Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson ALLA VIRKA DAGA KL. 7-10 Bærinn Fallbrook er vel-megandi staður í hlíðum Kaliforníu milli Los Angeles og San Diego. Veðurfarið er ein- staklega gott. Ávextir vaxa án fyrirhafnar á trjánum. Sólin bakar vínviðinn í hlíðunum og fólkið er andlitsfrítt, velsældarlegt og amerískt í gegn. Fyrir fjórum árum, skömmu áður en Donald Trump var kjörinn forseti, var ég þar um hásumar í eina viku. Við dvöldum í afskekktu húsi uppi í gróinni í hlíð. Þar var stórt grill og stórt sjónvarp. Hengi- rúm milli trjáa og nokkuð langt í næstu nágranna. Þarna mátti njóta þess að vera nokkurn veginn algjörlega í friði. Þetta var kannski ekki alla leiðina fram í heiðanna ró, því Amazon kunni að flytja varningin heim að dyrum og heim- reiðin að húsinu var nægilega breið fyrir skriðdreka, en þarna fann einhver sér bólstað og útbjó hann til útleigu á Airbnb til að standa straum af afborgunum lánsins. Við nutum góðs af því og þar var ógleymanlegt að dveljast með ómetanlegum vinum. Það vakti athygli að þegar maður nálgaðist þessi friðsælu hús þá Ameríski draumurinn gerðist það nánast án undantekn- ingar að árásargjarnir vígahundar ruku í áttina að lóðamörkunum og létu öllum illum látum, geltu og góluðu eins og þeir væru tilbúnir til þess að rífa mann á hol. Garð- arnir voru stórir og afmarkaðir með háum girðingum og oftast nær voru nokkrar raðir af trjám til viðbótar sem skýldu sjálfu íbúðarhúsinu. Það var því alls ekki eins og maður væri kominn með nefið ofan í hálsmál nágrannanna þegar varðhundarnir byrjuðu að gelta. Þessi ógnvekjandi hegðun hundanna gerði það að verkum að það var ekki beinlínis aðlaðandi að fara í göngutúra um náttúruna í nánasta umhverfinu. En meðan maður hélt sig inni á sinni eigin lóð var prýðilega kyrrsælt. Rautt, hvítt og blátt Við fórum þessa ferð í byrjun júlí og eins og flestir vita þá fagna Bandaríkjamenn þann 4. júlí því að tilheyra bestu, ríkustu og frjáls- ustu þjóð veraldarsögunnar. Og í bæ eins og Fallbrook, þar sem svo margir sigurvegarar ameríska draumsins búa, virtist það ekki óeðlilegt að aðalhátíðarhöldin væru skipulögð af verslunarráði bæjarins. Reyndar fannst okkur Íslendingunum skipulagið helst til sérstakt þar sem við komum í steikjandi hitanum niður í Grand Tradition Park. Löng biðröð var eftir því að komast inn í garðinn, enda þurfti að skoða vel ofan í töskur og bakpoka gestanna. Fallbrook er nefnilega ekki einn af þeim stöðum sem lætur sitt eftir liggja þegar kemur að árvekni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Öryggisráðstafanirnar komu okkur svosem ekkert á óvart, og satt best að segja virtust þær vera framkvæmdar fyrst og fremst af skyldurækni. Ætli það hafi ekki verið samdóma álit þeirra sem horfðu yfir gestahópinn að enginn þar liti út fyrir að vera líklegur til að fremja hryðjuverk. Það sem kom okkur ögn meira á óvart var að það kostaði að lágmarki 25 dollara inn á svæðið, en hægt var að fá miða allt að 150 dollurum. Sú verðlagning varð sérstaklega grunsamleg þegar við komum inn á svæðið og í ljós kom að fremur fátt var um fína drætti hvað varðaði aðbúnað og skemmtiatriði. Fólkið sjálft var skrautlegast þar sem fjölmargir höfðu klætt sig upp í þjóðræknis- lega skrautbúninga – blátt, hvítt og rautt, með glitrandi stjörnu- glimmer