Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 6
Dómstólar og stjórnmál eru hvort tveggja mikilvægir liðir í lýðræðisþjóðfélagi og útiloka því ekki hvort annað. Róbert Spanó, forseti MDE VIÐSKIPTI Verðmæti vöruútf lutn- ings var 10,3 milljörðum lægra í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Það er 16,3 prósenta lækkun á gengi hvors árs. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum á vef Hagstof- unnar. Minni viðskipti voru í öllum flokkum, sérstaklega í útflutningi á iðnaðarvöru. Verðmæti vöruinnflutnings var í maí á þessu ári 14,8 milljörðum lægra en í maí í fyrra, það er lækk- un um 22,4 prósent. Lækkun var í öllum flokkum nema í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum. Verðmæti vöruútflutnings í maí nam 53 milljörðum króna og verð- mæti vöruinnf lutnings nam 51,2 milljörðum í sama mánuði. Voru því vöruviðskipti í maí, reiknuð á fob-verðmæti, hagstæð um 1,7 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 2,8 milljarða á gengi hvors árs. – bdj Minni inn- og útflutningur nú en í fyrra LÖGREGLUMÁL Jón F. Bjartmarz, yfir- lögregluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, segir að það fari eftir eðli máls og alvarleika hvort kallað sé eftir liðsauka sérsveitar. Sveitin starfi eftir reglugerð um sérsveitina frá 1998 og reglum ríkislögreglu- stjóra sem uppfærðar voru árið 2019. „Allar tilkynningar sem berast lögreglu í gegnum neyðarlínu eru teknar alvarlegar, sérstaklega þegar um er að ræða hótanir, líkamsárásir og beitingu vopna,“ segir Jón. „Er það hlutverk lögreglu að bregðast við tilkynningum og rannsaka hvað hafi gerst og hvort um lögbrot sé að ræða.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var sérsveit kölluð til í Kjósinni þegar tveir menn deildu um girðingar. Var annar þeirra, Hösk- uldur Pétur Jónsson sem er 72 ára og fatlaður, handtekinn með mikilli hörku og vistaður í sex klukkutíma á lögreglustöðinni við Hlemm og síðan sleppt. Oddviti Kjósarhrepps furðaði sig á vinnubrögðunum, til dæmis að lögreglan hefði beint skammbyssu að Höskuldi. Valgarður Valgarðsson, yfirlögreglustjóri á lög- reglustöðinni á Vínlandsleið, segir tilkynninguna hafa komið frá þeim sem deildi við Höskuld um girðing- arnar. Spurður hver ábyrgð þess sem til- kynnir sé, segir Jón að flest vopna- mál sem sérsveit ríkislögreglustjóra kemur að séu á forræði þess lögreglu- stjóra þar sem málið kemur upp. „Hlutverk sérsveitar er að tryggja að ekki stafi hætta af þeim sem eru vopnaðir eða taldir eru vera vopn- aðir. Þegar því er lokið er málið í höndum staðarlögreglu sem rann- sakar málið og ákveður hvort við- komandi er settur í fangageymslu á meðan rannsókn fer fram,“ segir Jón. Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði óskað eftir skýringum á handtökunni. – khg Allar tilkynningar teknar alvarlega Þegar því er lokið er málið í höndum staðarlögreglu sem rann- sakar málið og ákveður hvort viðkomandi er settur í fangageymslu á meðan rann- sókn fer fram. