Mosfellingur - 09.01.2020, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Freydís Árnadóttir fæddist 28. maí
2019. Hún var 13 merkur og 50 cm.
Foreldar hennar eru Vigdís Sigmars-
dóttir og Árni Gunnar Haraldsson.
Fyrir eiga þau Eyþór Eld 5 ára.
Í eldhúsinu
LEGGÐU
ÞIG FYRST
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fara
með stutt tölu á dögunum þegar íþrótt
a-
menn Aftureldingar voru útnefndir. É
g
var beðinn um að fara með hvatninga
r-
orð til ungra íþróttamanna og það var
mér ljúft og skylt. Sjálfur hef ég þjálfað
ungmenni í handbolta í að verða 20
ár og hef tínt hitt og þetta til sem gæti
mögulega nýst þeim á vegferð sinni að
frama á vellinum góða.
Það sem ég ákvað að kynna fyrir
gestum Hlégarðs var það sem ég kalla
forgangspíramída íþróttamanns. Þær
meginstoðir sem íþróttamenn þurfa
að huga að og í hvaða röð. Hann er
byggður upp á eftirfarandi hátt: svefn,
næring, þjálfun, árangur.
Svefn er undirstaða alls sem á eftir
kemur. Það er í raun ótrúlegt hvað við
sem samfélag tölum lítið um svefn og
mikilvægi hans. Svefn er grunnurinn.
Þar fer hin raunverulega endurheimt
fram, þar æfum við í huganum æfinga
r
dagsins og byggjum upp líkamlega og
andlega þrekið sem þarf til að takast
á við þann næsta. Næst kemur næring
(andleg og líkamleg) og síðan þjálfun
(andleg og líkamleg). Ef þessar þrjár
stoðir eru í réttum hlutföllum mun
árangur fylgja.
Langar þig að verða afreksíþrótta-
maður? Æfingarnar eru ekki nema bro
t
af þeirri vegferð. Það getur hver sem e
r
hlaðið inn æfingum. Það er ekki æfing
a-
magnið sem ákvarðar árangur, heldur
svefn og næring sem ákvarðar hvaða
æfingamagn þú þolir. Lífstíll.
Auðvitað skipta hæfileikar máli, en ég
er löngu hættur að telja þann ótrúlega
fjölda hæfileikaríkra íþróttamann sem
ég hef þekkt í gegnum tíðina sem hafa
ekki verið tilbúnir til að tileinka sér
agann og lífstílinn sem þetta líf krefst.
Afreksíþróttir eru ekki heilsurækt. Þæ
r
eru beinlínis heilsuspillandi, líkamleg
a
og í sumum tilfellum andlega líka. Til
að þola álagið og auknar kröfur þarf
lífstíllinn að vera í lagi.
Aukaæfing í fyrramálið? Geggjað,
legðu þig fyrst og fáðu þér svo næringa
r-
ríka máltíð.
Þórdís og Dagbjartur skora á Gunnar og Bergþóru að deila með okkur næstu uppskrift
Þórdís Sveinsdóttir og Dagbjartur Kr.
Vilhjálmsson deila að þessu sinni með
Mosfellingi uppskrift að vöfflum sem eru
mikið bakaðar á þeirra heimili, við öll
tækifæri og almenn kósýheit.
Innihald:
• 375 gr hveiti
• 2 msk sykur/stevia.
• 1/2 tsk salt
• 3 tsk lyftiduft
• 2 egg
• 100 gr brætt smjör
• dass af kardimommudropum
• 5-7 dl mjólk (degið þarf að vera smá
þykkt)
• Súkkulaðispænir (ca 100-150 gr) - hrært
saman við í lokin - Alveg punkturinn yfir
i-ið!
Aðferð:
Blanda þurrefnunum saman fyrst, hræra
svo eggin saman við og ca. helming af
mjólkinni áður en smörið er sett út í, það
minnkar líkurnar á kekkjum. Svo hræra
restinni af mjólkinni rólega saman við.
