Fréttablaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 28
Andrea og Þorleifur eignuðust synina tvo með 14 mánaða millibili en fyrir áttu þau sex börn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
reyndu að stoppa mig en þegar ég
er búin að ákveða eitthvað er engin
rökhugsun, ég er svo hvatvís,“ segir
Andrea og viðurkennir að þreytan
hafi vissulega safnast upp.
„En til að gefa þessu öllu einhvern
tilgang lít ég svo á að bæði þessi
börn hafi komið til þess að ég gæti
haldið utan um þetta barneignar-
ferlissamfélag.“
Instagram-síðan Kviknar tók
kipp þegar Andrea fór að birta
myndbönd af sjálfri sér í Insta gram
Story en slíkar myndir og mynd-
bönd endast í sólarhring. „Ég setti
inn myndband af mér á 39. viku
meðgöngunnar þar sem ég spurði
hvað ég ætti að gera til að koma
þessu barni út. Næstu þrjár vik-
urnar var ég svo bara í því að svara
því hvað ég væri að gera og hvernig
gengi. Ókunnugar konur vöknuðu á
morgnana og sendu mér spurningar
um hvort eitthvað væri að gerast.“
Veita hver annarri stuðning
Fylgjendurnir hrúguðust inn og
Andrea segir sér hafa brugðið
þegar hún áttaði sig á því að yfir
eitt þúsund fylgjendur horfðu á
myndböndin daglega. „Ég var búin
að setja inn svo margt vandræðalegt
og var ekki að átta mig á því að það
væru svona margir að fylgjast með.
Nú eru það þrjú til fjögur þúsund
sem horfa á myndböndin daglega.
Þetta er ekki há tala miðað við
marga en hér á Íslandi fæðast um
fjögur þúsund börn á ári og þetta
eru greinilega þær konur. Einhverj-
ar detta svo út og aðrar koma inn.“
Eins og heyra má hafa vinsældir
síðunnar verið miklar og konur
fagnað því að geta leitað þar eftir
stuðningi og ráðum. „Við verðum
smá gagú í hausnum þegar við
eigum von á barni og erum með
lítið barn. Þá kemst ekkert annað
að. Kannski sem betur fer, þetta er
ótrúlega mikilvægur tími.
Ég var sjálf á persónulegu nót-
unum svo konurnar sem fylgdu
mér fóru að deila með mér reynslu-
sögum sínum sem ég svo deildi
með hinum. Þannig gátu þær talað
saman í gegnum mig. Ég ákvað að
hafa allar sögurnar nafnlausar og
er mjög trú þessum konum og tala
ekki um það hver hefur samband
við mig. Stundum biðja þær mig um
að birta ekki sögur þeirra heldur
vilja bara segja mér frá. Það vantaði
augljóslega vettvang fyrir konur í
þessum aðstæðum til að deila sinni
reynslu og finna að þær væru ekki
einar. Þetta snýst bara um það.“
Eins og fyrr segir er Andrea opin-
ská í frásögnum og myndbirtingum.
„Ég fer yfir mörkin hjá mörgum.
Líka foreldrum mínum sem segj-
ast oft frétta eitthvað um mig frá
Kviknar. Maðurinn minn er aftur á
móti svo slakur að þetta fær ekkert
á hann.“
Sýnir raunverulegt líf mæðra
Andrea hvatti konur til að birta
myndir af raunum sínum í barn-
eignarferlinu, undir myllumerk-
inu #raunin, og maganum eftir
meðgöngu og eftir barneignir,
merktar #mínbumba, og ekki stóð
á viðbrögðunum. „Markmiðið er
að safna saman myndum og sögum
foreldra í sumar undir fyrirsögn-
inni #raunin og halda svo sýningu
í haust í Smáralindinni. Þetta er
ótrúlega mikilvæg umræða og vert
að segja sögur þeirra af því hvernig
lífið í raun er þegar kemur að barn-
eignum.
„Þetta snýst um frelsi. Þetta ár
sem ég hef haldið úti Instagram-
reikningnum í þessari mynd er
skömmin rauður þráður í öllu því
sem er að gerast þar inni. Í alvöru
talað! Nánast hver einasta saga snýr
að því að við skömmumst okkar.
