Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Nei, í öllum
fjölbreyti-
leika sínum
er jörðin
sameigin-
legur vett-
vangur alls
mannkyns.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Um eitt prósent mannkyns er á stöð-ugum flótta. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur þetta fram. Um áttatíu milljónir manna hafa hrakist frá heim-kynnum sínum af ýmsum ástæðum í leit að betra lífi. Í Fréttablaðinu sagði að
af þessum fjölda væru 34 milljónir barna á flótta, fleiri
en íbúar allra Norðurlandanna samanlagt.
Í skýrslunni er bent á að síðasta áratuginn hafi þessi
hópur tvöfaldast að stærð. Fram kemur að líkur fólks
á að komast úr óþolandi aðstæðum hafi minnkað að
mun. Á tíunda áratugnum hafi að meðaltali ein og hálf
milljón flóttamanna snúið heim á hverju ári. En nú sé
svo komið að fjöldi þeirra sé nærri 385.000 árlega.
Vegalausum einstaklingum fjölgar því mun hraðar
en lausnum sem þeim standa til boða. Stríðsátök eru
meginorsök þess að fólk leitar betra lífs. Ítrekað virðist
sem sú staðreynd komi okkur á óvart. Þegar stríð brýst
út ætti fyrsta viðbragð ríkja að vera undirbúningur
móttöku flóttafólks, en ekki að bíða eins og þurs. Á
meðan verður vandinn óyfirstíganlegur og verkefnið
vex ár frá ári. Sumt þessa fólks hefur verið á vergangi
um langa hríð – jafnvel á meðan við fjösum yfir því að
geta ekki komist á bílum okkar að dyrum allsnægta-
verslana sem hér eru við hvert fótmál.
Þó ofmælt sé að smjör drjúpi af hverju strái eru lífs-
gæði hér að meðaltali með þeim mestu sem þekkjast
og svo sannarlega gætum við veitt fleirum skjól en hér
búa. Er ekki nær að við njótum þess í friði og látum
öðrum eftir að leysa vandamál af þessu tagi?
Nei, í öllum fjölbreytileika sínum er jörðin sameigin-
legur vettvangur alls mannkyns. Við getum ekki sett
kíkinn fyrir blinda augað. Þessi ógnarþróun er faraldri
líkust. Þau svæði heims sem aflögufærust eru, hafa
á síðari tímum reist enn frekari skorður við aðfluttu
fólki. Jafnvel ríki eins og Bandaríkin, sem byggð eru að
bróðurparti upp af aðfluttu fólki, sem leitaði þangað
forðum í leit sinni að betra lífi. Þrátt fyrir bægsla-
ganginn er Trump kominn af innflytjendum, eins og
langflestir þarlendir.
Innan Evrópu hafa menn einnig hert sömu skrúfur.
Fólk í neyð sinni er hrakið fram og til baka og endar oft
í verri aðstæðum en það flúði. Og þegjandi tökum við
Íslendingar þátt í þessu.
Auðvitað er það þannig að einhverjir reyna að hag-
nýta sér aðstæður umfram þörf. En það getur ekki
ráðið úrslitum.
Allir menn verða að gera sitt til að létta undir með
þessu ástandi á skynsamlegan og ábyrgan hátt. Íslensk
stjórnvöld þar á meðal. Kvóti flóttamanna er spor í
rétta átt. En það er vanmáttugt.
Farsælast væri að enginn þyrfti að flýja heimaland
sitt, en reynslan kennir að það er verðugt markmið, en
fjarlægt. Þangað til verður að leysa úr vanda flóttafólks
af festu og ábyrgð. Þó að Ísland geti ekki leyst nema
lítið brot þessa hóps úr lífshættulegum aðstæðum, ber
okkur ekki aðeins skylda til að gera það. Það er mann-
vonska að gera það ekki. Þegar öllu er á botninn hvolft
eru þjóðir heims á flótta undan vandanum.
Og við líka.
Á flótta
GÓÐA FERÐ INNANLANDS
TAX FREE*
af förðunarvörum, ilmvötnum
og völdum húðvörum
*19,35% verðlækkun
Gildir 15. júní - 27. júlí 2020
í verslunum og í netverslun Ly Bylting á sér stað um gervöll Vesturlönd. Konur, sem margar hafa klæðst mjúkum jogging-fötum í heima-sóttkví síðustu mánaða, lýsa því nú yfir
í hrönnum á samfélagsmiðlum að þær hyggist ekki
fara aftur í þröngar gallabuxur og brjóstahaldara
þegar þær stíga út í hinn nýja veruleika sem bíður
okkar eftir COVID-einangrunina.
