Mosfellingur - 09.01.2020, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 09.01.2020, Blaðsíða 10
Mosfellingum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins. Fjöldi tilnefninga barst í gegnum heimasíðu blaðsins Mosfellingur.is. Mörg skemmtileg ummæli fylgdu með, eins og sjá má hér til hliðar. Valgerður Magnúsdóttir - Yfirmaður á Eirhömrum. Alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla, heldur betur góð kona þarna á ferð. Aron Sigurvins - Þvílíkur dugnaður og kraftur. Þarf að koma sér í lag eftir bílslysið og ganga í gegnum krabbameinsmeð- ferð á sama tíma. Algjör hetja. GDRN - Framúrskarandi og flott tónlistarkona sem á nafnbótina sannarlega skilið. Simmi Vill - Fyrir að opna stað sem var klárlega vöntun á í frábæra bæinn okkar – Magnaður. Birta Abiba - Fallegust allra - flott fyrirmynd og öflugur talsmaður fyrir Ísland í Miss Universe. Maggi Már - Einn efnilegasti þjálfari landsins, með öflugra Aftureldingarhjarta. Auk þess stýrir hann miðlinum fotbolti.net. Þengill Oddsson - Farsæll læknir Mosfellinga um áratugaskeið. Virtur toppmaður í alla staði. Vibeke Þorbjörnsdóttir - Hún hefur unnið hjá Mosfellsbæ og sinnt starfi sínu í þágu fatlaðra af einstakri natni. Halla Karen - Frábær fyrirmynd þegar kemur að því að huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Síðast en ekki síst að koma af stað hreyfingu eldri borgara. Starfsfólk Varmárskóla - Mikið hefur mætt á frábæru starfsfólki skólans sem á allt gott skilið og gott hrós. Berta Þórhalladóttir - Já- kvæðnin og útgeislunin smitar alla sem að henni koma. Farsæll kennari og líkamsræktarfrömuður. Gunna Stína - Hefur séð um blakdeildina eins og hetja. Björgunarsveitin Kyndill - Fyrir óeigingjarnt starf, taka mikinn þátt í samfélagi Mosfellinga sem og auðvitað sinna útköllum. - Mosfellingur ársins10 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson Steindi Jr. slær í gegn með Steindanum okkar og á vinsælasta lag landsins. 2009 Embla Ágústsdóttir Lætur fötlun ekki stöðva sig í að lifa lífinu. Miðlar af reynslu sinni og lífssýn. 2008 Albert Rútsson Athafnamaður sem opnaði glæsilegt hótel í Mosfellsbæ, Hótel Laxnes. 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson Sundlaugarvörður í Lágafellslaug sem bjargar lífi tveggja ára stúlku. 2006 Hjalti Úrsus Árnason Kraftakarl sem frumsýndi heimildar- myndina um Jón Pál Sigmarsson. 2005 Sigsteinn Pálsson Stórbóndi á Blikastöðum sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir Ævintýralegt ár hjá söngkonunni sem m.a. keppti fyrir Ísland í Eurovision. 2011 Hanna Símonardóttir Sjálboðaliði hjá Aftureldingu í 14 ár og aðal driffjöðurin í starfi félagsins. 2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd. Snéri við blaðinu og varð fyrsti sigurvegari Biggest Loser á Íslandi. 2013 Hljómsveitin Kaleo Skaust upp á stjörnuhimininn eftir sína fyrstu plötu og Vor í Vaglaskógi. 2016 Guðni Valur Guðnason Kringlukastari og Ólympíufari sem náði miklum árangri á stuttum tíma. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir Vann þrekvirki að verða fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermarsundið. 2018 Óskar Vídalín Kristjánsson Einn af stofnendum Minningarsjóðs Einars Darra eftir fráfall sonar hans. 2017 Jón Kalman Stefánsson Einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar til fjölda ára. Orðaður við Nóbelinn. Hilmar Elísson er Mosfellingur ársins • Bjargaði manni frá drukknun „Ég var bara einn hlekkur í keðju sem vann gott verk“ margar tilnefningar til mosfellings ársins 2019 Mosfellingur ársins 2019 er Hilmar Elísson. Hilmar sem er húsasmíðameistari og rekur fyrirtækið H-verk er meðlimur í karlaþrekinu í World Class og fastagestur í Lágafellslaug. Þann 28. janúar 2019 ákvað Hilmar að fá sér sund- sprett eftir æfingu. Það má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum stað því hann bjargaði sund- laugargesti frá drukknun sem hafði verið við köfun í lauginni. Sá strax að þarna var ekki allt með felldu „Þegar ég var að synda eftir æfinguna sá ég mann liggja á botninum, þetta var í dýpri enda laugarinnar og ég sá strax að þarna var ekki allt með felldu. Ég kaf- aði eftir manninum, það tókst ekki í fyrstu tilraun en í annari tilraun náði ég til hans. Ég náði svo að kalla á hjálp við að koma manninum upp á bakkann,“ segir Hilmar. „Það var heppilegt að á staðnum var maður sem starfað hefur sem slökkviliðsmaður í fjöldamörg ár og kunni vel til verka í svona aðstæðum. Okkur tókst að koma manninum upp á bakkann og þá hófust strax lífgunartilraunir.“ Sjokkið kom ekki fyrr en eftir á „Það var strax farið að hnoða hann en það leið allavega mínúta þar til hann fór að sýna smá lífsmark. Sjúkraflutningamennirnir voru fljótir á staðinn enda gott að vita af þeim í nágrenninu. Það er mjög skrítið að lenda í svona aðstæðum, maður framkvæmir bara ósjálfrátt eftir bestu getu en fær svo svolítið sjokk á eftir þegar maður áttar sig á hvað hefur gerst. Þetta er ekki skemmtileg upplifun en það var gott að allt fór vel en allir aðilar sem komu að þessu, starfsmenn og aðrir, stóðu sig með prýði. Ég var bara einn hlekkur í keðju sem vann gott verk,“ segir Hilmar að lokum og þakkar þann heiður sem honum er sýndur með nafnbótinni Mosfellingur ársins. hilmar elísson tekur við viðurkenn- ingunni úr höndum hilmars gunn- arssonar ritstjóra mosfellings UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Í tilefni af þriggja ára afmæli Jeep® umboðsins á Íslandi bjóðum við Jeep® Compass Limited hlaðna lúxusbúnaði á ótrúlegu tilboðsverði • Leðurinnrétting með rafdrifnum sætum • Leðurklætt aðgerðarstýri • • Hiti í stýri og framsætum • • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • • Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með loftkælingu • Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar • Bluetooth til að streyma tónlist og síma • Svart þak • 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting • Select-Terrain fjórhjóladrif með 4 drifstillingum • Bakkmyndavél • Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan • Árekstrarvari • LED dagljós og LED afturljós • 18” álfelgur • Blindhorns- og akreinavari • Fjarlægðarstillur hraðastillir • Leggur sjálfur í stæði JEEP® COMPASS LIMITED jeep.is FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.424.000 KR. - TILBOÐ: 5.990.000 KR. TAKMARKA Ð MAGN 5.990.000 kr.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.