Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 30

Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Það er ekki einungis súr-deigsgerð og reiðhjólaæði sem gripið hefur landann á undanförnum mánuðum, því mikill áhugi og ásókn hefur verið í allt sem snertir veiði. „Það er alveg sama í hvaða horn er litið,“ segir Jóhann Sigurður Þor- björnsson, eða Jói eins og flestir kalla hann. „Það virðist vera mikil vakning í öllu veiðitengdu.“ Fluguhnýtingafár Jói er verslunarstjóri hjá Flugu- búllunni og hefur verið frá haust- mánuðum 2019. Jói er vel þekktur meðal veiðimanna, enda hefur hann verið viðloðandi veiði- mennsku frá barnsaldri og hefur síðastliðin 18 ár unnið í hinum ýmsu verslunum borgarinnar sem tengjast sölu á veiðitengdum vörum. Jói er þekktur fyrir að vera einn besti og lærðasti f lugukastari landsins. Hann hefur, í samstarfi við Flugubúlluna, haldið fjölmörg kastnámskeið frá því í byrjun maí, ásamt Hilmari Jónssyni, eða Himma Jóns, sem er FFI-vottaður flugukastkennari og hefur margra ára reynslu í kennslu í f lugu- köstum. Uppselt hefur verið á öll námskeiðin og er ekki ólíklegt að fleiri námskeið verði haldin síðar. „Mikil vakning virðist vera í f luguhnýtingum því veturinn var virkilega annasamur hjá okkur í afgreiðslu á f luguhnýtingaefni af öllu tagi. Í fyrra hófum við sölu á f luguhnýtingaefni frá bresku fyrirtæki sem heitir Turrall, en það býður upp á breiða og skemmtilega línu af f luguhnýtingaefni á virki- lega hagstæði verði. Flugubúllan er einnig umboðsaðili UMPQUA frá Bandaríkjunum en þeir eru með stærri merkjum þegar kemur að öllu sem tengist f lugum og fluguhnýtingaefni, en frá þeim hófum við að selja ýmis tól og tæki til f luguhnýtinga. Veturinn var vonum framar, virkilega góður, og það var mikið að gera dag hvern,“ segir Jói. „Flugubúllan hóf rekstur sinn í raun með sölu á f lugum, áður en fyrirtækið var stofnað undir því nafni sem það ber í dag, og hefur síðan þá stóraukið úrvalið sem boðið er upp á, hvort sem um er að ræða fyrir silungsveiði eða lax- veiði, og eru flugubarinn okkar án efa einn af þeim stærri og flottari á landinu. Við bjóðum upp á flugur sem að langstærstum hluta eru hnýttar hjá stórfyrirtækjunum UMPQUA og Fulling Mill, en þar fyrir utan er Flugubúllan söluaðili fyrir fyrirtækin Fario Fly í Skot- landi og Aqua Flies í Bandaríkjun- um, en við erum einnig með eigið teymi í Kenía sem hnýtir f lugur fyrir okkur allt árið um kring.“ Konurnar ekkert síðri Jói segir að greina megi mikla fjölgun kvenna í veiðinni. Það sé afar ánægjulegt enda gefi þær körlunum ekkert eftir. „Okkar við- skiptavinur er hinn hefðbundni veiðimaður, hvort sem um er að ræða silungsveiðimann eða lax- veiðimann. Og það ánægjulega er að það hefur orðið stóraukning á konum í veiði og þær gera ekki síður kröfur en karlarnir, enda margar virkilega góðir veiðimenn.“ Konur sækist í gæði og ekki sé verra að vörurnar séu fallegar. „Vandaðar og góðar græjur er það sem þær leita eftir, auk þess að vilja líta vel út á bakkanum, en við hjá Flugubúllunni seljum vöðlur og fleira í kvensniðum frá bandaríska stórfyrirtækinu Patagonia,“ segir Jói. „Í fatnaði frá Patagonia eru þær sérlega glæsilegar á bakkanum.“ Vönduð og virt merki Í Flugubúllunni er allt sem við- kemur flugu- og stangveiði. „Flugubúllan sérhæfir sig í f luguveiði og við bjóðum ótrú- legt úrval af f lugum, flugulínum, flugustöngum, fatnaði og öllu því Halldór Gunn- arsson, eigandi Flugubúllunnar, á góðri stundu í Alaska. Veiði- búllan býður upp á ævintýra- legar veiðiferðir til Alaska. Vöðlurnar fást í Flugubúllunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er mikið úrval listilega hnýttra flugna á flugubar Flugu- búllunnar. sem þarf til stangveiða frá heims- þekktum framleiðendum, svo sem Guideline, Wychwood, UMPQUA, ALFA og Fulling Mill svo eitthvað sé upp talið.