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn SAMFÉLAG Dagskrá sjómannadags- ins sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í júní með pompi og prakt verður með hófstilltara sniði vegna samkomutakmarkana sem enn eru í gildi. Þannig verða engin skipulögð hátíðarhöld en þeir atburðir sem eru á dagskrá eru annars vegar messa í Dómkirkjunni í Reykjavík og lág- stemmdur atburður í Hafnarfirði. Hálfdán Henrysson, formaður sjómannadagsráðs, segir að blása þurfi sjómannadagshátíðina af í fyrsta skipti í 83 ár en ekki hafi verið stætt á öðru. Hins vegar verði messunni í Dómkirkjunni í hádeg- inu á morgun útvarpað og gestir vel- komnir þar á meðan húsrúm leyfir. Þá muni Hafnfirðingar geta heiðrað sjómenn fyrripartinn á morgun. „Við tókum ákvörðun um það í miðjum faraldrinum að ekki væri annað í stöðunni en að blása hátíð- arhöldin af í þeirri mynd sem þau hafa verið,“ segir Hálfdán. Fánar verða dregnir að húni á hátíðar- svæði við höfnina í Hafnarfirði klukkan átta, klukkan tíu mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika við Hrafnistu. Blómsveigur verður lagður að minnisvarða við Víði- staðakirkju um horfna sjómenn klukkan 10.45 og korteri síðar hefst Sjómannamessa í Víðistaða- kirkju. Dagskránni lýkur svo með afhendingu trillu til Byggðasafns klukkan 14. – hó Dagskrá sjómannadags óhefðbundin Róbert Spanó fjallaði í fyrsta opinbera erindi sínu frá því hann var kjörinn forseti Mann-r é t t i n d a d ó m s t ó l s Evrópu, um mikil- vægi sjálfstæðra dómara. Erindið flutti Róbert á vettvangi samstarfs Kaupmannahafnarháskóla, iCourts og Verfass ungsblog, eins helsta vefmiðils á sviði Evrópuréttar og mannréttinda í Evrópu. Hann fjallaði um grundvallarregluna um sjálfstæði dómsvaldsins og lýðræð- islega þýðingu mannréttindalaga og vék bæði að dómaframkvæmd MDE og þeim tegundum mála sem dóm- stólnum berast og varða sjálfstæði dómsvaldsins. Hann kom einnig inn á vaxandi umræðu á undan- förnum misserum um samspil dóm- starfa og stjórnmála. „Við þurfum bara að vera opinská um þetta. Í þessari umræðu er jafn- vel fullyrt að dómsvaldið sé farið að ógna lýðræðislegri, pólitískri ákvörðunartöku,“ sagði Róbert og bætti við: „Þetta á sérstaklega við í mannréttindamálum; málum þar sem dómarar beita mannréttinda- reglum byggðum á mannréttinda- sáttmálanum og sem lögfestar hafa verið í stjórnarskrá eða önnur landslög.“ Róbert lagði áherslu á mikilvægi varfærni í þessari umræðu því málefnið sé einfaldlega of f lókið til að leyfa alhæfingar um að dóm- arar noti vald sitt í andstöðu við þrí- greiningu ríkisvalds. Lýðræðið leyfi ekki allt „Dómstólarnir gegna því mikilvæga hlutverki að tryggja og vernda rétt- indin í samræmi við stjórnskip- unarreglur ríkja sinna á sviðum bæði lagalegs og pólitísks jafnréttis. „Dómstólar og stjórnmál eru hvort tveggja mikilvægir liðir í lýðræðis- þjóðfélagi og útiloka því ekki hvort annað,“ sagði Róbert og vísaði til þess mikilvæga hlutverks dómstóla að vernda réttindi minnihlutans gagnvart ofurvaldi meirihlutans í lýðræðislegum samfélögum. Dóms- valdið og stjórnmálin séu ómiss- andi hlutar þess kerfis sem ætlað er að tryggja að öllum borgurum sömu virðingu. Róbert vísaði til þekktra orða fyrrverandi forseta Hæstaréttar Bretlands sem sagði að lýðræðið mæti alla jafnt þótt meirihlutinn gerði það ekki. Dómafordæmi Mannréttindadómstólsins haf i einnig byggt á því að þótt hags- munir einstaklinga geti þurft að víkja fyrir hagsmunum hópa, megi ekki skilja lýðræðið þannig að meirihlutinn eigi alltaf að hafa allt sitt fram. Þótt lýðræðislegar leiðir til ákvarðanatöku kalli alltaf á mála- miðlanir og viðleitni til að ná sam- eiginlegri niðurstöðu. Án virkrar aðkomu minnihlutahópa og jaðar- settra einstaklinga snúist slíkar leiðir hins vegar upp í andhverfu lýðræðis. „Þetta er grundvöllur hins lýðræðislega þáttar í mannréttinda- lögum og mikilvægi raunverulega óháðra og sjálfstæðra dómstóla innan aðildarríkja sáttmálans ligg- ur ekki síst í því að tryggja að allir séu viðurkenndir sem þátttakendur í samfélaginu og að réttindi þeirra séu tryggð.