Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 20

Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 20
Ve i k i n d i n r æ n d u Katrínu mætti, máli og hreyfigetu en bar­áttuandinn og lífs­viljinn ef ldust. Eftir þriðju og stærstu blæðinguna og heilaskurðaðgerð sem framkvæmd var til að bjarga lífi hennar, vaknaði Katrín með skýra hugsun en gat einungis hreyft annað augað. Hún gat ekki gefið fólkinu sínu, sem við sjúkrarúm hennar stóð, til kynna að hugur hennar væri enn til staðar, það væri einungis líkaminn sem hefði svikið hana. Nú þegar fimm ár eru liðin frá þeim degi að Katrín vaknaði úr aðgerðinni, lítur hún svo á að á þeim tímapunkti hafi hún endurheimt líf sitt. Það var 13. nóvember árið 2014 að Katrín, þá 21 árs, hafði varið öllum deginum í lærdóm fyrir klásus­ prófið í hjúkrun og í framhaldi farið á æfingu þar sem hún hafði tekið vel á því, eins og hún sjálf lýsir, fann fyrir máttminnkun og fór því ásamt Ásgeiri, þáverandi sambýlismanni sínum, á bráðamóttöku. Í ljós kom að um litla heilablæð­ ingu var að ræða og segir Katrín læknana ekki hafa gert mikið úr stöðunni. „Þeir vildu ekkert útskýra blæðinguna sérstaklega, en sögðu að þetta gæti komið fyrir alla.“ Ein­ kennin gengu fljótt til baka og eftir fjóra daga var Katrín aftur komin á fullt við prófundirbúninginn. Hörmulegar fréttir Þegar Katrín vaknaði að morgni, tíu dögum síðar, fann hún að hún gat hvorki hreyft hægri hönd né fót. Hún hafði fengið blóðtappa á sama stað og blæðingin hafði áður komið fram. Katrín lá í viku á sjúkrahúsi þar sem hún lærði að ganga með hækju og í framhaldi f lutti hún á Grensás, þar sem við tók endurhæfing sem að hennar mati gekk vel. Það var 7. des­ ember, þegar hún var komin með leyfi til að verja helginni heima, að læknir bað hana að koma á fund við sig á sjúkrastofu hennar. „Þar biðu eftir okkur annar læknir, mamma og Ásgeir. Þau virtust öll mjög áhyggjufull. Lækn­ arnir höfðu hörmulegar fréttir að færa okkur. Það var komin niður­ staða úr öllum rannsóknunum. Þær höfðu allar verið eðlilegar nema ein og kom þetta högg okkur gjörsamlega á óvart. Þrátt fyrir að ættarsagan væri engin þá reyndist ég vera með ólæknandi sjúkdóm, sjúkdóm sem var sem dauðadómur því ekkert væri hægt að gera annað en að bíða eftir næsta höggi,“ þann­ ig lýsir Katrín því þegar hún fékk skelfilegar fréttir, á bloggsíðu sinni katrinbjorkgudjons.com, þar sem hún hefur tjáð sig opinskátt um veikindi sín. Séríslenskur erfðasjúkdómur Þarna var Katrínu tilkynnt að um arfgenga heilablæðingu væri að ræða, séríslenskan erfðasjúkdóm sem veldur því að stökkbreytt prótín safnast upp í æðum og veldur endurteknum heilablæðingum. „Það að fá fregnir af geninu sem ég ber og því sem það hefur í för með sér, var í fyrstu sem dauðadómur. Þessar fréttir komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, þegar lækn­ arnir kölluðu okkur á sinn fund og færðu okkur þessar hræðilegu fréttir. Að vísu var mér sagt að ég gæti prófað að borða 18. aldar mat, því að rannsóknir hefðu sýnt að slíkt mataræði gæti hægt á sjúkdómnum. Ég hafði alls ekki lyst á þannig mat­ aræði!“ Skildi allt en gat ekki tjáð sig Þriðja áfallið og það langstærsta kom svo sumarið 2015, sex mán­ uðum eftir að Katrín fékk fréttirnar um að hún væri haldin erfðasjúk­ dómi. „Það áfall hafði mest áhrif á Pínulitlu sigrarnir mikilvægir Katrín Björk Guðjónsdóttir var að undirbúa sig fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar hún fékk litla heilablæðingu. Í kjölfarið fylgdi blóðtappi og stærri blæðing sem olli því að hún getur ekki tjáð sig með hljóðum og þarf aðstoð við flest dagleg verkefni. Mamma gerir lífið léttara Eins og fyrr segir getur Katrín ekki tjáð sig með hljóðum, en hefur lært að nota sérhannað stafaspjald til að eiga í samskiptum. „Ég nota líka iPad, síma og tölvu og þó að það taki langan tíma get ég bjargað mér sjálf og skrifað texta. Oft fæ ég líka aðstoð frá góðum vinum og fjöl­ skyldu,“ útskýrir Katrín, en þetta viðtal er einmitt tekið í gegnum tölvupósta, blaðamaður í Reykjavík og Katrín heima hjá sér á Flateyri, þar sem hún býr í foreldrahúsum. „Ég þarf aðstoð við f lest dagleg störf og er svo óendanlega heppin að móðir mín hefur getað tekið þann stuðning að sér. Þannig hef ég náð að vera miklu sjálfstæðari og skapað mér mína af þreyingu og vinnu sjálf. Mamma mín og annað aðstoðarfólk gera lífið létt­ ara,“ segir Katrín en móðir hennar, Bjarnheiður Ívarsdóttir, sagði upp störfum sem aðstoðardeildarstjóri á heilsugæslustöðinni á Ísafirði þegar dóttir hennar veiktist, til að geta annast hana. Stærsta verkefnið að ná bata „Ég er aftur komin heim til for­ eldra minna á Flateyri. Ég er ekki í háskólanámi eins og mig dreymdi um, en það er allt í lagi þar sem ég er að vinna að öðrum stórum verkefn­ um. Stærsta verkefnið er að ná bata. Þó að sigrarnir vinnist hægt þá trúi ég ekki öðru en að þeir vinnist að lokum. Ég fer í sjúkraþjálfun og talþjálfun í hverri viku og legg mig alla fram við að ná árangri þar. Ég bý svo vel að eiga móður sem er sá allra besti hjúkrunarfræðingur sem hægt er að hugsa sér. Hún hefur staðið þétt við bakið á mér þessi fimm ár sem liðin eru frá áfallinu og gert mér kleift að búa heima. Ég er smám saman að ná betra valdi á hreyfingum og meiri færni í að tjá mig og þá verða samskiptin við fjöl­ skyldu og vini miklu auðveldari.“ Katrín sækir talþjálfun í gegnum mig. Þegar ég vaknaði heyrði ég og skildi allt það sem fram fór í kring­ um mig en ég gat ekki tjáð mig og ekkert hreyft nema annað augað,“ útskýrir Katrín. „Það var alltaf einhver hjá mér sem ég treysti og vissi hvað ég vildi. Það var mér mjög mikilvægt. Ætli ég hafi svo ekki bara náð að temja mér umburðarlyndi og þolinmæði frá fyrstu stundu. Mamma náði alltaf að skilja mig, jafnvel þó að ég gæti í fyrstu bara sýnt óljós merki með augunum.“ ÞEGAR ÉG VAKNAÐI HEYRÐI ÉG OG SKILDI ALLT ÞAÐ SEM FRAM FÓR Í KRINGUM MIG, EN ÉG GAT EKKI TJÁÐ MIG OG EKKERT HREYFT NEMA ANNAÐ AUGAÐ. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.