Mosfellingur - 09.01.2020, Qupperneq 4

Mosfellingur - 09.01.2020, Qupperneq 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 12. janúar kl. 11:00 Guðsþjónusta í Lágafells- kirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. kl: 17:00 BATAMESSA – Guðsþjónusta í tengslum við samtökin Vinir í bata. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. sunnudagur 19. janúar kl: 20:00 Kvöldguðsþjónusta. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Ræðumaður er Aðalbjörg Egilsdóttir líffræðingur sem nýlega sat loftslagsráðstefnu í Madrid sem fulltrúi unga fólksins. sunnudagur 26. janúar Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn. - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós4 Vinningshafar í jóla­ krossgátu blaðsins Í jólablaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þau Sigríður Halldórsdóttir Arkarholti 12 og Ámundi Jökull Játvarðsson Grundartanga 5. Vinningshafarnir fá gjafabréf á veitingastaðinn Blik Bistro & Grill og verður gjafabréfum komið til þeirra á næstu dögum. Lausnarorð krossgátunnar var „Fleira þarf í dansinn en fagra skóna“. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju. - Jólakrossgáta 201918 Verðlauna krossgáta Mosfellingur og Blik Bistro bjóða upp á jólakrossgátu Verðlaun í boði Blik Bistro Dregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá tveir heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréf frá Blik Bistro & Grill. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-30, á netfangið krossgata@mosfellingur.is eða heimilisfangið Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar. Látið fylgja nafn og heimilisfang. H öf un du r k ro ss gá tu : B ra gi V . B er gm an n - b ra gi @ fr em ri. is Rafræn kosning um íþróttakarl og ­konu Búið er að tilnefna 26 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfells- bæjar 2019. 14 karlar eru tilnefndir og 12 konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar annars staðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa. Kosningin fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 9.-14. janúar. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti. Úrslit verða kynnt fimmtudag- inn 16. janúar kl. 19 í íþróttamið- stöðinni að Varmá. Þangað eru allir velkomnir. Á myndinni hér að ofan má sjá íþróttamenn Mosfellsbæjar 2018, þau Andra Frey knatt- spyrnumann og Maríu Guðrúnu taekwondokonu. sunnudaga- skóli alla sunnudaga kl. 13:00 í lágafellskirkju Foreldra- morgnar hefjast 9. janúar sókn Í sókn – liFandi samFÉlag Vertu með í sókninni! Mosfellsbær og Bakki ehf. hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi uppbygg- ingu íbúabyggðar í Helgafellshverfi, svo- kallaðan fjórða áfanga þar sem 188 íbúðir verða reistar á næstu árum. Bakki tekur með samningnum að sér allar framkvæmdir við gatnagerð, þar með talið Skammadalsveg, stíga og göngustíga, veitur og frágang opinna svæða og leikvall- ar en Bakki eignaðist allan byggingarrétt á svæðinu með kaupum á gildandi samningi af Landsbankanum þann 22. mars 2017. Bakki ber alla ábyrgð á uppbyggingu Samkvæmt samkomulaginu ber Bakki ábyrgð á allri uppbyggingu á svæðinu sem er hefðbundið í sambærilegum verkefnum. Frá þessu eru þó tvær undantekningar. Þær eru annars vegar að Mosfellsbær mun sjá um að veita ofanvatni af svæðinu þ.e. læki sem rigningar og leysingavatn flæðir um, þó þannig að Bakki mun skaffa veituskurði