Mosfellingur - 09.01.2020, Qupperneq 16
Kosning
á www.mos.is
Útnefning á íþróttafólki
Mosfellsbæjar 2019
Arnar þjálfar í fjórum af sterkustu
félögum landins og æfir enn og keppir
sjálfur. Hann er fastamaður í landsliði
Íslands í sparring. Hann vann gullverð-
laun á bikarmóti þrjú og á Íslandsmóti
í bardaga.
Það sem bar hæst á árinu var þegar
Arnar keppti á European Masters
Games og uppskar silfur í A-styrkleika-
flokki 45 ára og eldri -80 kg í Torino á
Ítalíu. Það sem gerir þetta silfur gulli
betra er að hann handarbrotnaði í
upphafi bardagans en harkaði af sér og
kláraði bardagann sem tapaðist 15-19.
Arnar Bragason taekwondo
Handknattleiksdeild Aftureldingar
tilnefnir Birki Benediktsson sem hand-
knattleiksmann ársins 2019. Birkir er á
meðal markahæstu manna Olísdeildar
karla á yfirstandandi tímabili og hefur
vakið mikla athygli. Birkir hefur verið
máttarstólpi í liði Aftureldingar síðast-
liðinn áratug þrátt fyrir ungan aldur.
Birkir hefur verið á meðal markahæstu
manna liðsins undanfarin ár ásamt því
að vera afar öflugur varnarmaður. Hann
hefur vakið áhuga út fyrir landsteinana
og stefnir ótrauður á atvinnumennsku
á komandi misserum. Auk þess hefur
Birkir tekið þátt í B-landsliðsverkefnum
á vegum HSÍ. Birkir er glæsilegur
fulltrúi handknattleiksdeildar Aftureld-
ingar.
Birkir Benediktsson handknattleikur
Friðbjörn er ótrúlegur íþróttmaður sem
hefur skotist á toppinn á undraverðum
hraða. Hann byrjaði árið með því að
verða þriðji á Reykjavíkurleikunum og
setti þar 4 íslandsmet. Næst sigraði
hann á bikarmótinu í klassískum
kraftlyftingum og setti þar 4 Íslands-
met. Því næst varð hann 6. á Vestur-
Evrópumótinu, lyfti 642 kg í samanlögðu
í 83 kg flokki. Friðbjörn sigraði með
yfirburðum á Íslandsmótinu í klassísk-
um kraftlyftingum og setti 5 Íslandsmet.
Hann endaði árið með því að keppa
á Evrópumótinu í Kaunus í Litháen.
Þar varð hann þrettándi og setti nýtt
Íslandsmet í hnébeygju og skaust upp
í fyrsta sæti karla á stigum með 674,74
stig. Friðbjörn er í meistaranámi í
íþróttafræði við HR.
Friðbjörn Bragi Hlynsson kraflyftingar
Guðni er 28 ára gamall og keppir í
rallakstri undir merkjum Bifreiða-
íþróttaklúbbs Reykjavíkur (BÍKR).
Árið 2019 varð Guðni Íslandsmeistari
aðstoðarökumanna í AB-varahluta-
flokki. Þetta var 5. Íslandsmeistaratitill
hans í rallakstri en hann hefur keppt
í yfir 40 keppnum á síðastliðnum 11
árum, bæði sem ökumaður og aðstoð-
arökumaður. Guðni hefur einnig sinnt
keppnishaldi og félagastarfi í íþróttinni
en hann var formaður BÍKR 2017-2019.
Ökumaður Guðna 2019 var Jósef Heimir
Guðbjörnsson en þeir félagar sigruðu í
tveimur af fjórum keppnum sumarsins
og lentu í 2. sæti í einni keppninni,
einungis 10 sekúndum á eftir næsta bíl.
