Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 18
6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Sorgarsaga stjörnuunglings Ajax Einn efnilegasti unglingur sem komið hefur úr akademíu Ajax, Abdelhak Nouri, varð fyrir alvarlegum heilaskaða í æfingaleik með félaginu árið 2017. Félagið hefur viðurkennt mistök og rekið lækni sem sinnti guttanum í fyrstu. Nouri var sagður næsti Iniesta. SPORT FÓTBOLTI Fjölskylda Abdelhak Nouri, leikmanns Ajax sem varð fyrir heilaskaða í æfingaleik gegn Werder Bremen 2017, hefur ekki svarað tilboði Ajax um bætur fyrir son sinn. Samkvæmt hollenska blaðinu De Telegraaf sagði Ajax upp samningi leikmannsins þann 1. apríl og bauð fjölskyldunni rúmar 750 milljónir króna í bætur. Félagið ætlar að halda áfram að styðja leik- manninn og borga allan læknis- kostnað eins lengi og hann lifir. Edwin van der Saar, framkvæmda- stjóri Ajax, sagði á blaðamanna- fundi að félagið hefði gert mistök þegar Nouri hneig niður þann 8. júlí 2017. Nouri var einn mest spennandi leikmaður sem var að koma upp úr akademíu Ajax. Hann hafði spilað 15 leiki fyrir aðalliðið og skorað eitt mark. Þá hafði hann spilað fyrir öll landslið Hollands. Hann byrjaði sjö ára í akademíunni og var yfirleitt á lista yfir efnilegustu unglinga í Evrópu. Hann spilaði fyrsta leik- inn sinn 19 ára fyrir félagið, árið 2016, og ári síðar var hann valinn leikmaður ársins í unglingaflokki. Hann var nefndur á lista Guardian yfir efnilegustu ungmenni Evrópu 2014 og sagður minna á sjálfan And- res Iniesta. „Hann var svona gæi sem var ekki hægt að komast nálægt. Alltaf þegar hann fékk boltann þá var hann löngu búinn að sjá hvað hann væri að fara gera. Hann hafði svaka- legt auga fyrir leiknum og frábæra tækni,“ segir Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks en hann var á mála hjá AZ Alkmaar og spilaði á móti Nouri. Í Hinni hliðinni, á fót- bolta.net, sagði Viktor að Nouri og Frankie de Jong, núverandi miðju- maður Barcelona, væru bestu leik- menn sem hann hefði mætt. „Þegar ég var að spila einu sinni á móti Ajax fékk hann sendingu og tveir gæjar frá okkur koma í áttina að honum. Einhvern veginn vissi hann af þeim og tekur boltann aftur fyrir sig í gegnum klofið og fer á milli þeirra. Þeir stóðu báðir eftir og skildu ekki neitt hvernig hann hafði gert þetta,“ segir Viktor. Hann kvittar alveg undir líkindi hans við Iniesta. Þrjár mínútur að átta sig Ajax og Werder Bremen mættust í æfingaleik fyrir tímabilið 2017- 2018 á Lindenstadion Hippach, í Austurríki. Samkvæmt BBC hafði Nouri ekki sofið vel og var með magaverki fyrir leikinn. Það var mjög heitt þennan dag og kom guttinn inn á fyrir Hakim Ziyech í hálf leik. Á 72. mínútu hægðist á honum og hann lagðist rólega til jarðar. Dómarinn stoppaði ekki leikinn alveg strax en sjúkra- þjálfarinn var kominn til hans 20 sekúndum eftir að hann lagðist á jörðina. Nokkrum sekúndum síðar kom læknir liðsins líka. Fljótlega tóku leikmenn að átta sig á því að ekki væri allt með felldu. Læknalið Werder Bremen rauk út á völl og leikmenn byrjuðu að fara með bænir. Framherjanum Klaas- Jan Huntelaar var mjög órótt eins og sést á myndbandi sem er á