“ Með þessari skýringu á hlutverki dómara innan aðildar- ríkjanna vísaði Róbert til orða sinna í upphafi erindisins: „Allir dómarar eru Strassborgardómarar.“ Grundvallarreglur rekast á Róbert vék að nokkrum merkum dómsmálum sem útkljáð hafa verið hjá dómstólnum á undanförnum árum í málum sem varða sjálfstæði dómstóla. Hann vísaði fyrst til mála einstaklinga sem kært hafa til dóm- stólsins yfirleitt á grundvelli meints vanhæfis dómara sem dæmdi mál þeirra í landsrétti. Hins vegar hafi þróun dómafram- kvæmdar MDE verið mjög hæg í málum tengdum þeirri kröfu að dómstólar séu skipaðir og settir á stofn með lögum. „Dómstóllinn er hins vegar með mál til meðferðar núna frá mínu heimalandi þar sem leysa þarf úr því í fyrsta skipti hvort 6. gr. Mannréttindasáttmálans taki til málsmeðferðar í aðdraganda þess að dómarar eru skipaðir,“ sagði Róbert. Þótt hann færi ekki nánar út í málavexti þar sem málið er enn til meðferðar hjá yfirdeild MDE, vék hann aðeins að þeim grundvallar- reglum sem vegast á í málum sem þessu. „Annars vegar erum við að fást við spurningar um þrígreiningu ríkisvaldsins og mikilvægi þess að sjálfstæði dómsvaldsins sé tryggt til að varðveita kerfið í heild sinni auk þess sem slíkt sjálfstæði er forsenda þess að dómstólar njóti trausts innan ríkja. Hins vegar geti niður- staða um hvort dómstóll hafi verið skipaður á grundvelli laga einnig haft áhrif á önnur grundvallar- sjónarmið. Nauðsyn fyrirsjáanleika og endanlegrar niðurstöðu dæmdra mála skipti máli og dómarar verði ekki settir af nema við mjög sérstak- ar og alvarlegar aðstæður. Ljóst er að þessar grundvallarreglur rekast á í málum af þessum toga.“ Róbert nefndi einnig að þótt f lest mál sem rötuðu til MDE varði laga- setningu og framkvæmd laga með einum eða öðrum hætti væru einn- ig til dæmi um að háttsemi emb- ættismanna og jafnvel stjórnmála- manna, þar á meðal yfirlýsingar um yfirstandandi málarekstur fyrir dómstólum landsins, hafi verið talin brot á 6. gr. sáttmálans vegna reglunnar um sjálfstæði dóms- valdsins. Dómarar leita til MDE Róbert varði einnig drjúgum hluta erindisins í umfjöllun um vaxandi fjölda mála sem berast frá dóm- urum sem kæra til dómstólsins á grundvelli 5. gr. sáttmálans um rétt til frelsis, 6. gr. um réttláta máls- meðferð og sjálfstæði dómsvalds- ins, 8. gr. um friðhelgi einkalífs og 10. gr. um tjáningarfrelsi. Þótt dóm- arar kæri mál sín sem einstaklingar hafi mál þeirra sérstöðu að því leyti að inn í þau fléttist sérstök sjónar- mið um bæði þrígreiningu ríkis- valds og sjálfstæði dómsvaldsins. Erindi Róberts er aðgengilegt á netinu auk svara hans við spurn- ingum hlustenda. adalheidur@frettabladid.is Dómarar innlendra dómstóla eru líka Strassborgardómarar Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir að gæta verði varfærni í umræðunni um dómstóla og þrígreiningu ríkisvaldsins. Sérstaklega í mannréttindamálum. Dómarar gegni mikilvægu hlutverki við vernd réttinda minnihlutahópa í lýðræðisríkjum. Vald meirihlutans geti ekki verið algert. Róbert Spanó hefur verið dómari við Mannréttindadómstólinn frá árinu 2013. Hann hefur verið varaforseti dómsins undanfarin tvö ár en tók við embætti forseta dómstólsins 18. maí síðastliðinn. MYND/STEPHANIE KLEIN Meira á frettabladid.is Þessar vasklegu konur öttu kappi á sjómannadeginum árið 2019. 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.