til lagningar umræddra lagna og loka þeim. Þessi leið er farin í ljósi þess að Mos- fellsbær hefur séð um slíkar framkvæmdir í öðrum áföngum hverfisins og mun tengja lagnir frá fimmta áfanga inn á umræddar lagnir og því best að þær séu á einni hendi. Hins vegar mun Mosfellsbær skaffa ljósa- staura, lagnir þeirra og tengibúnað við Skammadalsveg enda er einungis um að ræða stuttan hluta lengri vegar og eðlilegt að tryggt verði að samskonar búnaður sé notaður meðfram öllum veginum. opin svæði byggist upp samhliða Með samkomulaginu er lagt til að breyt- ing verði gerð á kröfum í deiliskipulagi um íbúðir fyrir 55 ára og eldri og að þær verði 40 talsins. Á grunni almennra útboðsskil- mála Mosfellsbæjar verður ýmsum kvöðum þinglýst á byggingarlóðir innan áfangans auk ákvæða um hraða framkvæmda sem skiptir íbúa í Helgafellshverfi miklu máli. Í samkomulaginu er jafnframt gert ráð fyrir að framkvæmdum verði skipt í þrjá áfanga og að tryggt verði að opin svæði byggist upp samhliða annarri uppbyggingu. Mosfellsbær er og verður áfram eigandi alls lands á skipulagssvæðinu. aukin byggingarréttargjöld Mosfellsbær mun leggja á gatnagerðar- gjöld vegna byggingarlóða í samræmi við gjaldskrá eins og hún verður á hverjum tíma. Þá mun Bakki greiða alls um 92 m.kr. í aukin byggingarréttargjöld vegna fjölg- unar íbúða á svæðinu samkvæmt þeirri deiliskipulagstillögu sem fyrir liggur. Greiðslum Bakka verður varið til fullrar greiðslu kostnaðar af uppbyggingu innviða samkvæmt samkomulaginu. Mosfellsbær mun því ekki bera markverðan kostnað af uppbyggingunni. Byggð sem verði öllum til sóma „Hér er um að ræða mikilvægan samning sem tryggir hagsmuni bæjarbúa í bráð og lengd. Það er mikill og jákvæður kraftur í samfélagi okkar Mosfellinga og mikilvægt að sú byggð sem þarna mun rísa verði öllum til sóma,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Bæjarstæðið er fallegt og mun tengja saman þétta byggð í nágrenni við útivistar- perlur okkar. Nú þegar þessi uppbyggingar- samningur er í höfn tekur við lokahnykkur skipulagsvinnunnar og í kjölfarið ættu framkvæmdir að geta hafist.“ vandaða skipulag með íbúa í fyrsta sæti Eigendur Bakka hafa tekið virkan þátt í uppbyggingu í Mosfellsbæ á undanförn- um 40 árum, áður sem Álftárós og nú sem Bakki. Þeir hafa t.d. byggt Kjarnann og fjölda verslana auk vel á annað þúsund íbúða og sérbýlishúsa í Mosfellsbæ. „Félagið hefur haft þá stefnu að viðhalda einkennum Mosfellsbæjar með byggingu lít- illa raðhúsa og hagkvæmra íbúða sem henta fólki sem vill búa börnum sínum áhyggju- lítið líf í nánd við náttúruna,“ segir Örn Kjærnested hjá byggingafélaginu Bakka. „Ein helsta rós í hnappagat fyrirtækis- ins er bygging Permaform-húsanna upp úr 1990 þegar ástandið á markaðnum var mjög erfitt og mikið atvinnuleysi. Þessi hús voru á um það bil 30% lægra verði en sambærileg stærð íbúða. Með uppyggingu á 4. áfanga í Helgafelli er Bakki kominn í gamla gírinn og setur stefn- una á vandað skipulag með íbúana í fyrsta sæti. Vandaðar íbúðir og hagkvæmt verð.“ Uppbyggingarsamningur um fjórða áfanga íbúabyggðar í Helgafellshverfi undirritaður 188 íbúðir verða reistar í 4. áfanga Helgafellshverfis feðgarnir guðmundur og Örn kjærnested skrifa undir með haraldi bæjarstjóra MOSFELLINGUR kemur næst út 30. janúar mosfellingur@mosfellingur.is helgafellshverfi stækkar til austurs

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.