á pípuhöttum úr plasti – nánast eins og beint út úr söngtexta Creedence Clearwater Revival: Some folks are born to wave the f lag Ooh, they’re red white and blue. And when the band plays “Hail to the Chief” Ooh, they point the cannon at you, Lord. Og það var spilað Hail to the Chief og þjóðsöngurinn—og marseringar hljómuðu um lystigarð hinna mikil- fenglegu hefða. Reyndar var ekki mikið við að vera, þannig séð. Flest sætin voru tóm fyrir framan sviðið. Börnin gátu farið í langa röð til þess að fá að hoppa í nokkrar mínútur í litlum hoppköstulum undir vökulum augum öryggisvarða og foreldra. Það var ekki hægt að meiða sig á neinu tæki og eiginlega ekki hægt að skemmta sér heldur. Satt best að segja voru þetta alveg ævintýrilega bragðdauf og leiðinleg hátíðarhöld. En vissulega verður að teljast þeim til tekna að þau voru mjög örugg; bæði í ljósi slysahættu í leiktækjum og hryðjuverkaógnar. Meintur hápunktur hátíðahaldanna var flugeldasýning, en sökum þess hversu mikið okkur leiddist inni á svæðinu ákváðum við að yfirgefa „gleðina“ áður en kom að þeim. Við ættum hvort sem er að geta séð þessa flugelda hvar sem við værum í bænum. Hin hátíðin Þegar við höfðum komið okkur út úr garðinum ókum við út af bíla- stæðinu og út á götu. Þar blasti við áhugaverð sjón. Fleiri en við höfðu gert sér grein fyrir að erfitt væri að fela flugeldana fyrir þeim sem ekki tímdu að borga aðgangseyrinn. Á tómu bílastæði nálægt einni versl- unarmiðstöðinni höfðu hundruð annarra bæjarbúa komið sér fyrir og sett upp sína eigin hátíð, þar sem var grillað, drukkinn bjór, sungið og dansað. Krakkarnir klifruðu hjálmlaus í trjám og fullorðna fólkið hló og faðmaðist. Þar leit út fyrir að vera stuð. Þetta fólk fagnaði sömu hátíð og gestirnir í garðinum og horfðu á sömu flugelda. En það var öðru- vísi á litinn, líklegast flest ættað frá Mexíkó. Þarna var það nefni- lega komið – fólkið sem hafði það hversdagslega hlutverk að stjana við hátíðargesti í Grand Tradition garðinum, fólkið sem afgreiddi í búðunum, keyrði út Amazon- pakkana, skeindi smábörnum og gamalmennum og var algjörlega ómissandi fyrir alla daglega starf- semi í bænum. Þegar við sáum þetta fórum við að skilja betur hina grunsamlegu verðlagningu á hátíðarhöldin sjálf. Það var erfitt að verjast þeirri hugsun að tilgangurinn með hinum háa aðgangseyri væri í raun sá nákvæmlega sami og með hund- unum í bakgörðum sumarhúsanna í hlíðinni: Að undirstrika að þarna væru tvö og aðskilin samfélög. Land tækifæranna Það var í raun átakanlegt að sjá það með svona skýrum hætti hversu óttasleginn hinn velmegandi hluti samfélagsins var. Varðhundarnir voru þjálfaðir til þess að ógna öllum sem nálguðust húsin—hvort sem þeir væru þangað komnir til að rétta hjálparhönd, biðja um hjálp eða eitthvað allt annað. Og svo virtist sem skipuleggjendur hátíðarhaldanna ættu erfitt með að sjá fyrir sér að það gæti verið skemmtilegt að blanda smá mexí- könskum bjór, dansi og hlátri saman við fánahyllinguna og kandíflossið. Þótt Bandaríkin séu að svo miklu leyti sannarlega land mikilla efnahagslegra tækifæra, þá eru þau því miður líka oft land þar sem önnur og mikilvægari tækifæri til aukinna lífsgæða fara forgörðum. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 5 . J Ú N Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.