Guðni segist vera hvergi nærri hættur
og stefnir á enn eitt tímabilið árið 2020.
guðni Freyr Ómarsson akstursíþróttir
Guðmundur er frjálsíþróttamaður
ársins í Mosfellsbæ. Hann hefur
átt frábært ár í keppnum og keppt í
mörgum greinum á árinum með góðum
árangri. Helst er að nefna að hann varð
Íslandsmeistari í kúluvarpi pilta 16-17
ára bæði innan og utanhúss. Hann varð
einnig í 1. sæti í kúluvarpi á Silfurleik-
um ÍR, 2. sæti í kúluvarpi á Stórmóti
ÍR, 3. sæti í fjölþraut á Meistaramóti
Íslands innanhúss og 3. sæti í kringlu-
kasti á vormóti HSK. Náði með árangri
sínum í kúluvarpi á árinu að tryggja sér
sæti í Úrvalshópi Frjálsíþróttasambands
Íslands fyrir næsta keppnisár sem er
frábær árangur. Guðmundur Auðunn
hefur sýnt af sér góða fyrirmynd í
frjálsum íþróttum og verið hvatning fyrir
marga yngri iðkendur.
guðmundur Auðunn Teitsson frjálsar
Eyþór er 18 ára Íslands og bikarmeistari
í TT tímatöku Junior. Aðalgrein er Road
Race, þar keppti hann í elite-flokki en
ekki í junior-flokki. Þetta var hans fyrsta
ár sem hann keppti erlendis, hann tók
þátt í þremur stórum mótum í Svíþjóð
og Hollandi og endaði á EM í Alkmaar í
Hollandi.
Eyþór var í um 4 mánuði erlendis við
æfingar og keppni á árinu.
Eyþór Eiríksson hjólreiðar
Benedikt Ólafsson býr í Mosfells-
dalnum og er stoltur Harðarfélagi.
Hann hefur stundað hestamennsku
alla tíð og eyðir hann öllum stundum í
hesthúsinu heima hjá sér. Hann vann
marga góða sigra á síðasta ári eins og
Hrímnismótaröðina og var í fyrsta sæti
í tölti og fjórgangi á Íþróttamóti Harðar.
Hann vann gæðingaskeið í Spretti, sigur
lá í tölti á Sleipnismótinu og á mjög
sterku Reykjavíkurmeistaramóti tók
hann fyrsta sæti í tölti og gæðingaskeiði
og annað sæti í fimmgangi. Sigurinn var
hans i gæðingakeppni Harðar í ungl-
ingaflokki og A-flokki ungmenna og var
hann á verðlaunapalli í öllum greinum á
Íslandsmeistaramótinu. Benedikt vakti
athygli fyrir frábæra reiðmennsku og
prúða framkomu innan vallar sem utan.
Benedikt Ólafsson hestaíþróttir
Alexander er fæddur 5. desember 1990.
Hann hefur verið fastaleikmaður og
fyrirliði karlaliðs Aftureldingar í blaki
undanfarin ár. Alexander hefur mikinn
metnað fyrir sjálfan sig og fyrir lið sitt.
Hann leggur mikið á sig á æfingum og í
leikjum og er ávallt tilbúin til að aðstoða
liðið og starfsemina ef til hans er leitað.
Alexander var lykilleikmaður liðsins
á síðasta tímabili þegar liðið náði í
bronsverðlaun á Íslandsmótinu í blaki.
Hann er góð fyrirmynd yngri leikmanna
og er vel að þessum titli komin.
Alexander stefánsson blak
Jason Daði spilaði lykilhlutverk í
liði Aftureldingar sem náði 8. sæti í
Inkasso-deildinni á nýliðnu tímabili.
Þetta var fyrsta tímabil Jason Daða í
Inkasso-deildinni og var hann valinn 5
sinnum í lið umferðarinnar í deildinni
auk þess að fá tilnefningar í lið ársins.
Jason Daði hefur alla tíð leikið fyrir
félagið, er gríðarlega metnaðarfullur og
er sífellt að bæta sig sem knattspyrnu-
maður. Knattspyrnudeildin tilnefnir
Jason Daða Svanþórsson sem íþrótta-
mann Aftureldingar.
Jason Daði svanþórson knattspyrna
Íslands- og bikarmeistari með Breiða-
bliki í þríþraut árið 2019 og tilnefndur til
íþróttamanns ársins 2019 af Þríþrautar-
sambandi Íslands.
