Mosfellingur - 09.01.2020, Blaðsíða 14
Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2019
Arna Ösp átti frábært ár í heimi
kraftlyftinga. Hún varð í þriðja sæti í
stigakeppni kvenna á Reykjavíkurleik-
unum og setti þar 4 Íslandsmet. Arna
varð síðan bikarmeistari í kraftlyftingum
á Akureyri. Arna keppti næst á Vestur-
Evrópumótinu sem haldið var á Ítalíu,
þar setti hún 6 Íslandsmet og varð í 6.
sæti. Þá var komið að Íslandsmótinu
í klassískum kraftlyftingum þar sem
Arna sigraði og varð auk þess stigahæst
kvenna. Endaði árið með því að keppa á
Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum
í Litháen. Þar setti Arna Íslandsmet í
hnébeygju 140 kg og nýtt Íslandsmet
í réttstöðulyftu 177,5 kg og bætti þar
með líka Íslandsmetið í samanlögðu,
400 kg í 63 kg flokki. Arna er stigahæst
Íslendinga í klassískum kraftlyftingum.
Arna Ösp Gunnarsdóttir kraftlyftingar
Cecilía Rán er 16 ára Mosfellingur sem
spilaði með Fylki í Pepsi Max deildinni
sl. sumar þar sem hún vakti verð-
skuldaða athygli. Hún var valin besti
markmaður Pepsi Max deildarinnar
og í lið ársins ásamt því að vera valin
efnilegasti leikmaður Fylkis.
Cecilía hefur verið fastamaður í yngri
landsliðum Íslands síðustu árin og árið
2019 spilaði hún með U16, U17 og U19
ára landsliðum Íslands ásamt því að
vera valin í A-landsliðið þá nýorðin 16
ára og tók þátt með því í undankeppni
EM 2021 í haust.
Cecilía Rán er mjög metnaðargjörn og
vinnusöm og leggur mikið á sig til að ná
árangri. Hún stendur sig sömuleiðis vel
í námi og er frábær fyrirmynd fyrir unga
iðkendur.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrna
Erna er 19 ára kúluvarpari. Erna hóf
nám á fullum skólastyrk í Rice-háskól-
anum í Houston í Bandaríkjunum í ágúst
2018 þar sem hún æfir 6 daga í viku.
Helstu afrek á árinu: 3. sæti á EM
U20, Íslandsmeistari U22 í kúluvarpi,
kringlukasti og spjótkasti. Íslands-
meistari fullorðinna í kúluvarpi og setti
mótsmet. Í bikarkeppni 2019 setti hún
mótsmet þegar hún kastaði kúlunni
15,85 metra en hún vann kúluvarpið
með yfirburðum. Íslenska landsliðið
varð Evrópubikarmeistari í 3.deild,
komst upp í 2. deild, Erna fékk silfur.
Norðurlandameistari í kúluvarpi á
Norðurlandamóti 19 ára og yngri, kast-
aði 15,85 metra og setti nýtt mótsmet.
Besta kast Ernu til þessa er 16,13
metrar á móti í Houston í Texas í apríl.
Erna Sóley Gunnarsdóttir frjálsar
Kristina er blakkona Aftureldingar 2019,
fædd árið 1994. Kristina hefur verið
með liðinu frá byrjun (2011). Kristina er
metnaðarfull fyrir sína hönd og liðsins.
Hún hefur orðið Íslands, -deildar og
bikarmeistari með Aftureldingu 12 sinn-
um. Á síðasta ári var Kristina mikilvæg-
ur hlekkur í uppbyggingu liðsins þegar
liðið treysti á unga leikmenn og náði
samt bronsverðlaunasæti í Íslandsmót-
inu. Kristina hefur tekið þátt í lands-
liðsverkefnum með íslenska landsliðinu
síðan hún var unglingur og hefur hún
tekið þátt í öllum landsliðsverkefnum
sem íslenska landsliðið hefur tekið þátt
í á árinu. Kristina var valin í lið ársins
eftir leiktíðina 2018-2019 og einnig eftir
fyrri hluta leiktíðarinnar 2019-2020.
Kristina Apostolova blak
Hafrún lék allt tímabilið 2019 með
meistaraflokki Aftureldingar og hefur
æft knattspyrnu með Aftureldingu
frá 5 ára aldri. Í Lengjubikar var hún
markahæst í riðli Aftureldingar með 5
mörk.
Í Mjólkurbikar var hún markahæst
ásamt 2 öðrum með 5 mörk. Í Íslands-
mótinu/Inkasso-deildinni lék hún 17
leiki og skoraði í þeim 5 mörk. Hafrún
Rakel var valin í Inkasso-lið ársins.
Spilaði 5 landsleiki með U17 landsliðinu
á árinu og skoraði eitt mark og 6 leiki
með U19 landsliðinu eða samtals 11
landsleiki á árinu 2019. Hafrún spilaði
með oftast hægri kant Aftureldingu,
með landsliðunum spilar hún ýmist
hægri bakvörð eða hægri kant.
Góð fyrirmynd yngri iðkenda.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir knattspyrna
Elsa Björg hlýtur nafnbótina frjáls-
íþróttakona ársins. Elsa Björg hefur
stundað frjálsar íþróttir af alúð mörg
undanfarin ár og sýnt frábært fordæmi
sem íþróttamaður.
Elsa Björg hefur keppt á mörgum
mótum fyrir hönd Aftureldingar sl. ár og
náð góðum árangri. Helst er að nefna 2.
sæti í hástökki á Meistaramóti Íslands,
2. sæti í hástökki á Stórmóti ÍR, 2. sæti
í þrístökki á Unglingalandsmótinu, 2.
sæti í hástökki á Silfurleikum ÍR og 3.
sæti í hástökki á Unglingalandsmótinu.
Elsa Björg hefur sýnt elju við æfingar og
er góð fyrirmynd ungra og upprennandi
íþróttastúlkna.
Elsa Björg Pálsóttir frjálsar
Aðalheiður Anna er fædd 1989 og búin
að vera í hestamannafélaginu Herði
alla tíð. Árið 2019 var mjög gott hjá
henni, hún varð í 2. sæti í einstakl-
ingskeppni Meistaradeildar Cintamani,
varð Íslandsmeistari í samanlögðum
fjórgangsgreinum ásamt því að fá
reiðmennskuverðlaunin Fjöður FT fyrir
góða reiðmennsku.
Aðalheiður Anna var tilnefnd á upp-
skeruhátíð hestamanna til íþróttaknapa
og knapa ársins, var í landsliði Íslands,
sýndi 20 hross í 1. verðlaun á árinu auk
þess að vera alltaf í toppsætum á öllum
þeim mótum sem hún keppti á í ár.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hestaíþróttir
Amalía gerði sér lítið fyrir og varð
stigahæst kvenna á Íslandsmótinu í
ólympískum lyftingum sem haldið var í
Mosfellsbæ í febrúar. Þar snaraði hún
66 kg og jafnhenti 91 kg. Samanlagt
lyfti hún því 157 kg og sigraði þar með í
sínum þyngdarflokki sem er -64 kg.
Amalía keppti einnig á Norðurlanda-
mótinu þar sem hún bætti sig í saman-
lögðum árangri og varð í 6. sæti.
Hún lauk síðan árinu með frábærum
árangri á jólamóti ÍSÍ þar sem hún snar-
aði 76 kg og jafnhenti 96 kg, samanlagt
172 kg. Amalía er gríðarlega efnileg og
á eftir að verða í fremstu röð íslenskra
íþróttamanna.
Amalía Ósk Sigurðardóttir kraftlyftingar