Mosfellingur - 09.01.2020, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 09.01.2020, Blaðsíða 26
 - Mosfellingurinn Sigurbjörn Grétar Eggertsson26 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. Blaksamband Íslands var stofnað árið 1972 og á næsta áratug þró-aðist blakið umtalsvert nær þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Í kjölfar stofnunar sambandsins var landslið sett á laggirnar og voru fyrstu landsleikirnir spilaðir árið 1974, við Norðmenn. Mosfellingurinn Sigurbjörn Grétar Eggertsson tók við formennsku Blaksam- bandsins sl. vor. Hann ásamt fjölda kraft- mikilla einstaklinga eru að kortleggja stöðuna til að sinna þeim fjölda verkefna sem fram undan eru til að efla íþróttina og ná sem bestum árangri. Sigurbjörn Grétar eða Grétar eins og hann er ávallt kallaður er fæddur í Reykja- vík 19. september 1967. Foreldrar hans eru þau Sigurlaug Þorleifsdóttir sjúkraliði og Eggert Karlsson bifvélavirki. Grétar á tvö systkini, Þorleif Karl f.1965 og Sesselju Kristínu f.1968. Fljótur að aðlagast nýjum heimkynnum „Fyrstu árin bjó ég á Eyrarbakka en fjölskylda mín fluttist síðan á Hjallholt á Vatnsnesi þar sem foreldar mínir tóku við búi afa míns. Ég fór í heimavist í Laugar- bakkaskóla í Miðfirði og hugsa með hlýjum hug til þeirra ára. Þegar ég var 10 ára fluttum við inn á Hvammstanga og ég var töluvert fljótur að aðlagast nýjum heimkynnum. Ég gekk í grunnskólann og uppáhaldsfögin mín voru íslenska, tungumál og saga. Ég var mikið í íþróttum og æfði margar íþróttagreinar, fótbolta, körfubolta, frjálsar íþróttir og hlaup. Ég var líka í leikhússtarfinu svo það var alltaf nóg að gera. 13 ára var ég farinn að taka að mér þjálf- un yngri barna í fótbolta og svo starfaði ég í málningarvinnu hjá Erni Guðjónssyni.“ Hafði aldrei farið til útlanda Grétar var 15 ára þegar hann var valinn af Lionshreyfingunni á Íslandi til að fara utan í mánuð á þeirra vegum. Hann átti að búa með 90 öðrum unglingum frá 30 löndum í tvær vikur og vera síðan hjá fjölskyldu eftir það. Hann gat valið úr mörgum löndum og valdi Ítalíu. „Sveitastrákurinn ég hafði aldrei farið til útlanda og hvað þá í flugvél svo það reyndi á að fara einn. Þessi ferð mótaði mig mikið og var gott veganesti út í lífið. Ég kynntist ungmennum frá ólíkum menningarheimum og fékk innsýn í þeirra líf sem var gaman.“ Langaði að prófa eitthvað nýtt Árið 1983 hóf Grétar nám við Mennta- skólann á Egilsstöðum en skólafélagar hans héldu í aðrar áttir. „Ég valdi þennan skóla því mig langaði að prófa eitthvað nýtt, ég hafði til dæmis aldrei komið til Egilsstaða. Tíminn á heimavistinni var mjög skemmti- legur, ég tók þátt í flestum lið- um í íþróttum, uppsetningum á leikritum og var um tíma formaður nemendafélagsins. Samhliða náminu starfaði ég á Vonarlandi, þjónustumiðstöð fyrir þroskahamlaða. Eftir tveggja ára dvöl fyrir austan fór ég að æfa knattspyrnu með Hetti.“ Gefandi að vera innan um börnin „Ein jólin þegar ég kom heim í frí þá var ég svo heppinn að fá vinnu á leikskólanum. Það þótti alveg nýtt að karlmaður tæki að sér starf þar en það var mjög gefandi að vera innan um börnin. Eftir útskrift úr ME hélt ég á heimaslóðir og fór að vinna aftur við að mála ásamt því að vera í boltanum. Ég fékk síðan símtal þar sem mér var boðin íþróttakennarastaða í Laugarbakkaskóla sem ég þáði. Þaðan fór ég á Skagaströnd og kenndi þar fjóra daga í viku sem þýddi að þá voru langar helgar fram undan. Við félagarnir vorum því dug- legir að fara til Reykjavíkur til að skemmta okkur. Í einni slíkri ferð hitti ég Guðrúnu Elvu Sveinsdóttur hárgreiðslumeistara. Guðrún er frá Egilsstöðum og við vissum hvort af öðru þar. Við eigum saman tvær dætur, Thelmu Dögg f.1997 og Daníelu f. 2002.“ Fluttu til Egilsstaða „Ég flutti suður og hóf störf hjá Lækja- rási, dagvistun fyrir þroskahamlaða. Síðan fór ég yfir til Hrafnistu og fór að huga að öldruðum ásamt því að þjálfa yngri flokka í knattspyrnu. Ég hef lært mikið á því að vinna með börnum, þroskahömluðum og öldruðum. Árið 1993 fengum við Guðrún boð um að flytjast til Egilsstaða sem við þáðum. Ég fór að spila með Hetti og Guðrún sinnti hár- greiðslustörfunum. Við fluttum svo aftur suður og keyptum okkur íbúð í Árbænum og síðar í Grafarvogi. Ég starfaði við sölu og þjónustu hjá Málningu, Harðviðarvali og TVG Zimsen en frá árinu 2000 hef ég starfað sem ráðgjafi hjá Motus. Ég skellti mér í fjarnám í viðskiptafræði og lauk því námi árið 2005 frá Háskólanum á Akureyri.