Mosfellingur - 09.01.2020, Page 8
Risa þorrablót fram
undan í íþróttahúsinu
Hið árlega þorrablót Aftureldingar
fer fram í íþróttahúsinu að Varmá
laugardaginn 25. janúar. Miðasala
og borðaúthlutun fer fram föstudag-
inn 17. janúar kl. 17 á Barion. Líkt
og fyrr er aðeins hægt að taka frá
sæti gegn keyptum miða. En hægt
er að festa sér svokölluð VIP borð
fyrir fram. VIP borðin eru 10 manna
hringborð fyrir miðju salarins og
með þeim fylgja fljótandi veigar og
fleiri forréttindi. Dagskráin verður
með hefðbundnu sniði en sem fyrr
mun Geiri í Kjötbúðinni sjá um
veislumatinn. Boðið verður upp á
hefðbundinn þorramat og eitthvað
girnilegt fyrir þá sem ekki þora í
þorrann. Kynnir kvöldsins er Þor-
steinn Hallgrímsson og tríóið Kókos
sér um söng og almenna gleði. Mos-
cow Mule barinn verður á sínum
stað og hið vinsæla lukkuhjól. Fyrir
dansi spilar svo hljómsveit Tomma
Tomm og munu þau Erna Hrönn,
Matti Matt og Stefán Hilmarsson
stíga á stokk auk Hr. Hnetusmjörs
sem mun taka nokkur lög á ballinu.
Blótið er stærsta fjáröflun barna-
og unglingastarfs handbolta- og
knattspyrnudeildar Aftureldingar.
Allir Mosfellingar eru hvattir til
að láta sjá sig og eiga skemmtilega
stund með sveitungum.
Mest lesnu fréttirnar á
Mosfellingur.is árið 2019
Jafnrétti í íþróttum
aðsend grein | [...] Það er þó
eitt sem situr í mér á árinu 2019.
Hvernig er jafnréttinu háttað í
íþróttum barnanna okkar? Er það jafnrétti
að á sama fótboltamóti í sama bæjarfélagi
sjá stelpurnar sjálfar um skemmtiatriðin
með hæfileikakeppni meðan strákarnir
fara í skrúðgöngu og fá skemmtiatriði frá
skemmtikrafti?
Eða
Á sambærilegum fótboltamótum er stelpum 9–10 ára boðið upp á Tímon og Púmba sem
hentar kannski á leikskóla og strákarnir hlusta á Jón Jónsson skemmta...
Breyta banka í bar
frétt | Miklar framkvæmdir
standa yfir í húsinu sem áður hýsti
Arion banka í miðbæ Mosfells-
bæjar. Félagarnir Sigmar Vilhjálmsson
og Vilhelm Einarsson ætla að breyta
Arion í Barion. „Hér mun opna sportbar,
hverfisbar, veitingastaður eða hvernig
sem við viljum orða það. Við erum að búa
til félagsheimili fullorðna fólksins. Þetta verður ekki beint mathöll en alla vega tveir
matsölustaðir á einum stað og Hlölli hluti af því. Við munum bjóða upp á steikur, salöt,
rif, borgara og almennt góðan mat ...
Sameiginleg forsjá
hefur mjög lítið gildi
Viðtal | Eva Björk Sveinsdóttir
verkefnastjóri hjá KPMG lætur sig
málefni fráskildra foreldra varða.
Barn getur aðeins átt eitt lögheimili og
það telst eiga fasta búsetu þar sem það á
lögheimili. Það getur því oft reynst erfið
ákvörðun fyrir foreldra sem standa í skilnaði hvar skuli skrá barnið eða börnin. Oftar en
ekki eru foreldrar hvattir af fulltrúum sýslumanns að fara út í sameiginlega forsjá ...
Á www.mosfellingur.is eru birtar helstu fréttir úr blaðinu
13. janúar
4. júlí
3. október
3
2
1
FaMos með námskeið
um Mosfellsheiði
Félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos)
heldur námskeið um Mosfellsheiði
í janúar og febrúar. Kennt verður
á Eirhömrum á þriðjudögum kl.
17-19, í fyrsta skipti 14. janúar.
Kennari er Bjarki Bjarnason, einn
af höfundum Árbókar Ferðafélags
Íslands 2019 sem fjallar um heiðina.
Mosfellsheiði lætur ekki mikið yfir
sér við fyrstu sýn, þar er þó býsna
fjölbreytt náttúra og landslag og
margs konar mannvistarleifar. Þar
gefur að líta seljarústir, fjöldann
allan af vörðum, gamlar þjóðleiðir,
fjárréttir, skotbyrgi og sæluhúsa-
rústir. Heiðin var fjölfarin á fyrri tíð,
um hana fóru m.a. bændur í kaup-
staðarferð, vermenn á leið á vertíð
við Faxaflóa, fólk á leið á Alþingi á
Þingvöllum og Danakonungar sem
sóttu íslenska þegna sína heim við
ysta haf.
Á námskeiðinu mun Bjarki fjalla um
heiðina frá öllum sjónarhornum og
styðjast við ljósmyndir og ritaðar
heimildir í umfjöllun sinni. Næsta
vor verður farið í skemmtiferð
umhverfis Mosfellsheiði. Þátttaka í
námskeiðinu tilkynnist til Benedikts
Steingrímssonar, netfang hans
er bs@isor.is og sími 8649409.
Þátttökugjald er 8.000 krónur.
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá 15–16.
