Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 41
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu loftslagsmála í ráðuneytinu.
Hjá ráðuneytinu starfar samhentur hópur starfsmanna á sex skrifstofum ráðuneytisins. Ráðuneytið leggur áherslu
á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Ráðuneytið hefur hlotið gæðavottun umhverfisstjórnunarkerfis
og jafnlaunavottun.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar í embættið til fimm ára. Leitað er eftir leiðtoga til að stýra skrifstofu sem fer með
viðamikið samfélagslegt og alþjóðlegt verkefni sem varðar skuldbindingar stjórnvalda á sviði loftslagmála. Um er að ræða
embætti sem felur í sér mikil tækifæri til að hafa áhrif og vinna að þróun í átt að kolefnishlutleysi Íslands.
Um starf skrifstofustjóra:
Hlutverk skrifstofustjóra á skrifstofu loftslagsmála er að leiða starf skrifstofunnar undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra.
Skrifstofustjóri ber ábyrgð á að vinna að og framfylgja helstu áætlunum, stefnum og lögbundnum verkefnum stjórnvalda
á sviði loftslagsmála, í samstarfi við skrifstofur ráðuneytisins, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila.
Helstu verkefni skrifstofunnar eru:
• Framkvæmd verkefna á sviði loftslagsmála
• Innleiðing og framfylgd áætlana stjórnvalda á sviði
loftslagsmála, s.s. aðgerðaáætlunar, áætlunar um
aðlögun og vegvísi að kolefnishlutleysi
• Innleiðing löggjafar á sviði loftslagsmála
• Málefni loftslagsráðs og loftslagssjóðs
• Alþjóðastarf á málefnasviði skrifstofunnar
• Umsjón loftslagsteymis ráðuneytisins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun með meistaragráðu sem nýtist í starfi
• Þekking og/eða reynsla á málefnasviði skrifstofunnar
• Árangursrík reynsla af stjórnun og stefnumótun
• Leiðtogahæfileikar
• Hæfni til að leiða fólk til samvinnu og árangurs
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Mjög gott vald á íslensku og ensku og góð kunnátta
í einu Norðurlandamáli
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem
viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættinu. Hæfnisnefnd skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra
metur hæfni umsækjenda samkvæmt reglum nr. 393/2012 og skilar greinargerð til ráðherra.
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní nk.
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið uar@uar.is.
Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is.
Upplýsingar um embættið veitir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri
í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (sigridur.arnardottir@uar.is).
Skrifstofustjóri
á skrifstofu loftslagsmála
Við finnum rétta starfsmanninn fyrir þig
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is