Mosfellingur - 09.01.2020, Síða 32
- Aðsendar greinar32
Fjárhagsáætlun fyrir 2020 var sam-
þykkt eins og lög gera ráð fyrir síðla
árs 2019.
Margt er gott þar að finna enda
samstaða um ýmis málefni innan
bæjarstjórnar. Vinnubrögðin við
gerð fjárhagsáætlunar eru þó ár-
legur ásteytingarsteinn. Samfylk-
ingin hefur í áraraðir lagt það til að
fagnefndir bæjarins komi með markvissari
hætti að undirbúningi fjárhagsáætlunar.
Virkja ætti nefndir betur í umræðu um þá
málaflokka sem undir þær heyra og nefndir
ættu að koma beint að tillögugerð.
Lokaábyrgðin myndi þó að sjálfsögðu
liggja hjá kjörnum bæjarfulltrúum sem
tækju ábyrgðina á forgangsröðun tillagn-
anna. Þessi lýðræðislega aðferð hefur ekki
hugnast meirihluta Vinstri grænna og Sjálf-
stæðisflokks.
Felldar tillögur
Tvær nefndir lögðu fram tillögur þegar
tækifæri gafst, þ.e. á milli fyrri og síðari
umræðu í bæjarstjórn. Önnur nefndin er
umhverfisnefnd, undir forsæti VG, en eins
og í öðrum fagnefndum skipa fulltrúar
VG og D-lista meirihluta nefndarmanna.
Sameinaðist nefndin um 3 tillögur sem
formanni var falið að fylgja eftir.
Skemmst er frá því að segja að engin
þeirra hlaut framgang hjá bæjarfulltrúum
VG og D-lista við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar ársins 2020. Einni var þó vísað til
fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Hin nefndin var öldungaráð. Ráðið lagði
til að stöðugildum við heimaþjónustu
aldraðra yrði fjölgað um tvö og þau nýtt til
að mæta þörf fyrir aðstoð við persónulega
umhirðu og heimilishald, annað en heimil-
isþrif, og að rjúfa félagslega einangrun aldr-
aðra þar sem um hana er að ræða. Þessari
tillögu hafnaði meirihluti bæjarstjórnar.
Fleiri felldar tillögur
Engin tillagna Samfylkingarinnar hlaut
framgang við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Hér geri ég að umtalsefni tvær tillögur sem
undirrituð gerði varðandi lýðræðismál
í bæjarfélaginu. Annars vegar
tillögu um reglubundna fundi
bæjarstjórnar með stjórnum
hverfafélaga, aðstoð við stofnun
hverfafélaga og almenna fundi
með íbúum hverfa og hins vegar
tillaga um hlutastarf umboðs-
manns íbúa.
Fyrri tillagan er í samræmi við
lið 2A í samþykktri lýðræðisstefnu Mosfells-
bæjar. Tilgangur tillögunnar var að uppfylla
stefnuna og efla og styrkja samtal og sam-
ráð við íbúa. Það vakti greinilega ekki áhuga
Vinstri grænna og sjálfstæðismanna.
Seinni tillagan um hlutastarf umboðs-
manns íbúa snýst um að bæjarbúum gefist
tækifæri til að leita til hlutlauss aðila til að
fá ráðgjöf um samskipti sín við bæjarkerf-
ið. Hún snýst um að hlutlaus aðili skoði
ábendingar og kvartanir bæjarbúa varð-
andi úrlausn umkvörtunarefna þegar ekki
hefur tekist að komast að sameiginlegum
skilningi eða íbúi telur að ábendingum
sínum og kvörtunum hafi ekki verið sinnt
sem skyldi.
Báðar þessar tillögur eru í eðli sínu mjög
pólitískar, snúast um grundvallarskoðun á
samráði og lýðræðislegu samtali kjörinna
fulltrúa og íbúa og um samskipti og samtal
bæjarkerfisins og íbúanna. Maður skyldi
ætla að meirihluti VG og Sjálfstæðisflokks
hefði skoðun á þessum grundvallaratriðum
í samspili kjörinna fulltrúa og íbúa, en nei
ekkert slíkt heyrðist.
