Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga
Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Brynjar stundar meistaranám í ritlist í Háskóla Ísland og er á lokametrunum í því
námi. Þessa dagana vinnur hann
hörðum höndum að meistaraverk-
efninu sínu.
„Ég var að klára að skrifa ljóða-
bók bara í síðustu viku sem ég geri
ráð fyrir að komi út í haust eða
á næsta ári. Ég þarf svo bara að
klára að skrifa greinargerð og ég
útskrifast svo í líklega haust,“ segir
Brynjar en vill ekkert gefa upp um
innihald ljóðabókarinnar að svo
stöddu.
Brynjar hefur alla tíð haft áhuga
á skrifum en hann fór í námið
fyrst og fremst vegna áhuga á
ljóðum. Þegar hann var að byrja
í náminu langaði hann að vinna
að einhverju verkefni sem væri
hans eigið. Einhverju fyrir utan
skólaverkefnin. Þannig kom það
til að hann gaf út eina ljóðabók á
mánuði í eitt ár.
„Hver bók var 13 síður og gefin
út í 48 eintökum. Ég braut allar
bækurnar um sjálfur og bjó
til bókakápurnar. Ég hannaði
kápurnar á öllum bókunum nema
einni. Mig langaði að læra á f leiri
hliðar í bókaheiminum. Ég sá
líka að það var ekki raunhæft að
fá einhvern til að setja upp tólf
svona bækur svo þess vegna ákvað
ég að gera það bara sjálfur,“ segir
Brynjar.
Dvaldi við skrif í Kraká
Þegar Brynjar vann að ljóðabók-
unum tólf fór hann út í residensíu
í Kraká. Þar skrifaði hann eina af
bókunum sem heitir einfaldlega
Kraká.
„Þetta er prógramm sem skáld
og rithöfundar geta sótt um. Ég
fékk flug og gistingu og fór og var
þarna úti í einn mánuð við rit-
störf. Þessi residensía var á vegum
Reykjavíkur bókmenntaborgar og
Krakár í Póllandi, sem er líka bók-
menntaborg. En þarna úti kynntist
ég slóvensku skáldi og pólskum
rithöfundi sem voru í residensíu
á sama tíma í sömu byggingu svo
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Íþróttagallana kaupir Brynjar oftast notaða á nytjamörkuðum eða í búðum
sem selja notuð föt. Derhúfan er með áprentaðri mynd eftir Brynjar sjálfan.
Brynjar er
afkastamikið
ljóðskáld. Eitt
árið tók hann
sig til og gaf út
hvorki meira né
minna en tólf
ljóðabækur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Dálæti Brynjars á íþróttagöllum er tilkomið vegna þess hve þægilegir og lit-
ríkir þeir eru. Þeir veita andagift við ritstörf en svo má líka dansa í þeim.
Framhald af forsíðu ➛
ég skal mála allan heiminn elsku
mamma
ég skal hvítta borðstofu-
borðið
og panelinn
hvítta eldhúsinnréttinguna
og sigurbogana
og hvítta tennurnar
hvítta fótsporin
ég skal hvítta skuggann þinn
mamma
ef þú getur bara aðeins verið
kyrr
ég skal hvítta gasgrillið
ég skal hvítta í þér augun
elsku mamma
Úr ljóðabókinni Stríð, fjórðu
bókinni í tólf ljóðabókaröð
Brynjars.
ég var ekki alveg einn þarna. Við
höfum haldið smá sambandi og
spjöllum alltaf annað slagið. Það
er möguleiki að ég fari út á bók-
menntahátíð í Bratislava í Slóveníu
en það á bara eftir að koma í ljós.“
Brynjar segir að hann geti vel
hugsað sér að skoða það að fara
aftur út í residensíu. Hann hafði að
vísu planað að fara með kærust-
unni sinni til Ungverjalands í
residensíu í júlí en vegna COVID-
faraldursins verður ekkert úr því
að þessu sinni.
Föt til að hlaupa í eftir strætó
Brynjar er litskrúðug týpa en við
ritstörfin klæðist hann yfirleitt
litríkum íþróttafötum og reyndar
notar hann oftast íþróttagalla við
flest tilefni.
„Ég er svolítið hrifinn af heil-
göllum. Það mætti segja að ég
hrífist af fötum sem sjö ára mér
fannst töff. Mér finnst hrífandi að
vera í litríkum fötum.“
Brynjar er hrifinn af notuðum
fötum og íþróttagallarnir hans eru
flestir keyptir á nytjamörkuðum
og búðum sem selja notuð föt.
„Ég kaupi samt stundum eitt-
hvað nýtt líka. Það bættist svolítið
í fataskápinn þegar ég var í resi-
densíunni í Kraká. Ég á mikið af
litríkum íþróttagöllum og líka
af íþróttapeysum og það bætist
reglulega við. Stundum fæ ég líka
eitthvað gefins þegar vinir mínir
eru að losa sig við dót. Þá er oft
hægt að finna eitthvað flott.“
Brynjar notar íþróttagalla líka
við fínni tilefni eins og árshátíðir
sem dæmi.
„Ég á fjólubláan og grænbláan
krumpugalla sem ég nota oft við
sparilegri tilefni,“ segir hann.
Meirihlutinn af því sem Brynjar
klæðist er eitthvað sem er hentugt
að vera í þegar hlaupið er á eftir
strætó. Hann segir áhuga sinn á
íþróttagöllum því bæði koma til
vegna þæginda, útlits og nostalgíu.
„Þetta er svo þægilegur fatnaður.
Íþróttagallar eru oft í skærum
litum með flott mynstur og henta
líka mjög vel til að fara út að dansa
í.“
20%
ALLTGULT
SÓLARDAGAR
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R