Við skömmumst okkar fyrir líkam-
ann okkar eða fyrir að barnið okkar
sé óþekkt, sambandið okkar lélegt
eða að píkan okkar hafi breyst,
við séum ekki nógu fallega óléttar
eða of fallega óléttar. Við skömm-
umst okkar fyrir að líða of vel eða
ekki nógu vel. Við eigum að vera
svona eða hinsegin. Ef við erum of
jákvæðar erum við í afneitun og
ef við erum neikvæðar erum við
hundleiðinlegar.“
Andrea er á því að þau áföll sem
konur verði fyrir á lífsleiðinni fylgi
þeim inn í meðgöngur og fæðingar.
„Hormónarnir fara af stað og allt
það sem við höfum upplifað kemur
svo bersýnilega í ljós í þessu ferli;
þar sem við erum að tengjast ann-
arri manneskju og hitta sjálfar
okkur fyrir um leið. Við erum ber-
skjaldaðar líkamlega og andlega.
Það er rosalega algengt að ef það er
eitthvað óuppgert innra með okkur
þá magnast það upp í þessu ferli.“
Hún bendir á mikilvægi þess
að heilbrigðisstarfsmenn hlusti á
konur og leyfi þeim að tjá sig um
líðan sína. „Ég held að 70 prósent
þess sem hrjáir okkur leysist ef við
fáum að segja frá því. Með Kviknar
hafa margar konur skrifað tilfinn-
ingar sínar og hugsanir niður. Það
hefur hjálpað þeim að koma því frá
sér, að einhver lesi það og segi: „Ég
skil þig.“ Það hrúgast oft inn svip-
aðar sögur og konur finna að þær
þess að hafa upplifað eitthvað getur
kona ekki skilið aðra almennilega.“
Sonurinn reyndist 21 mörk, eða
rúmlega 5,2 kíló, sem er nálægt
meðalþyngd þriggja mánaða barns.
„Þegar hann var sex vikna kom í ljós
að hann er með lága vöðvaspennu
svo hann var undir eins settur í
sjúkraþjálfun til að styrkja hann.
Við sex mánaða aldur kom svo í
ljós að hann þjáðist af járnskorti. Á
þessum tíma svaf barnið í kringum
18 klukkustundir á dag og sýndi lítil
viðbrögð, brosti varla og horfði ein-
hvern veginn í gegnum okkur. Eftir
greininguna fékk hann daglegan
járnskammt og það var er eins og
hann hafi hreinlega vaknað til lífs-
ins. Við höfðum eðlilega miklar
áhyggjur, fórum með hann í allar
mögulegar litninga- og genarann-
sóknir en ekkert kom í ljós. Engin
skýring hefur fundist á þessum
járnskorti og er hann ekki talinn
tengdur þeim skorti sem ég var með
þó ég hafi mínar efasemdir um það.
Hann er ennþá linari en önnur börn
og riðar smá en hann er farinn að
standa og skríða og gera allt á sínum
eðlilega tíma.“
Andrea segir greininguna hafa
verið mikinn létti eftir hálft ár af
áhyggjum. „Mér var eiginlega sama
hvort einhver þroskafrávik kæmu í
ljós, því óvissan var það versta. Það
sama hef ég heyrt frá öðrum foreldr-
um sem ég hef rætt við í tengslum
við sjónvarpsþættina Líf dafnar og
líka í gegnum Instagram.
Góðu og slæmu hliðarnar
Í þáttunum fjöllum við um ýmis-
legt sem viðkemur fyrstu árunum í
lífi barnsins. Til dæmis hvernig við
lifum af þessi fyrstu tvö ár án þess
að kyrkja hvort annað í keppninni
um að fá að sofa. Þetta er raunveru-
legt vandamál. Á þessum fyrstu
tveimur árum er skilnaðartíðnin
há en flestir eru skilnaðirnir vegna
þess að við fáum ekki að sofa og
förum nánast að hata hvort annað.
