Fréttablaðið - 06.06.2020, Síða 90

Fréttablaðið - 06.06.2020, Síða 90
BAKARÍIÐ FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00 Eva Laufey og Svavar Örn opna Bakaríið alla laugardagsmorgna. Föstudaginn 29. maí fór fram Útskriftarhátíð My nd l i st a skól a n s í Reykjavík í hvassviðri og nokkurri rigningu á K la mbr at ú n i . Þá útskrifuðust átta nemendur af myndlistarbraut fyrir nemendur með þroskahömlun, sem áður hafa lokið starfsbraut framhaldsskólans, en það er fyrsti hópurinn sem lýkur þeirri braut. Sextán nemendur luku námi á listnámsbraut, tuttugu og fimm nemendur luku fornámi, átta luku keramikbraut, tíu listmálara- braut, þrettán teiknibraut og sex nemendur luku textílbraut. Árleg vorsýning skólans var opnuð á vefsíðu skólans miðviku- daginn 3. júní. Á sýningunni má sjá lokaverkefni allra 86 útskriftar- nemenda sem eiga það sameigin- legt að vera að mestu leyti unnin í fjarnámi, en einmitt þegar nem- endur voru að hefja vinnu við sín lokaverkefni kom skipunin um að skella í lás í sóttvarnaskyni. Þegar upp er staðið var brotfall mjög lítið. Nemendur sýndu hvað í þeim bjó, en þrátt fyrir misjafnlega frum- stæðar aðstæður er niðurstaðan glæsileg sýning, sem sjá má á vefsíðu skólans, mir.is. „Nemendur skólans voru með eindæmum lausnamiðaðir í því að klára skólaverkefnin sín í þessu ástandi. En eins og gefur að skilja þá er ákaflega erfitt að kenna fög á borð við leirkerarennslu og olíumálun í fjarnámi. En þetta tókst frábærlega, eins og sjá má á sýningunni okkar á netinu," segir Ágústa Sveinsdóttir, markaðsstjóri skólans, í samtali við Fréttablaðið. Ágústa segir að ástandið hafi í raun leitt margt gott af sér og það hafi verið þeim gott að þurfa hugsa út fyrir kassann. „Við munum hér eftir alltaf sýna lokaverkefni nemenda á vef skólans samhliða vorsýningum. Það er frá- bært að geta skrásett það sem gerist í skólanum á þennan hátt," segir hún. Á meðfylgjandi mynd eru nýstúd- entar af listnámsbraut og nemendur af myndlistarbraut, ásamt deildar- stjórum sínum og skólameistara, auk nokkurra mynda af verkum nemenda. steingerdur@frettabladid.is Urðu að aðlagast breyttum tímum Vorsýning Myndlistaskóla Reykjavíkur er með breyttu sniði þar sem hún fer fram á netinu. Fyrir viku útskrifaðist fyrsti árgangur nemenda á myndlistarbraut fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Ánægðir nemendur létu veður og vinda ekki á sig fá þegar útskriftin fór fram við Kjarvalsstaði. MYND/VIKTOR BIRGISSON Auður Mist Halldórsdóttir, vann með frásagnir kvenna af kynferðis- legu áreiti í lokaverki sínu. Ísak Óli Sævarsson gerði fimm mynda seríu með akrýlmálningu. Kommata, verk eftir Rúrí Sigriðar- dóttur nemanda í fornámi. Steinn Logi, tvítugur myndlistar- nemi, gerði verkið Nú ferðalag. Það sem leynist bak við skugga 4. víddarinar eftir Drífu Líftóru. Isabel Anne Fisk Baruque, út- skriftarnemi af keramikbraut, gerði ýmsar tilraunir í keramiki. 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.