Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 21
fyrirtækið Tröppu og hittir tal
meinafræðing tvisvar í viku í fjar
þjálfun í gegnum netið og sjúkra
þjálfunina sækir hún á Ísafjörð.
Lyf á þróunarstigi veitir von
Hákon Hákonarson, forstöðulæknir
er fðarannsók naseturs bar na
háskólasjúkrahússins í Fíladelfíu
í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum,
er giftur móðursystur Katrínar og
lofaði strax að hann myndi gera allt
sem í hans valdi stæði til að finna
lausn á veikindum hennar.
Lyf sem hann mælti með að
Katrín tæki vegna slímsöfnunar
í lungum reyndist svo hafa góð
áhrif á sjúkdóminn og hefur verið
í rannsókn undanfarin ár. Hákon
segir betur frá þeirri þróun í viðtali
á blaðsíðu 20.
„Það er verið að vinna að rann
sókn á lyfinu þessa dagana, en það
virðist hafa góð áhrif á sjúkdóminn
til að fyrirbyggja þessa tegund
heilablæðinga. Enn er ekki hægt að
fullyrða um það hvort lyfið minnki
líkurnar, en þær niðurstöður sem
ég hef fengið að sjá og tengjast mér,
gefa mér byr undir báða vængi.
Mér finnst það dásamleg tilhugs
un að veikindi mín og minn ótíma
Aðspurð hvað læknar segi varð
andi framtíðarhorfur svarar Katrín:
„Ég hef ekki spurt þessarar spurn
ingar því ég veit að það eru ekki til
svör við henni.“
Draumarnir brotlentu
Afstaða Katrínar til lífsins og stöðu
sinnar er einstök og fagnaði hún
því nú um miðjan júní að fimm
ár voru liðin frá stóra áfallinu og
spurði stórrar spurningar á blogg
síðu sinni: Hvort hún væri að missa
af lífinu eða endurheimta það. Hún
kýs að líta svo á að hún hafi endur
heimt líf sitt þennan dag, því hún
vissulega lifði af áfall sem hefði
getað dregið hana til dauða.
„Þegar ég vaknaði eftir stóra
áfallið og gat ekki hreyft neitt
nema hægra augað, fór þá lífið
fram úr mér, þar sem ég gat ekki
fylgt draumum mínum eftir? Mig
dreymdi um að fara í háskólanám
og klára mastersnám. Mig langaði
að halda áfram í söngnámi og jafn
vel fara í leiklist.
Þarna brotlentu þessir draumar
og ég gat ekkert gert nema legið
hreyfingarlaus. Hugurinn þráði
samt enn þá þessa sömu hluti.
Endurheimti ég lífið þá þennan
dag með því að vakna, eða missti ég
það þegar ég gat ekki lengur fylgt
draumum mínum og þrám eftir?
Ég er viss um að ég hafi endurheimt
það. Ég fæ núna tækifæri til þess að
blómstra á öðrum sviðum.“
Misstu allt í snjóflóðinu 1995
Árið 1995, þegar snjóflóð féll á Flat
eyri og kostaði 20 manns lífið, var
Katrín aðeins tveggja og hálfs árs
gömul. Hún bjó þá í þorpinu ásamt
foreldrum sínum og tveimur eldri
systrum, í húsi sem faðir hennar,
Guðjón Guðmundsson húsasmíða
meistari, hafði byggt.
Fjölskyldan svaf á efri hæð húss
ins og bjargaðist öll og þó að Katrín
muni ekki þennan dag hefur hann
markað djúp spor í sálarlíf hennar.
„Í f lóðinu misstum við allar verald
legar eigur, en þær eigur var með
tímanum hægt að bæta. Þarna
misstum við þó fyrst og fremst fjöl
skyldu og kæra vini og sú sorg mun
alltaf búa með okkur og öllum
íbúum Flateyrar. Ég var ótrúlega
heppin að komast lífs af og fá að
halda nánustu fjölskyldu minni,
en eftir þetta skaut einhver kvíði
rótum innra með mér, sem hefur
fylgt mér alla tíð síðan.“
Katrín segir að sér líði vel á Flat
eyri, þar sé hennar fólk og allt það
sem hún þarf á að halda. „Ég á mörg
áhugamál og hugðarefni og fæ
aðstoð við að sinna þeim frá kærum
vinkonum sem búa á Flateyri. Ég
á líka tvær eldri systur sem hafa
gert mig svo ríka með fjölskyldum
sínum, börnum og mökum. Þær
veita mér alveg endalausan styrk
og ást og börnin þeirra eru miklir
gleðigjafar. Ég er heppin að eiga
svona stóra, trygga og samheldna
fjölskyldu.“
Slitnaði upp úr sambandinu
Þegar Katrín veiktist var hún eins
og fyrr segir í sambandi við æskuást
sína og stóð hann við hlið hennar í
gegnum hvert áfallið á fætur öðru.
