- ungadeildarþingmaður Repúblik- anaflokksins frá Alaska, segir óvíst hvort hún styðji Donald Trump í forsetakosningunum. Sagði hún þetta eftir að hafa séð ummæli her- foringjans James Mattis. Hann sagði Trump fyrsta forsetann í sinni lífs- tíð sem væri vísvitandi að reyna að sundra þjóðinni. „Ég á í erfiðleikum með þetta,“ sagði Murkowski. Hún mun starfa áfram með Trump og stjórninni en óvíst er hvorn hún kýs í haust. – khg Ekki viss um að kjósa Trump Murkowski situr á þingi fyrir Alaska. Helgi Þór, sem er prófessor við HR, var ráðinn tímabundið sem framkvæmdastjóri Sorpu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.