Meirihlutinn brá á það ráð að skýla sér á
bak við ráðinn embættismann í stað þess
að taka skýra pólitíska afstöðu til þessara
tillagna. Embættismaður er settur í þá
vandasömu stöðu að skrifa umsögn um há-
pólitískar tillögur og í stað þess að kjörnir
fulltrúar VG og D í meirihluta hysji upp um
sig sokkana og taki opinbera pólitíska af-
stöðu um að styðja tillögur eða hafna þeim
þá kúra þau í skjóli embættismannsins.
Þarna lagðist lítið fyrir meirihlutann.
Anna Sigríður Guðnadóttir
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Fjárhagsáætlun
Skólakerfið hefur þróast og breyst
undanfarna áratugi og er skólinn í
dag ekki sá sami og hann var fyrir
10 árum svo ekki sé talað um fyrir
20 árum.
Sjónum er nú meira beint að líð-
an barna og er sannað að góð skóla-
menning og jákvæður skólabragur
er forvörn gegn vanlíðan og undir-
stöðuatriði hvað námsárangur varð-
ar. Áhersla er á einstaklingsmiðað
nám og stoðþjónustu skólanna.
Skólinn þróast í takt við samfélag-
ið, það þekkja allir. En hvað hefur
breyst og hvernig sjáum við skólana
okkar þróast næsta áratuginn?
Aukin þátttaka foreldra
Það hefur verið áskorun undanfarin ár
að taka á móti miklum barnafjölda sem
flutt hefur í okkar góða bæ. Vegna mikillar
uppbyggingar á austursvæði bæjarins hefur
fjölgun barna í Varmárskóla og Helgafells-
skóla verið mikil og mikið reynt á stjórn-
endur, kennara og starfsfólk skólanna.
Þrátt fyrir það höfum við Mosfellingar
verið óhrædd við að fara ótroðnar slóðir
í skólamálum og er horft til okkar hvað
það varðar. Þegar á reynir veltur mikið á
jákvæðum skólabrag og góðri skólamenn-
ingu. Ein breytingin í skólakerfinu er sú að
foreldrar taka nú mun meiri þátt í skóla-
starfinu en áður og er þáttur foreldra mjög
mikilvægur. Skólinn er viðkvæmur vinnu-
staður barnanna okkar og mikilvægt að
áhugasamir foreldrar styðji við skólastarfið
með jákvæðum hætti.
Í fjölmennu samfélagi er aldrei svo að
öllum líki og mikilvægt að koma á fram-
færi gagnrýni og ábendingum um það sem
betur má fara. Ef aðkoma foreldra er farin
að hafa neikvæð áhrif á störf stjórnenda og
kennara og þar með á skólabraginn þarf að
staldra við. Neikvæð umræða og niðurrif
hefur sjaldan skilað góðum árangri og getur
bókstaflega haft skaðleg áhrif eins
og dæmin sanna. Í slíku ástandi á
skólaþróun og skólabragur erfitt
uppdráttar.
Tekið skal fram að undirritaðar
eru ekki að varpa frá sér ábyrgð
heldur að benda á að enginn er
eyland þegar kemur að þróun
og þroska lærdómssamfélagins.
Grasrótin og fræðsluyfirvöld eiga
að taka samtalið en ekki slaginn,
þannig náum við meiri árangri.
Sýnin og markmiðin eru þau
sömu en sitt sýnist hverjum um
leiðirnar að markmiðinu.
100 ára afmæli og
fleira fram undan
Það er margt fram undan í skólaþróun í
Mosfellsbæ. Endurskoðun skólastefnunn-
ar er stórt og spennandi verkefni og er sú
vinna að hefjast. Þar ættu allir að fá tæki-
færi til að láta rödd sína heyrast skólasam-
félaginu til framdráttar. Vinna við forvarna-
og lýðheilsustefnu er einnig að hefjast sem
mun hafa áhrif á skólasamfélagið.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar til næstu
þriggja ára sýnir að fókusinn er á skólunum
en það er hlutverk bæjaryfirvalda að styðja
við skólana, mæta þörfum og óskum sem
nútíma samfélag kallar á. Mikilvægast af
öllu er að daglegt starf skólanna gangi sem
allra best.