Upp úr sambandinu slitnaði fyrir
um ári og segir Katrín það hafa
verið óumf lýjanlegt. „Þegar litið
er til baka var þetta það eina rétta
í stöðunni og hafði í raun þau áhrif
á mig að mér fannst ég ekki lengur
þurfa að standast neinar væntingar
nema þær sem ég set sjálfri mér.“
Katrín heldur strangri daglegri
rútínu og sinnir hugðarefnum
sínum sem tengjast skrifum, eins og
fyrr segir heldur hún úti bloggsíðu
sem vakið hefur athygli, en útilokar
ekki að eitthvað muni koma út eftir
hana seinna meir.
„Ég vakna alltaf klukkan átta og
sest þá á skrifstofuna mína og fer að
vinna. Svo vaknar öll fjölskyldan og
við förum saman niður í eldhús og
fáum okkur morgunverð. Klukkan
eitt eru svo æfingar, annaðhvort
talþjálfun eða sjúkraþjálfun. Þær
standa alveg til klukkan þrjú eða
fjögur og þá held ég áfram að vinna.
Ég hef gaman af því að taka
myndir, vinna þær og setja þær til
dæmis inn á Instagram eða Insta
gram Story. Ég hef líka mjög gaman
af því að skrifa og finnst það mjög
gefandi,“ segir Katrín sem er dugleg
að uppfæra Instagramsíðu sína:
katrinbjorkgudjons.
Agnarsmáir sigrar
Katrín hefur lært að fagna litlu sigr
unum og jafnvel þeim pínulitlu og
þeir gefa henni kraft til að halda
áfram baráttunni þó að á brattann
sé að sækja.
„Stærsti litli sigurinn er sigur
inn sem ég vann þegar ég slapp úr
öndunarvélinni, en svo koma fleiri
agnarsmáir sigrar. Að ná að kyngja
örlitlu munnvatni, hreyfa fingur
vinstri handar, gefa frá mér hljóð,
fara í viðtal og svara svona persónu
legum spurningum. Þetta eru allt
pínulitlir sigrar sem eru sífellt að
vinnast dag frá degi og verða svo að
lokum að einum risastórum sigri,“
segir hún að lokum.
ÉG VILDI BARA VERÐA EINS
OG ÉG VAR FYRIR ÁFALLIÐ,
LAUS VIÐ ÞENNAN HJÓLA-
STÓL OG STAFASPJALDIÐ.
bæri dauðadómur skuli hafa orðið
hvati fyrir frænda minn til þess
að finna og þróa fyrir mig lyf, sem
mun mögulega bjarga mér og von
andi mörgum öðrum. Lyfið veitir
mér von og það breytir miklu að
finna að allt það sem ég hef gengið
í gegnum hafi, þegar allt kemur til
alls, einhvern tilgang,“ segir Katrín.
Jafnvægið mesti
akkílesarhællinn
Á fimm árum hefur ýmislegt gerst
og bati Katrínar verið í rétta átt.
„Fyrst eftir áfallið gat ég bara hreyft
hægra augað. Nú get ég staðið upp
með aðstoð og gengið um ef ég hef
stuðning. Það er jafnvægið sem er
minn mesti akkílesarhæll. Ég finn
að mér fer fram og að styrkurinn
eykst dag frá degi,“ segir Katrín sem
hefur lært að batinn tekur tíma.
„Fyrst eftir áfallið hélt ég að
batinn yrði hraður eins og eftir
fyrri áföllin og að ég myndi vinna
hvern sigurinn á fætur öðrum. Svo
liðu árin hratt og ég fann að ég varð
óþreyjufull. Ég vildi bara verða
eins og ég var fyrir áfallið, laus við
þennan hjólastól og stafaspjaldið.
Mér fannst ég eiga eftir að segja
svo margt og fara svo víða. Því var
það stór sigur sem ég vann þegar
ég ákvað að ég gæti ekki f lýtt bat
anum. Sigrarnir yrðu að fá að vinn
ast á sínum tíma, hægt en örugglega,
og ég gæti bara fagnað þeim einum
af öðrum,“ segir Katrín einlæg.
Katrín var
aðeins 21 árs og
á fullu í undir-
búningi fyrir
klásuspróf í
hjúkrunarfræði
þegar hún fékk
fyrstu heila-
blæðinguna.
Katrín segir
drauma sína
hafa brotlent
við veikindin en
í dag fái hún þó
að blómstra á
öðrum sviðum.
Katrín var virk í
útivist og hreyf-
ingu fyrir áföllin
og var einmitt
nýkomin af
æfingu þegar
fyrsta áfallið
reið yfir.
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0