Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 74
og við búum að því,“ segir Heiða.
„Það sem sameinar okkur er líka
það að við erum allar svo þakklátar
fyrir það að hafa heilsu til þess að
gera hluti eins og þessa og þá er
svo mikil synd að gera þá ekki. Við
vitum að við getum gert alls konar
sem að við héldum að við gætum
ekki,“ bætir Anna Sigga við og tekur
dæmi um æfingaleiðangur sem far-
inn var í vetur.
„Þá var appelsínugul viðvörun
og brjálað veður en þrátt fyrir það
gekk allt vel og við vorum úti heila
helgi í brjáluðu veðri en varð aldrei
kalt,“ segir hún.
„Búnaðurinn skiptir auðvitað
mjög miklu máli og það að klæða
sig rétt. Að vera með góðan svefn-
poka, dýnur og föt,“ segir Heiða og
Anna Sigga og Hulda taka undir.
Þá eru þær allar sammála um að
leiðangurinn hefði ekki geta orðið
að veruleika ef ekki væri fyrir góða
bakhjarla verkefnisins.
„Þetta er að sjálfsögðu mjög
kostnaðarsamt verkefni og fjöldi
fólks og fyrirtækja sem hafa gefið
okkur búnað, tíma sinn og vinnu til
að þetta geti orðið að veruleika og
fyrir það erum við ævarandi þakk-
látar,“ segir Anna Sigga.
Fyrirmyndir mikilvægar
Heiða, Hulda og Anna Sigga voru
allar ungar þegar þær greindust
með krabbamein. Hulda einungis
fimmtán ára, Anna Sigga 38 ára og
Heiða 43 ára. Þær eru allar sammála
um að fyrirmyndir hafi verið þeim
afar mikilvægar í veikindunum.
„Sirrý hefur verið mér mikill inn-
blástur, það að láta ekki veikindi
sín stoppa sig í því að lifa lífinu og
labba á fjöll, sækja sinn lífskraft
þangað. Það er svo frábært að hafa
svona fyrirmynd, ekki bara fyrir
mig heldur fyrir alla sem lenda í því
að fá lífsógnandi sjúkdóm eða lenda
á einhverjum hindrunum í lífinu,“
segir Hulda.
„Þegar maður er sjálfur í þessum
ÞAÐ ER MARGT LÍKT MEÐ
ÞVÍ AÐ FARA Í SVONA
STÓRAN LEIÐANGUR OG AÐ
VERA MEÐ KRABBAMEIN,
MAÐUR ÞARF AÐ TAKA
ÞETTA DAG FYRIR DAG.
Við erum þátttakendur í leiðangrinum en Sirrý vinkona okkar er hvatamanneskjan á bak við hann,“ segir Anna Sigríður Arnar-
dóttir, en hún, ásamt Huldu Hjálm-
arsdóttur, Aðalheiði Birgisdóttur
(Heiðu) og átta konum til viðbótar,
hyggst ganga þveran Vatnajökul til
styrktar Krafti og Lífi styrktarfélagi.
Leiðangurinn, sem ber nafnið Lífs-
kraftur, tekur um tíu daga og hefst á
morgun. Undirbúningur hefur stað-
ið yfir um margra mánaða skeið.
Hugmyndina að leiðangrinum
fékk Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý,
þegar fimm ár voru liðin frá því
að henni var tjáð að hún væri
með krónískt krabbamein og ætti
einungis eitt til þrjú ár eftir ólifuð.
„Sirrý vildi fagna þessum tímamót-
um og við vildum allar glaðar taka
þátt, en það sem sameinar okkur
þrjár í þessu verkefni er að við
höfum allar fengið krabbamein,“
segir Anna Sigga.
Heiða, Hulda og Anna Sigga
hafa allar sigrast á krabbameininu
og eru sammála um að sú reynsla
muni hjálpa þeim í leiðangrinum
sem fram undan er. „Það að hafa
upplifað svo stórt verkefni eins og
það er að fá krabbamein, komast í
gegnum það og kynnast því hugar-
fari sem því fylgir mun alveg klár-
lega hjálpa okkur að komast yfir
jökulinn,“ segir Heiða.
„Það er margt líkt með því að fara
í svona stóran leiðangur og vera
með krabbamein, maður þarf að
taka þetta dag fyrir dag,“ bætir hún
við og Hulda og Anna Sigga taka
undir. „Veikindin eru þannig að þú
tekur eitt skref í einu og það sama
er með jökulinn,“ segir Anna Sigga.
Hálfklikkuð hugmynd
Dagarnir í leiðangrinum einkenn-
ast af miklu skipulagi og vinnu.
Morgnarnir hefjast á tveggja til
þriggja tíma vinnutörn þar sem
gengið er frá tjöldum og öllum
búnaði, bræddur er snjór til að fylla
á vatnsbirgðir dagsins og borðaður
morgunmatur. Að morgunverk-
unum loknum er lagt af stað í um
átta klukkustunda skíðagöngu þar
sem dregin eru um 40-50 kíló af far-
angri. Því næst eru settar upp búðir
á nýjum stað þar sem sofið er í átta
tíma í tjaldi í miklum kulda uppi
á jöklinum. Daginn eftir tekur við
sama rútína að nýju.