Að lokum er vert að nefna að á næsta ári
á skólastarf í Mosfellsbæ 100 ára afmæli
og verður haldið upp á það með pomp
og prakt. Megi næsti áratugur færa okkur
áframhaldandi gott skólastarf í Mosfellsbæ
börnum okkar til heilla.
Óskum starfsfólki og nemendum skól-
anna gæfu og velfarnaðar á nýju ári.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
formaður fræðslunefndar
Arna Hagalínsdóttir fulltrúi í fræðslunefnd
Skólinn á nýjum áratug Janúar 2020
f é l a g s m i ð s t ö ð i n B ó l
Eitt af því sem við flest sjáum eftir
er að hafa ekki tekið til máls og
látið okkar skoðun í ljós þegar við
höfðum eitthvað að segja.
Flest þekkjum við þá tilfinningu
að vera í hópi fólks, hvort sem er
á fundi eða í öðrum kringumstæð-
um, og vilja leggja eitthvað til um-
ræðunnar, en ekki getað. Öll sem
eru í kringum okkur virðast vera svo örugg
og ákveðin, en við berjumst við að finna
kjarkinn til að biðja um orðið og segja það
sem við viljum segja.
Kringumstæðurnar eru margvíslegar.
Þetta getur verið á fundi í vinnunni, í
foreldrafélaginu, í húsfélaginu eða bara í
kaffispjalli einhvers staðar. Eitt það versta
er að vera í mannfögnuði og vilja ávarpa
afmælisbarnið, fermingarbarnið eða brúð-
hjónin.
Við undirbúum frábæra ræðu og förum
með hana í huganum, en frestum því alltaf
örlítið lengur að standa upp og taka til máls.
Svo gerist það allt í einu að mælendaskrá er
lokað og við komumst ekki að.
Í POWERtalk samtökunum hittist fólk
reglulega og æfir sig í þessu, fundarsköp-
um og mörgu öðru. Við fáum fjölbreytt
verkefni sem geta verið frá því að flytja
þrjátíu sekúndna hvatningu upp í að flytja
þrjátíu mínútna kynningu á einhverju sem
við höfum áhuga á. Félagarnir fylgjast með
flutningnum og í lok funda er hægt að fá
ábendingar um hvað heppnaðist vel og
hvað hefði mátt fara betur.
Megináherslan með þátttöku í starfi
POWERtalk er að taka til máls við hvers
kyns tækfæri, að semja og flytja
stutt eða lengri erindi og taka þátt
í umræðum.
Á næsta fundi hjá okkur í
POWERtalk deildinni Korpu í
Mosfellsbæ ætlum við að auka
orðaforða okkar og víkka þekkingu
á orðatiltækjum, því íslenskan er
full af orðatiltækjum sem setja
skemmtilegan blæ á samskiptin.
Orðatiltækin auðga og skreyta málið en
Bibba á Brávallagötunni á það til að stinga
sér niður enda getur verið erfitt að fóta sig
í heimi orðatiltækjanna því margir þekkja
ekki hver upprunaleg merking þeirra er.
Eitt skemmtilegasta orðatiltækið sem
mikið er notað er „að leggja höfuðið í
bleyti“. Það er auðvitað nokkuð sérstakt að
leggja höfuðið í bleyti ef maður vill hugsa
eitthvað. Skýringin á þessu er byggð á lé-
legri þýðingu úr dönsku „að lægge sit hoved
i blød“, en það merkir að menn leggja höf-
uðið á eitthvað mjúkt, t.d. kodda, og hugsa
djúpt. ‘Blød’ var einfaldlega þýtt á íslensku
sem ‘bleyti’!
Á næsta fund Korpu kemur Eyþór Eð-
varðsson frá Þekkingarmiðlun og flytur
fyrirlestur um íslensk orðatiltæki. Fundur-
inn verður á annarri hæð í Safnaðarheimili
Lágafellssóknar miðvikudaginn 15. janúar
kl. 19:30.
Viljir þú meiri upplýsingar getur þú sent
okkur póst í netfangið korpa@powertalk.is
og/eða kíkt á vefinn powertalk.is.
Aðalheiður Rúnarsdóttir
Leggðu höfuðið í bleyti
Gangi þér vel!
Sex vikna ódagsett dagbók sem
hjálpar þér að bæta líf þitt
Anna Ólöf 6924005 - heilsudagbokinmin@gmail.com