“ Óhætt er að fullyrða að Flugu- búllan sé sér á báti hér á landi hvað úrval vandaðra veiðivara varðar og þótt víðar væri leitað. „Þess má einnig geta að Flugu- búllan fékk stimpilinn Guideline Pro Shop frá Guideline núna í vetur, enda hefur Flugubúllan frá upphafi verið stór söluaðili fyrir þá hér á landi. Einungis fáeinar Guideline-verslanir í Evrópu fá þennan stimpil og er þetta því mikill heiður. Það má því með sanni segja að Flugubúllan sé Guideline-búð allra landsmanna, enda sendum við vörur sem keyptar eru á vef okkar, f lugu- bullan.is, hvert á land sem er, kaupanda að kostnaðarlausu,“ skýrir Jói frá. „Flugubúllan er einnig stærsti söluaðili Wychwood Game í Evr- ópu utan Bretlands, en Wychwood er gamalgróið og virt merki frá Bretlandi.“ Það er eitthvað fyrir alla í Flugu- búllunni. „Og þó svo Flugubúllan sérhæfi sig í f luguveiði, er einn- ig ýmislegt á boðstólum fyrir þá sem vilja til dæmis bara nota hefðbundna kaststöng og spún. Það fæst f lest til veiða hjá okkur í Flugubúllunni.“ Nýjar og spennandi vörur Þá nefnir Jói fjölda nýrra spenn- andi vara sem nú eru á boðstólum. „Það er margt nýtt þetta árið hjá okkur í vöruúrvalinu. Þar má fyrst nefna nýja línu f luguhjóla frá finnska fyrirtækinu ALFA Fish- ing en Flugubúllan hefur verið umboðsaðili ALFA undanfarin tvö ár og má með sanni segja að f lestir séu farnir að kannast við þessi stórglæsilegu f luguhjól, sem koma í miklu litrófi. Þetta eru hjól sem vekja eftirtekt á bakkanum.“ Jói segir mikla eftirvæntingu hafa ríkt eftir nýju ARCTIC línunni sem væntanleg er hvað úr hverju. „Nýja línan af ALFA- hjólunum sem ber nafnið ARCTIC tafðist töluvert í framleiðslu vegna COVID-faraldursins. Þau eru loksins að koma til okkar, en það eru margir orðnir óþreyjufullir yfir biðinni, en fjölmargir hafa nú þegar tryggt sér eintak úr fyrstu sendingunum.“ Nýja ARCTIC línan kemur í nýjum litum og fjölmörgum stærðum og hentar fyrir allt frá léttum silungsveiðistöngum að tvíhendum. „Svo má nefna RS línuna frá Wychwood en þeir voru að koma með arftaka Wychwood RS f lugu- stanganna sem hafa farið sigurför frá árinu 2016. Nýja línan sem einfaldlega ber nafnið RS2 er að margra mati orðin enn betri en forverinn og er líklegt að þessar stangir eigi eftir að fara svipaða sigurför, enda gæðavara á virki- lega hagstæðu verði. Wychwood bætti einnig við glæsilegu nýju f luguhjóli til að fullkomna RS línuna og er það einfaldlega kallað RS2 líka og kemur í þremur stærðum sem henta á allar stærðir RS2 stanganna,“ upplýsir Jói. „Elevation stangalínan frá Gui- deline kom einnig fram á sjónar- sviðið þetta árið, en um er að ræða ofurléttar, miðlungshraðar stangir fyrir veiðimenn á öllum stigum. Notast er við sjálf bært fram- leiðsluferli og umhverfisvæna hluti við framleiðslu á þessum byltingarkenndu flugustöngum.“ Vöðlurnar fást líka í Flugu- búllunni. „Patagonia er einnig að koma með nýja línu af vöðlum þetta árið og hefur sala á þeim farið virkilega vel af stað enda um sérlega glæsilegar og góðar vöðlur að ræða. Um er að ræða SwiftCur- rent Expedition vöðlulínuna, sem bæði kemur með rennilás að framan sem og án renniláss. Þessi lína verður einnig í boði í kven- sniði á næsta ári og hlökkum við mikið til þess.“ Ævintýri í óbyggðum Á síðasta ári hófu Flugubúllan og bandaríska fyrirtækið Anglers Alibi samstarf um veiði í Alaska. „Anglers Alibi rekur einstaklega flottar veiðibúðir í óbyggðum Alaska þar sem veiðimenn eru lík- legri til að mæta bjarndýri en öðru fólki þegar það er við veiðar. Og veiðin þarna er svo ótrúleg að það er lyginni líkast.“ Svæðið sem veitt er á er stór- brotið og lífríkið með ólíkindum. „Veitt er í ánni Alagnak sem er í Suðvestur-Alaska en þangað gengur lax í magni sem hvergi ann- ars staðar í heiminum er hægt að sjá. Þetta eru ótrúlegar ævintýra- ferðir sem láta engan ósnortinn,“ segir Jói dreyminn. „Þónokkrir voru á leið til Alaska í sumar í gegnum Flugubúlluna, en COVID-faraldurinn hefur vissu- lega sett strik í reikninginn fyrir þá, því miður, en Anglers Alibi hefur komið til móts við alla sína viðskiptavini og bíður eftir þeim sem ekki komast á þessu ári, á næsta ári.“ Kynning verður á veiði í Alaska í apríl á næsta ári, en þá munu forsvarsmenn Anglers Alibi mæta á staðinn og vera með flotta kynn- ingu fyrir landann. Við bjóðum ótrú- legt úrval af f lug- um, flugulínum, flugu- stöngum, fatnaði og öllu því sem þarf til stang- veiða frá heimsþekktum framleiðendum. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RVEIÐIBLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.