Ingólfur Hrólfsson formaður
s. 855 2085 ihhj@simnet.is
Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður
s. 896 5700 bruarholl@simnet.is
Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri
s. 863 3359 margretjako@gmail.is
Snjólaug Sigurðardóttir ritari
s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is
Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi
s. 898 3947 krist2910@gmail.is
Halldór Sigurðsson 1. varamaður
s. 893 2707 dori007@simnet.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
StJÓrn FaMoS
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fraM undan í starfinu
opið hús/menningarkvöld
Opið hús/menningarkvöld verður mánu-
daginn 13. janúar í Hlégarði kl. 20:00.
Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur
mun gleðja okkur
með eftirhermum og
öðrum skemmtileg-
heitum eins og hon-
um er einum lagið.
Kaffinefndin verður
svo með sitt rómaða
kaffihlaðborð að
venju. Aðgangseyrir
er kr. 1.000 (posi er ekki á staðnum).
Menningar- og skemmtinefnd FaMos
Vatnsleikfimi jan-maí
Byrjar 13. janúar. Mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl.11:20.
Þátttökugjald: Einu sinni í viku - kr. 3.500.
Tvisvar í viku - kr. 7.000, þrisvar í viku - kr.
10.500. Munið skráningu í fyrstu tímum
og greiðslu þátttökugjalds. Vinsamlegast
komið með félagsskírteini - posi ekki á
staðnum. Íþróttanefnd FaMos.
tréútskurðarnámskeið
Hefst miðvikudaginn 8. jan kl. 19:00 í
kjallara Eirhamra, nokkur laus pláss. Þeir
sem hafa áhuga á að bætast í hópinn
láti vita á elvab@mos.is eða í sími 586-
8014/698-0090. Kennari Stefán Haukur.
Gler og leirnámskeið Fríðu
Laust á gler og leirnámskeið hjá Fríðu
fimmtud. og föstud. Þeir sem vilja bætast
í hópinn láti vita á elvab@mos.is eða í
síma 586-8014/698-0090.
lEIKFIMI EldrI BorGara
Byrjar fimmtudaginn 9. jan. Kennari er
Karin Mattson og verða tveir hópar.
Hópur 1 kl. 10:45 / Hópur 2 kl. 11:15.
Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í því að
búa í Heilsueflandi samfélagi Mosfellsbæ.
Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum.
Öllum velkomið að mæta og vonum við
svo sannarlega að fólk nýti sér leikfimina.
Endurminningaleikhús
Þann 22. janúar hefst nýtt námskeið í
Endurminningaleikhúsi. Andrea Katrín
Guðmundsdóttir leikkona og leikstjóri
stóð fyrir samskonar námskeiði í lok árs
2019 sem hlaut jákvæðar undirtektir.
Staður: Íþróttasalurinn Eirhömrum.
Stund: Miðvikud. og föstud. kl. 13–14.30.
12 skipti samtals. Þátttökugjald er 8.000
kr. fyrir námskeiðið. Á námskeiðinu munu
þátttakendur rifja upp gamlar minningar
með því að spjalla saman, hlusta á tónlist,
gera leiklistaræfingar og margt fleira
skemmtilegt. Markmið námskeiðsins er
fyrst og fremst að hafa gaman í góðum
félagsskap og að fá tækifæri til að rifja
upp gamla tíma. Námskeiðinu lýkur svo
með leiksýningu, þar sem þátttakendur
deila endurminningum sínum með
áhorfendum. Hægt er að skrá sig í
þjónustumiðstöðinni, hringja í síma 698-
0090 og 568-8014 eða senda tölvupóst á
netfangið: elvab@mos.is.
GÖnGUHÓPUrInn 60+
Auglýsingin okkar um nýjan gönguhóp
vakti frábær viðbrögð og greinilegt er að
það er fullt af fólki sem langar í rösklegar
göngur og því fögnum við mjög. Ætlum
við að hafa fyrsta fund okkar sem verður
fundur ekki ganga kl. 14:00 þriðjudaginn
14. janúar í Vallarhúsinu að Varmá (hvíta
húsið við bílaplanið). Þar munum við
ræða tímasetningar og hvernig við sjáum
þetta fyrir okkur. Sérstakur gestur hjá okk-
ur verður Guðjón Svanson heilsuþjálfari.
Við viljum danS
Okkur langar að kanna áhuga ykkar á
dansi fyrir eldri borgara sem yrði einu
sinni í viku í íþróttahúsinu, áætlað að
byrja í febrúar. Mjög líklega á miðvikudegi
eftir hádegi. Auður Harpa danskennari
hefur stjórnað með sinni frábæru
útgeislun dansi í Hafnarfirði, Garðabæ og
Reykjavík og er loksins tilbúin að koma til
okkar í Mosó. Dansarnir eru auðveldir og
skemmtilegir og henta jafn konum sem
körlum og tónlistin er frábær. Þið sem
hafa áhuga á að vera með skráið ykkur.
ÝMISlEGt
Félagsvistin byrjar aftur 10. janúar
kl. 13:00. Brigde á þriðjudögum kl. 13:00
og KanaSta kl. 13:15 á fimmtudögum.
GaMan SaMan byrjar 23. janúar.
listmálunarnámskeið
Hefst 28. janúar kl. 12:30-15:30. Boðið
verður upp á 7 skipta námskeið í málun
með akríl/olíulitum. Námskeiðið er ætlað
byrjendum en líka þeim sem hafa málað
eitthvað. Fólk mætir með sína striga,
liti (olíu- eða akríl) og pensla, en trönur
og litir til að bjarga sér eru á staðnum.
Leiðbeinandi er Hannes Valgeirsson
kennari, myndlistarmaður og málari.
Skráningar krafist.
- Fréttir úr bæjarlífinu8 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar leita að öflugum lögmanni til starfa
Lögmaður Mosfellsbæjar
Sálfræðingur sinnir sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla bæjarins
Sálfræðingur óskast til starfa