Við verðum að taka okkur pláss á
þessum tíma og fara vel með okkur,
sérstaklega mömmurnar.“
Aðspurð segist Andrea eyða
tveimur til fjórum tímum á dag í að
uppfæra Instagram-síðuna og svara
fylgjendum en suma daga geti það
farið upp í allt að átta klukkustund-
ir. „Nú ber ég ábyrgð á samfélagi.
Kviknar er samfélag. Það hefur þó
aldrei nein kona krafist svars og ég
hef aldrei fengið neikvætt komment
um nokkurn skapaðan hlut.
Í gegnum samskiptamiðla erum
við sýnilegri hver annarri en áður
og það er bæði gott og slæmt. Það
er mikilvægt að segja frá því sem er
erfitt jafnt og því sem er gott því við
miðum okkur hver við aðra og þá
sérlega ungar mömmur með fyrsta
barn.“
Eins og fyrr segir er samband
Andreu og Þorleifs ungt en börnin
þó alls orðin átta og þau vinna
saman alla daga. Hvernig ætli gangi
að halda lífi í sambandinu þegar
álagið er mikið? „Okkar sterka hlið
er að vinna saman. Svo má ekki
gleyma að það þarf samfélag til að
ala upp börn, við erum einstaklega
heppin að eiga góða að og við lítum
svo á að við sem foreldrar, ömmur,
afar, systkini, heilbrigðiskerfið,
skólar og leikskólar séum í þessu
saman. Þannig braggast börnin
best, í ást og samvinnu.
Ef við værum að vinna hvort í
sínu lagi held ég að við gætum ekki
búið til þetta f læði sem við lifum
við. Við erum hvorug Excel-fólk og
myndum seint vera með leikskóla-
fötin tilbúin kvöldið á undan. Við
erum ekki góð þar en á móti kemur
að við erum mjög sveigjanleg. Við
erum með sameiginlega framtíðar-
sýn sem við erum spennt fyrir. Það
heldur rómantíkinni gangandi.
Við búum til lista yfir það sem
okkur langar að gera í framtíðinni
eins og til dæmis er það á fimm ára
planinu að búa til alþjóðlega sjón-
varpsseríu um barneignarferlið,
byggja okkur hús úti í sveit og sigla
svo um heimsins höf á skútu. „Þann-
ig erum við ekki bara að bugast á
hamstrahjólinu, lífið er börnin,
hamingjan og heimurinn í bland.“
Þröstur Varmi
var tekinn með
keisaraskurði
eftir 42 vikna
meðgöngu.
Hann reyndist
21 mörk, eða
5.250 grömm,
sem er nálægt
meðalþyngd
þriggja mán-
aða barns.
eru ekki einar um einhvers konar
líðan.“
Andrea segist gæta þess að fylgj-
endur hennar viti að hún sé ekki
sérfræðingur og segist ekki gefa ráð.
„Ég fór af stað með hlaðvarp þar sem
ég hef fengið inn sérfræðinga með
fagleg ráð og eins leita ég til sérfræð-
inga í sjónvarpsþáttunum. Instag-
rammið er einfaldlega reynslu-
söguvettvangur og snýst um losun
á tilfinningum.“
Fimmta barnið 21 mörk
Eins og fyrr segir gekk Andrea í
gegnum erfiða meðgöngu og keis-
arafæðingu með fimmta barnið
fyrir tæpu ári en eftir 42 vikna
meðgöngu var ákveðið að taka
barnið með keisaraskurði. „Eftir
að hafa fætt fjögur börn um leg-
göng þurfti ég að fara í keisara með
fimmta barnið sem mér þótti sárt.
En eftir á að hyggja held ég að þetta
hafi verið til að ég gæti skilið konur
sem fara í keisara. Líka að upplifa í
fyrsta sinn erfiða meðgöngu, því án
MÉR VAR EIGINLEGA SAMA
HVORT EINHVER ÞROSKA-
FRÁVIK KÆMU Í LJÓS, ÞVÍ
ÓVISSAN ER ÞAÐ VERSTA.
Framhald af síðu 26
6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð