Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Slíkt afnám verðtrygg- ingarinnar, sem mun þá gerast af sjálfu sér en ekki með beinni íhlutun stjórnvalda, er af hinu góða og mun bæta miðlun peninga- stefnunnar. Síðustu mánuðir hafa sýnt hve sveigj- anleikinn getur aukið lífsgæði og létt á um- ferðarálagi. Aðgerðin er einföld og kostar skattgreið- endur ekkert. Árið 1926 fækkaði framsýnn kapítalisti, Henry Ford, vikulegum vinnudögum í verksmiðjum sínum úr sex í fimm. Þar með innleiddi hann fjörutíu stunda vinnuviku sem var sá nákvæmi tíma­ fjöldi sem Ford taldi nauðsynlegan svo framleiða mætti bifreiðar í samræmi við eftirspurn. Fjörutíu stunda vinnuvikan var svo lögleidd í Bandaríkjunum árið 1940 en hérlendis árið 1971. Síðan eru liðnir fjölmargir áratugir. Heimurinn hefur tekið ótrúlegum breytingum. Vélvæðing, tölvuvæðing, snjallvæðing og netvæðing hafa gjörbreytt umheim­ inum – en áfram miðar vinnuumhverfi samtímans við framleiðsluferli Ford bifreiða árið 1926. Það er heilbrigt að velta því upp hvers vegna vinnudagur samtímans er enn átta stundir. Hvers vegna netvæðing hefur ekki leitt til aukinnar fjarvinnu. Hvers vegna vinnu má ekki stundum mæla í afköstum fremur en klukkustundum. Hvers vegna landsmenn hefji flestir sinn vinnudag um sama leyti. Á tímum samkomubanns dró verulega úr umferðar­ töfum í Reykjavík. Vinnustaðir buðu sveigjanlegri vinnutíma og möguleikum til fjarvinnu fjölgaði. Mörgum urðu ljós þau gífurlegu tækifæri sem felast í auknum sveigjanleika, ekki síst svo draga megi úr umferðarálagi. Samtök iðnaðarins áætluðu að 15% minni umferðartafir gætu skilað fólki og fyrirtækjum 80 milljarða króna ábata á örfáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Svo unnt verði að standast skuldbindingar Parísar­ samkomulagsins þarf að minnka mengandi umferð um 5% árlega – það samsvarar 6,7 km akstri á hvern íbúa vikulega. Þessu markmiði mætti hæglega ná með þeirri einföldu aðgerð að tryggja starfsfólki einn fjarvinnu­ dag vikulega. Ávinningurinn er margvíslegur. Nú er lag að hefja viðræður við stærstu vinnustaði borgarinnar um sveigjanlegri vinnutíma. Síðustu mánuðir hafa sýnt hve sveigjanleikinn getur aukið lífsgæði og létt á umferðarálagi. Aðgerðin er einföld og kostar skattgreiðendur ekkert. Nú er kominn tími til að endurskoða þau kerfi sem við höfum skapað samfélag­ inu – og kanna hvort þau séu raunverulega að þjóna okkur. Nú er kominn tími til að stokka spilin! Stokkum spilin Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TUN .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Þetta átti ekki að vera hægt. Meginvextir Seðla­bankans eru nú aðeins eitt prósent – þeir voru 4,5 prósent fyrir rétt rúmlega einu ári – og Ísland er komið á svipaðar slóðir lágvaxtaumhverfis eins og þekkst hefur í okkar helstu nágranna­ löndum um nokkurt skeið. Þetta eru nýmæli en sögulega séð hefur okkur reynst erfitt að beita vaxtatækinu til að örva eftirspurn í efnahagsþrengingum án þess að óttast hið þekkta stef gengisveikingar og í kjölfarið aukna verð­ bólgu. Nú er öldin önnur. Ástæðurnar eru flestum vel kunnar. Á aðeins örfáum árum breyttist Ísland frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytj­ anda, byggði upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs lækkuðu ört og urðu aðeins 30 prósent af landsfram­ leiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 700 milljarða. Á þessum sterka grunni, sem varð einkum til vegna uppgangs ferðaþjónustunnar og stöðugleika­ skilyrða sem kröfuhafar gömlu bankanna gengust undir, erum við í einstakri stöðu til að fást við þær efnahagslegu hamfarir sem hafa hlotist af sóttvarnaaðgerðum stjórn­ valda. Erfitt er að ofmeta þær miklu kjarabætur sem felast í lægri vöxtum fyrir meginþorra heimila. Í stað þess að reyna að sækja launahækkanir hjá atvinnurekendum, sem engin innstæða er almennt fyrir og mun aðeins auka enn frekar á atvinnuleysið, ættum því við fremur að horfa til þeirra auknu ráðstöfunartekna sem almenn­ ingur er nú að njóta – og kunna að verða enn meiri – á grundvelli lækkandi vaxta. Breytilegir óverðtryggðir vextir bankanna eru nú um 3,5 prósent og hafa lækkað um liðlega helming frá árinu 2015. Fyrir venjulegt íslenskt heimili, sem er kannski með 30 milljóna íbúða lán, þýðir það um 80 þúsund króna lægri greiðslubyrði á mánuði en áður. Geta bankarnir gengið lengra svo vaxtalækkanir Seðla­ bankans skili sér enn betur til heimila – og fyrirtækja – en hingað til? Það veltur á ýmsu. Rekstur bankanna einkennist nú af útlánatöpum og erfiðum markaðsað­ stæðum og því ljóst að ef þeir kjósa að ganga á vaxtamun­ inn mun það bitna verulega á arðsemi þeirra sem var ekki burðug fyrir. Seðlabankinn gæti liðkað þar fyrir með því að opna fyrir greiðari lausafjárfyrirgreiðslu, meðal ann­ ars með því að heimila endurhverf lánaviðskipti til nokk­ urra ára gegn tryggum veðum, þannig að bankarnir geti miðlað áfram því gríðarmikla fjármagni sem þeir sitja nú á til heimila og fyrirtækja á enn lægri vöxtum. Það ætti aftur að styðja verulega við viðspyrnu efnahagslífsins. Er tímabil lágra vaxta komið til að vera? Það er að stórum hluta undir okkur sjálfum komið, ekki hvað síst þróun mála á vinnumarkaði. Haldist verðbólga áfram undir markmiði Seðlabankans, eins og allar forsendur eru fyrir hendi til, og vextir verða lágir þá munu heimili landsins halda áfram að færa sig úr verðtryggðum íbúða­ lánum í óverðtryggð – nær öll ný íbúðalán bankanna síðustu misseri eru óverðtryggð – samhliða því að sá lánakostur verður hvað hagstæðastur. Slíkt afnám verð­ tryggingarinnar, sem mun þá gerast af sjálfu sér en ekki með beinni íhlutun stjórnvalda, er af hinu góða og mun hafa þau áhrif að bæta miðlun peningastefnunnar. Við stöndum frammi fyrir sjaldséðu dauðafæri. Dauðafæri  Undarlegt Morgunblaðið furðar sig á því að nú sé mótmælt á Austurvelli, í Bandaríkjunum og víðar þegar morðalda hafi staðið lengi yfir í Chicagoborg og þar ráði „góðir Demókratar“. Er sagt að borgin beri titilinn „morðaborg Banda- ríkjanna“. Allt þetta verður að teljast undarlegt í meira lagi í ljósi þess að morðhlutfallið í Chicago er innan við helmingur þess sem er í St. Louis og Balti- more. Margar f leiri borgir hafa hærra hlutfall. Vissulega stýra Demókratar Chicago eins og langf lestum stórborgum Banda- ríkjanna. Þegar litið er til fylkja þá er morðtíðnin hæst í Suður- ríkjunum, vöggu Repúblíkana- f lokksins. Repúblíkanaf lokkur- inn er vitaskuld sá f lokkur sem hefur varið byssueign almenn- ings með kjafti og klóm. Sami barinn Klausturbar heyrir sögunni til. Ekki þó staðurinn heldur nafnið. Það hefur líklega fáum tekist að gleyma því sem þar fór fram fyrir um einu og hálfu ári. Líklega hefur staðurinn ekki borið sitt barr síðan úr því finna þurfti nýtt nafn. Aldamót skal hann heita. Það er soldið fyndið þegar haft er í huga að raddirnar sem ómuðu þaðan í nóvember árið 2018 og munnsöfnuðurinn var eins og aftur úr grárri forneskju. Sann- kallaðir aldamótamenn. Altsvo aldamótin 18 og 19 hundruð. Til hamingju með nafnið Aldamót. kristinnhaukur@frettabladid.is 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.