Youtube. Í frétt BBC segir enn fremur að það hafi tekið læknaliðið þrjár mínútur að átta sig á því að Nouri væri í hjartastoppi. Sjúkraliðar sem komu á völlinn tengdu hann loks við hjartastuðtæki, sjö mínútum eftir að hann féll til jarðar. Abdelhak Nouri liggur í grasinu. Læknir liðsins, Don de Winter, var rekinn í kjölfarið, enda sýndi rannsókn að hann hefði vikið frá leiðbeiningum UEFA. Í fyrsta heimaleik Ajax eftir atvikið, sýndu stuðningsmenn Nouri mikinn stuðning. Nouri spilaði alls 15 leiki fyrir Ajax. MYND/GETTY Hann var svona gæi sem var ekki hægt að komast nálægt. Alltaf þegar hann fékk boltann þá var hann löngu búinn að sjá hvað hann væri að fara gera. Viktor Karl Einarsson, leik- maður Breiða- bliks. Læknirinn Daniel Rainer fékk skilaboð um leikmann á vellinum í hjartastoppi og kom fljótlega á vett- vang. Í samtali við hollenska blaðið De Volkskrant segir hann að endur- lífgun hafi þegar verið í gangi og sjúklingurinn hafi verið tengdur við hjartastuðtæki. Hann hafi fengið lyf til að örva blóðrásina og eftir 13 mínútna meðferð hafi þeir numið hjartslátt og öndun. Sjúkraþyrla f lutti hann á sjúkra- hús í Innsbruck, þar sem viðbrögðin voru fyrst um sinn jákvæð. Hjarta- og heilapróf voru í lagi, en frekari skoðun sýndi að Nouri hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða sökum súrefnisskorts. Rúmu ári síðar viðurkenndi Ajax að félagið hefði gert mistök. Í yfir- lýsingu sagði félagið að læknismeð- ferð þess á Nouri hefði verið ófull- nægjandi. Fjölskylda hans lagði fram nýjar upplýsingar þar sem kom fram að læknaliðið var of lengi að opna öndunarveginn og einbeitti sér að vitlausum hlutum. „Við viðurkennum ábyrgð okkar og tökum afleiðingunum. Hjarta- stuðtækinu hefði átt að beita fyrr. Hefði það gerst, er möguleiki að Nouri hefði komið út úr þessum harmleik öðruvísi. Það er ekki víst, en það er möguleiki,“ sagði Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax. Læknir liðsins, Don de Winter, var rekinn í kjölfarið, enda sýndi rannsókn að hann hefði vikið frá leiðbeiningum UEFA, meðal annars. Var 33 mánuði á sjúkrahúsi Viktor Karl var í akademíu AZ Alkmaar þegar atvikið gerðist og segir að fótboltaheimurinn hafi eiginlega stoppað þegar fréttirnar bárust. „Við fengum frí á seinni- parts æfingunni þennan dag þegar fréttirnar komu. Það voru fjöl- margir sem þekktu til hans sem fannst eðlilega ekki gaman að fara á æfingu þegar þeir fengu þessar fréttir.“ Í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door í mars, sagði bróðir Nouri að hann væri nú kominn heim eftir 33 mánuði á sjúkrahúsi. Húsinu hefði verið breytt fyrir allar hans þarfir. Hann gæti tjáð sig með augabrúnunum og gæti setið og horft á fótbolta. „Hann sefur, hnerrar, borðar og jafnvel ropar. En hann fer ekki úr rúminu og er háður okkur,“ sagði Abderrahim Nouri. Hann fór ekki frekar yfir tilboð Ajax í þættinum. Fjölskyldan hefur stefnt Ajax fyrir hollenska knatt- spyrnusambandinu. Samkvæmt De Telegraaf er fjölskyldan þó þakklát félaginu fyrir það sem það hefur gert og aðeins eigi eftir að klára að ganga frá formsatriðum. benediktboas@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.