Passa að deigið verði ekki of þunnt.
Við gerum einfalda uppskrift fyrir 5 manna
fjölskyldu, ef það eru gestir 1,5x eða 2x.
Verðiykkuraðgóðu.
áSGEIR JÓNSSON
- Heyrst hefur...36
Heyrst Hefur...
...að Herra Hnetusmjör verði sérstakur
gestur á Þorrablóti Aftureldingar
sem fram fer að Varmá 25. janúar.
...að Gummi í Wurth hafi farið holu
í höggi á Flórída yfir hátíðarnar.
...að World Class í Mosó muni stækka
um helming um helgina þegar ný
viðbygging verður tekin í notkun.
...að talsverð umræða séu um ofrukk-
aða ávexti í eldri deild Varmárskóla
og litla skammta í þeirri yngri.
...að Vallý á elliheimilinu sé að fara
hætta störfum um næstu mánaðar-
mót en þá verður hún sjötug.
...að Helgafellsbændur vilji skipu-
leggja Ásana, þar sem keyrt er upp í
Mosfellsdal, fyrir byggð.
...að gott betur en smekkfullt hafi
verið á fullorðinsbingóum á Barion
sem haldin voru um hátíðarnar.
...að leikfélagið ætli að setja upp
fjölskyldusöngleikinn Stúart litli
með vorinu.
...að íbúar í Leirvogstungu hafi fengið
kaldar hátíðarkveðjur frá Sorpu en
sorpfnyk lagði yfir hverfið bæði á
aðfangadag og gamlársdag.
...að hestamenn hafi glatt Ingimar
Sveinsson á dögunum með nýjum
búnaði en brotist var inn í hesthúsið
hans og höfðu þjófar á brott ýmsan
verðmætan búnað.
...að Mosfellsbær leiti sér nú að nýjum
lögmanni til starfa.
...að dansarinn Marta Carrasco sé
komin aftur inn í þættina Allir geta
dansað og dansi framvegis við
bardagakappann Jón Viðar.
...að Kalli Lofts hafi verið með þeim
fyrstu til að næla sér í bingóbinning
á Barion en hann starfaði sem
bankastjóri í fjölda ára í húsinu.
...að Stormsveitin haldi sína árlegu
Þrettándatónleika í Hlégarði á
laugardaginn og verður Stebbi Jak
sérstakur gestur. Þeir hafa lofað
góðu eftirpartýi.
...að forsalan á Þorrablót Afturelding-
ar 2020 fari fram á Barion föstudag-
inn 17. janúar kl. 17:00.
...að Mosfellingurinn Gunni Birgis úr
Landanum hafi verið tekinn fyrir í
Áramótaskaupinu.
...að Listapúkinn hafi málað myndir
sem íþróttamenn Aftureldingar 2019
fengu í verðlaun á dögunum.
...að Stjörnu-Sævar verði á bókasafn-
inu á Safnanótt þann 7. febrúar.
...að Agnes Wild og Andri eigi von á
barni á árinu.
...að UMFUS hafi valið Bjössa sem
Topman og Kidda Spinningman á
sérstökum aðalfundi í lok árs.
...að Bjöggi málari verði fimmtugur
um helgina.
...að búið sé að rífa hið sögufræga
kaupfélagsstjórahús í holtinu, sem
nefndist Steinar.
...að Stefanía Svavars sé búin
að missa 15 kg á ketó.
mosfellingur@mosfellingur.is
Spóahöfða-vöfflur
Hjá þórdÍsi og dag
bjarti
H á H o lt 1 4 - S . 5 6 6 8 9 8 9
É g æ t l a a ð b j ó ð a
20% a f s l á t t
a f k l i p p i n g u
ú t f e b r ú a r.
E va D í s
b j ö r g v i n S d ó t t i r
H e f u r S t ö r f á a r i S t ó
Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt
helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is