• Sigur og brautarmet í ofursprettþraut
Kópavogs • Sigur og brautarmet
í sprettþraut í Hafnarfirði • Sigur
og brautarmet á Íslandsmótinu við
Laugarvatn • Sigur á Íslandsmóti í
ofursprettþraut í Njarðvík.
Besti árangur Íslendings frá upphafi
í hálfum járnkarli, 8. sæti af 2.000
keppendum í Finnlandi.
Hársbreidd frá því að ná úrtakshópi fyrir
Norðurlandameistaramótið í sundi í 400
metra skriðsundi. Annað sæti í heildina
í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni
Íslandsbanka 2019. Æfir 22 sinnum í
viku, allt að 35 klukkustundir.
sigurður Örn Ragnarsson þríþraut
Árið 2019 er fyrsta heila keppnisár
Þórðar með landsliði Íslands í karate.
Hann er efnilegur karatemaður og hefur
tekið stórstígum framförum á árinu.
Hann er bæði Íslands- , GrandPrix- og
RIG-meistari í kata junior pilta, hefur
verið í verðlaunasætum á alþjóðlegum
mótum og auk þess var hann hárs-
breidd frá Norðurlandameistaratitli.
Hann er frábær fyrirmynd sem deildin
er stolt af.
Þórður Jökull Henrysson karate
Steingrímur byrjaði að keppa í torfæru
og sandspyrnu árið 1990 og varð fyrst
Íslandsmeistari í torfæru 1991 og aftur
2009. Hann var í keppnishléi
sem ökumaður frá 1992-2006 þó svo að
hann hafi verið aðstoðarmaður öll
þau ár hjá öðrum ökumönnum. Hann
varð Íslandsmeistari í sandspyrnu árið
2019. Hann vann allar sandspyrnurnar
þrjár í jeppaflokki árið 2019 og varð við
það Íslandsmeistari.
Í torfærunni vann hann 3 keppnir og
náði 2. sæti einu sinni og 3. sæti einu
sinni og varð hann því Íslandsmeistari
þar líka. Hann keppir í götubílaflokki á
Strumpinum. Þetta árið var hann líka
kosinn akstursíþróttamaður ársins 2019
hjá AKÍS.
steingrímur Bjarnason akstursíþróttir
Kristófer Karl er 18 ára gamall uppalinn
Mosfellingur. Kristófer er einn efni-
legasti kylfingur Íslands og lék afar
vel á árinu. Hann varð Íslandsmeistari
í holukeppni 18 ára og yngri annað
árið í röð og taplaus í sigurliði GM í
Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri.
Kristófer hafnaði í 3. sæti á heimavelli á
GSÍ mótaröðinni, mótaröð þeirra bestu.
Kristófer lék fyrir U18 ára landslið
Íslands í Evrópumóti landsliða í Frakk-
landi og var á haustmánuðum valinn í
A-landslið Íslands fyrir árið 2020.
Kristófer er afar samviskusamur,
stundar æfingar í yfir 20 klst á viku
og leggur hart að sér á leiðinni að
markmiðum sínum.
Kristófer Karl Karlsson golf
Ingvar átti sitt besta ár á ferlinum í
ár og varð Íslandsmeistari í fjórum
greinum í hjólreiðum (ólympískar og
maraþon fjallahjólreiðar, tímaþraut og
cyclocross) ásamt því að vera kjörinn
hjólreiðamaður ársins, sjötta árið í röð.
Fyrir Ísland keppti hann á Evrópumeist-
aramóti í maraþon fjallahjólreiðum og
hafnaði í 37. sæti, heimsmeistaramóti í
ólympískum fjallahjólreiðum (82. sæti)
og heimsmeistaramóti í maraþon fjalla-
hjólreiðum (87. sæti). Í maí tók hann
þátt í Belgian Mountainbike Challenge
og lauk keppni í topp 20.
Heima átti hann frábært ár og vann
samtals 12 keppnir. Ingvar er efstur
íslenskra karla á styrkleikalistum
alþóðasambands keppnishjólreiða í
fjallahjólreiðum og cyclocross.
ingvar Ómarsson hjólreiðar
Kynning á íþróttakörlum sem tilnefndar eru vegna kjörs til
íþróttakonu mosfellsbæjar 2019, og afrekum þeirra á árinu.