Mosfellingur - 09.01.2020, Page 6

Mosfellingur - 09.01.2020, Page 6
 - Fréttir úr Mosfellsbæ6 Björgunarsveitin Kjölur orðin 70 ára Björgunarsveitin Kjölur átti 70 ára afmæli þann 29. desember 2019. Sá dagur árið 1949 markar upphaf sögu slysavarna og björgunarstarfa á Kjalarnesi. Stofnfundur slysavarna- deildar á Kjalarnesinu var haldinn að Klébergi og mættu um 60 manns á fundinn. Slysavarnadeildin beitti sér strax fyrir því að stofnuð yrði björgunarsveit innan deildarinnar og að fluglínutæki fengist í hrepp- inn. Mikill kraftur var í starfinu frá upphafi og nánast allir íbúar Kjalarnesshrepps félagsmenn. Út- köllum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú um 75-80 á ári. Tækjakostur og búnaður björgunarsveitarinnar hefur breyst mikið og þróast til hins betra. Hins vegar hafa hugsjón og markmið ekkert breyst nú 70 árum síðar – að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. World Class stöðin stækkar um helgina Líkamsræktarstöðin World Class í Mosfellsbæ mun taka í notkun nýja 940 m2 viðbyggingu á laugardaginn. Líkamsræktarstöðin, sem fyrsta var opnuð í Lágafellslaug í desember 2007, mun því stækka um helming. World Class mun bjóða upp á stærri tækjasal, infrared heitan sal, hjóla- sal með ic7 hjólum, fjölnota sal, tvo nýja búningsklefa, infrared gufu, þurrgufu og auðvitað aðgang að Lágafellslaug. Mosfellsbær og World Class undirrituðu samning vegna stækkunar á íþrótta- og líkamsrækt- araðstöðu í Lágafelli sumarið 2017. Nánar verður fjallað um endurbætta stöð World Class í næsta blaði. Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðis- ins hefur í samvinnu við Rauða krossinn, björgunarsveitir og Vegagerðina sett upp skilti við Vesturlandsveg, fyrsta skilti sinnar tegundar, til að beina fólki að fjöldahjálp- arstöð sem staðsett er í Klébergskóla á Kjalarnesi. Sú fjöldahjálparstöð er hvað oftast opnuð sökum veðurs, að minnsta kosti 5 sinnum á síðasta ári. Sjálfboðaliðar standa vaktina Fólkið sem stendur vaktina í fjöldahjálp- arstöðinni í Klébergskóla er sjálfboðaliðar Rauða krossins, en einnig starfsmenn og stjórnendur skólans, sem er mikill kostur þar sem þau þekkja bæði til skólans og svæðisins. Þegar veður skellur á leggja þau niður sín störf og fara frá fjölskyldum sín- um til þess að aðstoða. Mikill fjöldi fólks, sérstaklega erlendir ferðamenn, á leið þarna um og yfir vetrar- tímann og þarf við ákveðnar aðstæður að loka veginum vegna veðurs. Í kjölfarið er nauðsynlegt að opna fjöldahjálparstöð þar sem fólk getur fengið skjól á meðan versta veðrið gengur yfir. Það hafði borið á að fólk vissi ekki hvert það gæti farið og hvar stöðin væri. Auðveldar fólki að komast í skjól „Mikilvægt er að virða lokanir, en allur akstur er bannaður á leiðum meðan lok- anir standa yfir. Jafnframt á Vegagerðin auðveldara með að hreinsa götur og ryðja vegi til þess að hægt sé að opna þá strax og viðvörun fellur úr gildi. Með þessu skilti vonumst við til þess að auðvelda fólki að komast í skjól á sem ör- uggastan hátt,“ segir Jón Viðar Matthíasson framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Skilti við Vesturlandsveg • Fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi Fyrsta skilti sinnar tegundar skiltið hefur þegar sannað gildi sitt Takk fyrir sTuðninginn 30 X 50 CM Félagar í Björgunarsveit- inni Kyndli þakka bæjar- búum fyrir stuðninginn á árinu sem var að líða og óska þeim velfarnaðar á nýju ári.  -Kveðja  félagaríKyndli ÁSAMT HLJÓMSVEIT TOMMA TOMM KYNNIR ÞORSTEINN HALLGRÍMSSON MATTI MATT · ERNA HRÖNN HERRA HNETUSMJÖR & STEFÁN HILMARSSON ÞORRABLÓT AFTURELDINGAR TRÍÓIÐ KÓKOS HLAÐBORÐ FRÁ GEIRA Í KJÖTBÚÐINNI MIÐASALA & BORÐAPANTANIR á veitingastaðnum BARION (Þverholti 1) FÖSTUDAGINN 17. JANÚAR KL. 18:00 - Hægt er að taka frá sæti gegn keyptum miðA MIÐAVERÐ 9.500 KR. - 20 ára aldurstakmark - MIÐI EFTIR KL. 23:30 - Í FORSÖLU 2.500 KR. - VIÐ INNGANG 3.500 KR. MIÐASALA HEFST FÖSTUDAGINN 17. JANÚAR ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL BARNA- OG UNGLINGASTARFS AFTURELDINGAR Í ÍÞRÓTTAHÚSINU AÐ VARMÁ LAUGARDAGINN 25. JANÚAR 2020 ÁSAMT HLJÓMSVEIT TOMMA TOMM A TI MATT · ERNA HRÖNN & STEFÁN HILM RSSON ÞORRABLÓT AFTURELDINGAR TRÍÓIÐ KÓKOS HLAÐBORÐ FRÁ GEIRA Í KJÖTBÚÐINNI MIÐASALA & BORÐAPANTANIR á veitingastaðnum BARION (Þverholti 1) FÖSTUDAGINN 17. JANÚAR KL. 18:00 - Hægt er að taka frá sæti gegn keyptum miðA MIÐAVERÐ 9.500 R. - 2 ára aldurstakmark - MIÐI EFTIR KL. 23:30 - Í FORSÖLU 2.500 KR. - VIÐ INNGANG 3.500 KR. IÐASALA HEFST FÖSTUDAGINN 17. JANÚAR ALL R ÁGÓÐI RENNUR TIL BARNA- OG UNGLINGASTARFS AFTURELDINGAR Í ÍÞRÓTTAHÚSINU AÐ VARMÁ LAUGARDAGINN 25. JANÚAR 2020 Föstudaginn 7. janúar kl 7: Bílalökkun Kópsson hefur um árabil rekið réttingar- og málningarverkstæði fyrir öll tryggingarfélög landsins, ásamt standsetn- ingum og aukahlutaásetningum fyrir flest bifreiðaumboðin. Fyrirtækið er nú flutt að Völuteigi 11 og hefur starfsemi í Mosfellsbæ nú á nýja árinu en starfsmenn fyrirtækisins eru sjö talsins. Haldið var opnunarteiti á nýjum stað rétt fyrir jólin. Byrjaði í Atlanta húsinu árið 1998 Brynjar Smári Þorgeirsson eigandi fyrir- tækisins byrjaði í raun árið 1996 að rétta og mála bíla í gamla Atlanta húsinu að Völu- teig í Mosfellsbæ. Flutti síðan starfsemi sína á Höfðann 1999, er hann verslaði fyrirtækið Bílaþrif Kópsson og rekur enn ásamt því að færa út kvíarnar og versla gamalgróið Málningarverkstæði á Skemmuvegi í Kópa- vogi (Bílalökkunin hf.) árið 2004. Fyrirtæki sem rekið hefur verið af sömu fjölskyldunni síðan 1973. Eins umhverfisvænt og kostur er Farið var í stærra og betra húsnæði að Smiðjuvegi 68 Kópavogi, þar sem að fyr- irtækin Bílalökkun og Kópsson voru rekin undir einu og sama þakinu. Það var svo árið 2019 sem tekin var ákvörðun um að fara í gríðarmiklar endurnýjanir á tækjakosti fyrirtækisins, þar sem stefnan var tekin á eins umhverfisvænt fyrirtæki og kostur væri á. Í því fólst að stærra húsnæði sem endar með því að fyritækið er nú komið í 665 fm fasteign að Völuteigi. Verslaðir voru nýir hlutir til rekstursins og þar má helst telja vatnskynntan máln- ingarklefa og grunnklefa frá OMIA ásamt tveimur af fullkomnustu réttingarbekkjum sem völ var á frá Car-Oliner ásamt lyftum og öllu er góðu og vottuðu verkstæði sæ- mir,“ segir Brynjar Smári. Réttingar- og málningarverkstæði flutt að Völuteigi 11 • Starfsemin á fullt á nýju ári Bílalökkun Kópsson í Mosó andrea sigurðardóttir og brynjar smári þorgeirsson

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.