Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 26
Á ÞESSUM FYRSTU TVEIM- UR ÁRUM ER SKILNAÐAR- TÍÐNIN HÁ EN FLESTIR ERU SKILNAÐIRNIR VEGNA ÞESS AÐ VIÐ FÁUM EKKI AÐ SOFA OG FÖRUM NÁNAST AÐ HATA HVORT ANNAÐ. Það er kannski kald-hæðnislegt en ég myndi ekki segja að ég væri mikil barnakerling,“ segir Andrea sem sjálf á fimm legbörn, eins og hún kallar þau sem hún sjálf gekk með, og þrjú lánsbörn sem hún kallar börn mannsins síns, og hefur lagt það fyrir sig að útbúa efni um barneignarferlið. Fyrir tveimur árum kom út ljósmynda- og upplýsingabókin Kviknar, sem Andrea vann ásamt Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara, Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður og sambýlismanni sínum Þorleifi Kamban hönnuði. Í framhaldi varð til þáttaröð fyrir Sjónvarp Símans, Líf kviknar, sem vann til Edduverð- launa sem mannlífsþáttur ársins 2019. Og nú vinna þau hjónaleysin ásamt Glassriver að nýrri þátta- seríu, Líf dafnar, fyrir Stöð 2 þar sem fjallað verður um fyrstu þrjú árin í lífi barnsins og fjölskyldunnar. „Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því að ef ég segist aldrei ætla að gera eitthvað er ég svolítið slegin utan undir með því,“ segir Andrea. „Nú er ég farin að passa mig betur á því hvað ég segi. Þegar ég skildi og varð ein með þrjár stúlkur þrí- tug ætlaði ég til að mynda aldrei að eignast annan mann. Hvað þá fleiri börn!“ segir hún í léttum tón en það átti aldeilis eftir að breytast. Fjórtán mánuðir á milli barna Andrea og Þorleifur kynntust fyrir rúmlega f jórum árum, og áttu þá þrjú börn hvort. Fyrir rúmum tveimur árum eignuðust þau saman soninn Björgvin Yl sem reyndist ákveðið sameiningartákn fyrir hópinn stóra. „Hann fæddist þegar ég var 37 ára gömul og 14 mán- uðum síðar bættist bróðir hans við. Björgvin Ylur var því aðeins fimm mánaða þegar ég varð aftur barns- hafandi.“ Aðspurð hvort það hafi verið á planinu að koma með annað barn svo fljótt svarar Andrea einlæg: „Ég veit nákvæmlega hvernig börnin verða til. Ég var að fara eftir 10-10- 10 reglunni en þegar sonurinn var fimm mánaða gamall fór ég út með vinkonu minni og fékk mér þrjá bjóra og kom heim í svona miklu stuði,“ segir hún í léttum tón. „Það er kannski hættulegt að segja þetta og auðvitað er þetta að ýmsu leyti ábyrgð tveggja aðila en ef ég vil ekki verða ólétt, þá verð ég ekki ólétt. Ég bar ábyrgð á þessari talningu og það var okkar samkomulag að treysta því,“ segir Andrea sem vildi ekki lengur taka getnaðarvarnarhorm- óna sem hún hafði gert í mörg ár. En hvernig ætli henni hafi orðið við þegar hún áttaði sig á því að hún væri aftur barnshafandi svona stuttu eftir að hún eignaðist barn? „Ég fór bara að gráta. Ég viðurkenni það alveg. Við hugsuðum með okkur hvort við hreinlega gætum þetta en eftir nokkra daga gátum við ekki séð neina aðra leið. Eftir á að hyggja held ég að yngri sonurinn hafi komið til mín svo ég gæti haldið áfram á þeirri braut sem virtist vera lífsleiðin mín. Það er kannski asnalegt að segja það en allt þetta Instagram-samfélag hefði aldrei farið af stað nema af því að ég var að bíða eftir barni og fór að birta daglegar uppfærslur á meðan ég beið.“ Þó svo að það hafi ekki verið planað að koma með annað barn segir Andrea soninn, sem fékk nafnið Þröstur Varmi, hafa verið ljómandi velkominn. „Enda sá ég fyrir mér að það væri meira gaman að þeir væru tveir heldur en að Björgvin væri einn eftir með okkur þegar hin væru farin að heiman. Þeir eru þó eins og svart og hvítt í útliti og atferli.“ Persónulegar frásagnir Instagram-síðuna Kviknar, sem Andrea nefnir, stofnaði hún til að birta myndir tengdar fyrrnefndri Skömmin alltof algeng Segja má að Andrea Eyland hafi gert barn- eignarferlið og uppeldi að starfi sínu en hún heldur úti Instagram-síðu sem hún kallar samfélag þar sem konur styrkja og aðstoða hverjar aðra og segir hún ekki vanþörf á. Fyrir fjórum árum var Andrea ein- stæð, þriggja barna móðir en í dag er hún í sambúð og börnin orðin alls átta. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI á leið og kom þá í ljós að magn þess var hættulega lágt.“ Andrea fékk þá járngjöf í æð og segir líðanina hafa batnað til muna. En ekki nóg með að meðgangan hafi verið erfið, þá var hún einnig löng, eða 42 vikur allt þar til sonur- inn var tekinn með keisaraskurði og reyndist 21 mörk. Ekki gafst mikill tími til að jafna sig því fjölskyldan hafði leigt íbúðina sína út til ferða- manna yfir sumartímann og sjálf leigt sér húsnæði á Seyðisfirði og í framhaldi í Danmörku. Því var haldið af stað til Seyðisfjarðar þegar sonurinn var aðeins fimm daga gamall. „Þetta var löngu ákveðið og við búin að leigja íbúðina okkar út en þannig fjármögnum við öll okkar ferðalög.“ Ætlunin var að njóta „orlofsins“ á þessum stöðum en í ljósi aðstæðna varð dvölin önnur en áætlað var. „Ég efast um að ég muni nokkurn tíma fara aftur til Seyðisfjarðar né Danmerkur,“ segir Andrea og hlær. „Ég fæ bara hroll. Þetta var bara of mikið,“ enda fullt hús barna hluta dvalarinnar og hún nýkomin úr keisaraskurði. „Mömmur okkar bók og sjónvarpsþáttum en hún er núna orðin eins konar samfélag fyrir konur og örfáa feður í barn- eignarferli. Fylgjendur eru orðnir hátt í sjö þúsund og samfélagið mjög virkt. Fjórða meðganga Andreu og fæðingin sjálf gekk ótrúlega vel að hennar sögn en sú fimmta reyndist Andreu erfið. „Ég var sífellt þreytt en það var alltaf útskýrt með því að ég væri með stórt heimili og lítið barn fyrir. Ég fann aftur á móti að þetta var ekki eðlileg þreyta, mér leið eins og líkami minn væri fullur af blýi og ég gat hreinlega ekki lyft mér upp. Svona var þetta í hátt í þrjá mánuði og mér leið eins og enginn hlustaði á mig. Loks mældi heimilis- læknirinn járnið í líkama mínum þegar ég var komin tæpar 40 vikur Framhald á síðu 28  Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.