„Þetta er náttúrulega hálfklikkuð
hugmynd,“ segir Anna Sigga og
Heiða og Hulda skella upp úr. „Við
þurfum að vera mjög vinnusamar
og það er ekkert í boði að taka sér
einn dag í pásu,“ bætir Heiða við.
„Þetta krefst auðvitað mikils und-
irbúnings og við höfum undirbúið
okkur vel síðustu mánuði, farið í
æfingaferðir og haldið fjölmarga
fundi,“ segir Hulda en hópurinn
hefur þurft að huga að ýmsu í undir-
búningi, til að mynda hvernig best
sé að pakka niður og hvernig auð-
veldast sé að taka niður tjöldin
ásamt því að huga vel að andlegum
undirbúningi.
„Fyrir mig held ég að andlegi
undirbúningurinn sé mikilvægast-
ur. Það að geta haldið áfram á degi
fimm eða átta. Vaknað einn dag í
viðbót, skriðið úr svefnpokanum,
brætt snjó og haldið aftur af stað,“
segir Hulda.
„Ég held að þessi reynsla sem við
deilum, að hafa sigrast á krabba-
meini, geri f lesta sterkari andlega
Sameiginleg reynsla styrkir þær
Anna Sigga, Hulda og Heiða eru í hópi ellefu kvenna sem hyggjast ganga yfir þveran Vatnajökul. Þær hafa allar
sigrast á krabbameini og eru sannfærðar um að sameiginleg reynsla þeirra muni hjálpa þeim í leiðangrinum.
Heiða, Anna Sigga og Hulda hafa allar sigrast á krabbameini. Þær deila sameiginlegum reynsluheimi sem mun hjálpa þeim í göngunni yfir þveran Vatna-
jökul á gönguskíðum til styrktar Krafti og Lífi styrktarfélagi. Leiðangurinn hefst á morgun og mun taka um það bil tíu sólarhringa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Stelpurnar
þurfa að draga
um 40-50 kíló
af farangri yfir
þveran jökul-
inn. MYND/
AÐSEND
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn@frettabladid.is
sporum, að vera veikur, skiptir svo
miklu máli að sjá manneskju sem
er komin út úr þessum aðstæðum
og byrjuð að lifa aftur. Þegar ég
var í þessum aðstæðum man ég
hvað það skipti mig miklu máli að
sjá ungt fólk sem var komið aftur í
skólann til dæmis og komið aftur
með hár, þá fann ég einhverja von
og fannst ég geta komist í gegnum
þetta,“ bætir hún við.
„Ég er sammála þessu,“ segir
Anna Sigga. „Þegar ég var veik
skipti það mig miklu máli að hafa
fyrirmyndir sem sýndu mér að það
væri von. Það að sjá einhvern sem
hefur verið veikur og risið upp gefur
manni ótrúlegan kraft,“ segir Anna
Sigga. „Vonin er bara sterkasta aflið
í þessum aðstæðum,“ segir Heiða.
Þá eru þær einnig sammála um
að vinátta þeirra gefi þeim mikinn
styrk. „Það er ótrúlega dýrmætt að
finna einhvern sem skilur reynslu-
heim manns og þekkir tilfinn-
ingarnar sem maður er að upplifa,“
segir Hulda og blaðamaður finnur
vel fyrir sterkri orkunni á milli
þeirra þriggja.
Frekar spenntar en stressaðar
Leiðin sem Heiða, Hulda og Anna
Sigga munu ganga ásamt konunum
átta er talin ein mesta þrekraunin í
útivist á Íslandi. Gengin verður um
150 kílómetra leið frá Jökulheimum
þvert yfir Vatnajökul í austurátt að
Eyjabakkajökli. Þrátt fyrir að þær
viti að gangan verði erfið segjast
þær ekki stressaðar yfir leiðangr-
inum, frekar spenntar.
„Ég er aðallega stressuð yfir því
að vera ekki með nógu mikið af
hælsærisplástri. Þú reddar ekkert
einhverju uppi á jökli, þú verður
bara að vera með allt,“ segir Heiða
hlæjandi. Anna Sigga og Hulda eru
sammála því að mesta stressið felist
í því að pakka rétt.
„Ég er bara að reyna að vera sjúk-
lega skipulögð svo ég gleymi engu
en á sama tíma reynir maður að
pakka sem léttast, það er nóg að
draga,“ segir Hulda, og Heiða og
Anna Sigga taka undir.
Þær segjast vera í góðum hópi
kvenna og að innan hópsins ríki
mikil samstaða. „Hópurinn er bara
jafn sterkur og veikasti hlekkurinn
og því er engin keppni innan hans,
við hjálpumst bara að, erum sam-
ferða og stoð og stytta hver fyrir
aðra,“ segir Anna Sigga og Hulda
bætir við að ákveðin dýnamík ríki
innan hópsins.
„Það eru allir sterkir á ákveðnum
sviðum, sumir útsjónarsamir og
þolinmóðir en aðrir ótrúlega góðir
á skíðum eða að moka,“ segir Hulda,
og Heiða og Anna Sigga skella upp
úr. „Það eru sem sagt við sem erum
svakalegar í því að moka, báðar
svona frekar ofvirkar týpur,“ segir
Heiða.
Hægt er að styrkja verkefnið
með því að leggja inn á reikning
Lífskrafts. Nánari upplýsingar
um fyrirkomulagið má finna á
frettabladid.is.
6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð