Fréttablaðið - 06.06.2020, Side 90
BAKARÍIÐ
FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00
Eva Laufey og Svavar Örn
opna Bakaríið alla laugardagsmorgna.
Föstudaginn 29. maí fór fram Útskriftarhátíð My nd l i st a skól a n s í Reykjavík í hvassviðri og nokkurri rigningu á K la mbr at ú n i . Þá
útskrifuðust átta nemendur af
myndlistarbraut fyrir nemendur
með þroskahömlun, sem áður hafa
lokið starfsbraut framhaldsskólans,
en það er fyrsti hópurinn sem lýkur
þeirri braut. Sextán nemendur luku
námi á listnámsbraut, tuttugu og
fimm nemendur luku fornámi, átta
luku keramikbraut, tíu listmálara-
braut, þrettán teiknibraut og sex
nemendur luku textílbraut.
Árleg vorsýning skólans var
opnuð á vefsíðu skólans miðviku-
daginn 3. júní. Á sýningunni má
sjá lokaverkefni allra 86 útskriftar-
nemenda sem eiga það sameigin-
legt að vera að mestu leyti unnin
í fjarnámi, en einmitt þegar nem-
endur voru að hefja vinnu við sín
lokaverkefni kom skipunin um að
skella í lás í sóttvarnaskyni. Þegar
upp er staðið var brotfall mjög lítið.
Nemendur sýndu hvað í þeim bjó,
en þrátt fyrir misjafnlega frum-
stæðar aðstæður er niðurstaðan
glæsileg sýning, sem sjá má á vefsíðu
skólans, mir.is.
„Nemendur skólans voru með
eindæmum lausnamiðaðir í því
að klára skólaverkefnin sín í þessu
ástandi.
En eins og gefur að skilja þá er
ákaflega erfitt að kenna fög á borð
við leirkerarennslu og olíumálun í
fjarnámi.
En þetta tókst frábærlega, eins
og sjá má á sýningunni okkar á
netinu," segir Ágústa Sveinsdóttir,
markaðsstjóri skólans, í samtali við
Fréttablaðið.
Ágústa segir að ástandið hafi í
raun leitt margt gott af sér og það
hafi verið þeim gott að þurfa hugsa
út fyrir kassann.
„Við munum hér eftir alltaf sýna
lokaverkefni nemenda á vef skólans
samhliða vorsýningum. Það er frá-
bært að geta skrásett það sem gerist
í skólanum á þennan hátt," segir
hún.
Á meðfylgjandi mynd eru nýstúd-
entar af listnámsbraut og nemendur
af myndlistarbraut, ásamt deildar-
stjórum sínum og skólameistara,
auk nokkurra mynda af verkum
nemenda.
steingerdur@frettabladid.is
Urðu að aðlagast
breyttum tímum
Vorsýning Myndlistaskóla Reykjavíkur er með breyttu sniði þar
sem hún fer fram á netinu. Fyrir viku útskrifaðist fyrsti árgangur
nemenda á myndlistarbraut fyrir einstaklinga með þroskahömlun.
Ánægðir nemendur létu veður og vinda ekki á sig fá þegar útskriftin fór fram við Kjarvalsstaði. MYND/VIKTOR BIRGISSON
Auður Mist Halldórsdóttir, vann
með frásagnir kvenna af kynferðis-
legu áreiti í lokaverki sínu.
Ísak Óli Sævarsson gerði fimm
mynda seríu með akrýlmálningu.
Kommata, verk eftir Rúrí Sigriðar-
dóttur nemanda í fornámi.
Steinn Logi, tvítugur myndlistar-
nemi, gerði verkið Nú ferðalag.
Það sem leynist bak við skugga 4.
víddarinar eftir Drífu Líftóru.
Isabel Anne Fisk Baruque, út-
skriftarnemi af keramikbraut, gerði
ýmsar tilraunir í keramiki.
6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