Kórónaveiran hefur svipt hulunni af óþægi-
legum sannleik: Gallabuxur og brjóstahaldarar eru
ekkert annað en sjálfshýðing í boði tískuiðnaðarins.
Óþægindi umrædds fatnaðar eru þó ekki eini huldi
fáránleiki veraldarinnar eins og hún var fyrir COVID-
19 sem veiran afhjúpar nú um stundir.
Viðskiptavinur eða varningur?
Uppi á vegg heima hjá mér hangir breskt áróðurs-
plakat úr síðari heimsstyrjöld. Um er að ræða teikn-
ingu af föngulegri ungri konu í hnésíðum köflóttum
kjól. Sveipuð pastellituðum fortíðarljóma gramsar
hún í fataskáp. Hún heldur á nælonsokk sem hún
skoðar af yfirvegun. Á plakatinu stendur: „Make-do
and mend.“ Sýndu nægjusemi og bættu það sem þú átt.
Plakatið er eitt af mörgum sem bresk stjórnvöld
létu útbúa á styrjaldarárunum í þeim tilgangi að
hvetja almenning á heimavígstöðvunum til að leggja
sitt af mörkum til stríðsrekstursins: „Ræktaðu eigin
mat.“ „Hermennina okkar vantar sokka: allir að
prjóna.“ „Konur Bretlands, komið að vinna í verk-
smiðjunum.“
Hér í Bretlandi þar sem ég bý, er baráttunni við
kórónaveirufaraldurinn ítrekað líkt við heimsstyrj-
öldina síðari. Í vikunni barst frá stjórnvöldum heróp
til almennings, í anda þeirra sem heyrðust á stríðsár-
unum og var ætlað að höfða til skyldurækni, fórnfýsi
og ættjarðarástar Breta.
Í lok mars var öllum verslunum öðrum en þeim
sem seldu nauðsynjar á borð við mat og lyf, gert að
loka dyrum sínum vegna kórónaveirunnar. Verslanir
„sem selja óþarfa“ opnuðu aftur nú í vikunni. Boris
Johnson forsætisráðherra sendi af því tilefni tilfinn-
ingaþrungið ákall til bresks almennings. „Fólki ber að
versla – og versla af dirfsku,“ sagði hann við þjóðina,
þar sem hann stóð í einni stærstu verslunarmiðstöð
Evrópu, Westfield í London. En rétt eins og brotthvarf
gallabuxna og brjóstahaldara í sóttkvínni, afhjúpaði
óskin óþægilegan sannleik þeirrar fölsku heims-
myndar sem við bjuggum við fyrir COVID.
Við búum við markaðsbúskap, hagkerfi sem sagt
er tryggja okkur með skilvirkum hætti vörur og
þjónustu sem okkur vantar eftir ótvíræðum lög-
málum um framboð og eftirspurn. En ekki er allt sem
sýnist.
Forsætisráðherra Breta sagði þegnum sínum að
gera skyldu sína og fara út að versla. Og hvað átti fólk
að kaupa? Það skipti ekki máli. Bara eitthvað.
Gríman er fallin og hið rétta andlit efnahags-
kerfisins blasir við. Það felst í orðinu: Ónauðsynjar.
Neyslan var aldrei leið að markmiði, heldur mark-
miðið sjálft. Við vorum aldrei viðskiptavinirnir sem
kerfið þjónaði af auðmýkt, heldur þvert á móti sjálfur
varningurinn. Við vorum náttúruauðlind sem átti að
nýta, virkja og vinna í þágu hagkerfisins. Við vorum
lömb í markaðsbúskapnum, leidd til slátrunar, svo
fæða mætti sísvangt efnahagslíf með mannslífum og
tryggja heilagan, krónískan hagvöxt, að eilífu, amen.
Ráðamenn á borð við Boris Johnson kunna að telja
hamslausa neyslu móralska dáð, á pari við að prjóna
sokka til að ráða niðurlögum fasismans. Sá fjöldi
fólks sem fundið hefur frelsi í neysluleysi síðustu
mánaða kann að vera ósammála.
Neysluhagkerfið er eins og brjóstahaldari:
óþægileg spennitreyja sem dregur úr lífsgæðum en
sögð er veita okkur mikilvægan stuðning. En rétt eins
og þær konur vita sem lögðu brjóstahöldurunum í
kórónakvínni, er engin leið að hverfa aftur til fyrri
hátta þegar frelsið er fundið.
Hagkerfið er brjóstahaldari
2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN