Mosfellingur - 09.01.2020, Side 30
- Íþróttir30
Íslandsmeistarar úr 5. flokki Aftureldingar tóku þátt í Norden Cup á milli hátíðanna
Léku til úrslita í Gautaborg
5. flokkur karla í handbolta hjá Aftureld-
ingu tók þátt í hinu sterka móti Norden
Cup á milli hátíðanna. Afturelding stóð sig
frábærlega í mótinu og hafnaði í 2. sæti í
mótinu eftir tap í úrslitaleik gegn Team
Favrskov Håndbold frá Danmörku.
Um er að ræða eitt stærsta handbolta-
mót Norðurlandanna þar sem meistarar í
hverju landi koma saman. Árangur liðsins
er eftirtektaverður þar sem íslensk lið hafa
ekki oft náð þeim árangri að komast alla
leið í úrslit. Dæmi um íslensk lið sem hafa
komist í úrslit má nefna lið FH árgangur
1989/1990 þar sem Aron Pálmason fór
fyrir sínum mönnum sen unnu tvö ár í röð.
Fréttir af íslenska liðinu úr Mosfellsbænum
hafa verið fyrirferðamiklar enda liðið vakið
mikla athygli fyrir leikgleði og harða vörn.
Afturelding fékk boð í mótið sem Íslands-
meistari í 5. flokki. Hrafn Guðmundsson og
Aron Valur Gunnlaugsson fengu sérstaka
viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í
úrslitakeppninni.
Á myndinni eru í efri röð: Hrannar
Guðmundsson þjálfari ásamt dóttur sinni
Emmu Björk, Haukur, Hrafn, Daníel, Vil-
hjálmur og Jökull. Neðri röð: Aron, Björn,
Sigurjón, Stefán og Páll.
silfurdrengir
úr mosfellsbæ
Ráðin framkvæmda
stjóri fimleikadeildar
Selma Birna Úlfarsdóttir hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri fimleika-
deildar Aftureldingar. Hún hefur
starfað í tæp 20 ár sem þjálfari og
unnið að ýmsu
tengdu þjálfun,
kennslu og
stjórnun. Hún
hefur lokið BSc
í íþróttafræði
og er í MBA
námi við
Háskólann í
Reykjavík
„Það er mér mikill heiður að koma
aftur til starfa hjá Fimleikadeild
Aftureldingar eftir 12 ára hlé og
ég hlakka til að vinna með því
metnaðarfulla og duglega fólki sem
þar starfar. Ég er fullviss um að
framtíðin sé björt hjá fimleikadeild-
inni og ég hlakka mikið til þess að
takast á við komandi verkefni,“ segir
Selma. Hægt er að hafa samband
við Selmu með því að senda
tölvupóst á selma@afturelding.
is eða hringja á skrifstofuna í síma
566-7089. Afturelding býður Selmu
velkomna til starfa.
9 ára
Kjötbúðin • Grensásvegi 48 • Sími 571 5511 • kjotbudin@kjötbudin.is
SælkeraverSlun • Grill- oG veiSluþjónuSta • kjötvinnSla
afmælishelgi
Tilboð á 9 vinsælusTu vörunum okkar
Gildir 9.-12. janúar
20% afsláttur
Fylltar kartöflur
með hvítlauk og beikoni
Ungnautahakk
1.498 kr/kg
100% hreint og íslenskt
Ungnauta ribeye
5.498 kr/kg
Ungnautalundir
6.298 kr/kg í
trufflusveppamarineringu
Ungnautalundir
5.998 kr/kg
íslenskar
Bernaissósubrúsi
498 kr/stk
Sætkartöflusalat
20% afsláttur
Waldorfsalat
20% afsláttur
súkkulaðikaka
20% afsláttur
Frönsk blaut