“ Heppinn að fá að taka þátt í þessu „Við fjölskyldan fluttum í Mosfellsbæ árið 2002 og hér líkar okkur vel að vera. Guðrún fór að taka þátt í blakinu hjá Aftureldingu og Thelma dóttir okkar líka. Ég hélt mig við fótboltann og spilaði með Umfus í dágóðan tíma. Fljótlega fór ég svo að sinna yngri flokka starfinu í blakdeildinni. Þá var búið að ákveða að setja á fót meistaraflokk kvenna til að keppa í efstu deild. Ég var svo hepp- inn að fá að taka þátt í þessu verkefni ásamt fleirum. Ég var í stjórn meistaraflokksins í um fimm ár og þetta var áhugaverður og krefj- andi tími. Blakið var á þessum tíma að ná góðum árangri og hefur verið ein af sterkum stoðum Aftureldingar. Í gegnum árin hafa margir góðir einstaklingar unnið frábært starf í deildinni en það er óhætt að segja að Guðrún Kristín formaður deildarinnar hafi borið hitann og þungann af þessu frá upphafi og gert það með glæsibrag.“ Við eigum eftir að gera svo margt Grétar ákvað að hætta í stjórn blakdeildar Aftureldingar vorið 2018 en um haustið var haft samband við hann og hann spurður að því hvort hann væri tilbúinn til að bjóða sig fram til formanns Blaksambands Íslands. Hann tók sér góðan umhugsunarfrest, sló til og var kosinn formaður á ársþingi BLÍ þann 30. mars 2019 til tveggja ára. „Það eru mörg verkefni og áskoranir fram undan því blakið á svo mikið inni en það er einmitt meginástæða þess að ég tók þetta starf að mér. Við höfum verið að kortleggja núverandi stöðu og eigum eftir að gera margt til að efla íþróttina, keppnis- lega, útbreiðslulega og ekki síst kynna hana mun betur fyrir fólki Í hreyfingunni er fjöldi kraftmikilla ein- staklinga sem eru tilbúnir að lyfta blakinu hærra og ná meiri árangri svo það eru bara spennandi tímar fram undan,“ segir Grétar brosandi er við kveðjumst. Sveitastrákurinn ég hafði aldrei farið til útlanda og hvað þá í flugvél svo það reyndi á að fara einn. Þessi ferð mótaði mig mikið og var gott veganesti út í lífið. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is HIN HLIÐIN Fallegasti staður á Íslandi? Hvítserkur á Vatnsnesi. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Þegar ég sendi út boð á ýmsar uppákomur til fjölskyldu minnar úr símanum mínum án þess að vita af því. Þar á meðal á jazztónleika í Berlín sem voru haldnir sama kvöld og boðið fór út. Uppáhaldsrakspírinn? YOU frá Armani. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Íþróttakennari. Bestu kaup sem þú hefur gert? Kaupin á Hulduhlíð 4. Hvað færðu þér á pylsu? Allt nema hráan lauk. Ef þú mættir taka með þér leynigest í matarboð, hver yrði fyrir valinu? Ég hefði áhuga á taka Jurgen Klopp með í slíkt matarboð. Gæti verið mjög áhugavert að fá að kynnast persónunni og þeim aðferðum sem hann beitir. Hvað getur þú sjaldnast staðist? Að fara með góðum vinum í veiði, hvort sem það er stangveiði eða skotveiði. Fjölskyldan: Grétar, Thelma Dögg, Daníela, Guðrún. á fermingardaginn Blakið á svo mikið inni Sigurbjörn Grétar Eggertsson ráðgjafi og formaður Blaksambandsins segir mörg verkefni fram undan til að efla íþróttina á góðum degi fjölskylda á fjöllum spilað með hetti HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 PÖBB QUIS MEÐ HJÁLMARI OG HELGA HJÖBB QUIZ STÓRSKEMMTILEGT FÓTBOLTA- QUIZ HJÖRVARS HAFLIÐA FIM. 23. JAN FÖS. 31. JAN FIM. 30. JAN KL. 21:00 FIM. 16. JAN BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI 12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. (FER EFTIR STÆRÐ) 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR. BREKKUSÖNGUR HA PP Y HO UR 2 1- 23 Á B AR NU M RÚ TA Í BÆ IN N BIGGI SÆVARS FRÁ KL. 22 TIL 00 PÖBB QUIZ HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 NEI. HÆTTU NÚ ALVEG VILLI NAGLBÍTUR ALLTAF NÓG UM AÐ VERA Á SPORTBARNUM FYLGSTU MEÐ DAGSKRÁNNI Á FACEBOOK.COM/KEILUHOLLIN FIM. 9. JANÚAR F U LL OR ÐI NS McGREGOR LAU. 18. JAN HVAR VERÐUR ÞÚ? Pantaðu borð : keiluhollin@keiluhollin.is C O W B O Y vs. HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 HAPPY HOUR FRÁ KL. 21-23 Happy Hour á barnum frá kl. 21 fram að bardaga 50% afsláttur í keilu frá kl. 23 fram að bardaga Eldhúsið opið fram að bardaga Tilboð á kjúklingavængjum og pizzu með 2 áleggjum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.