Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 34

Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 34
Veiðivötn vinda svo vel ofan af fólki. Ég finn það svo vel þegar það kemur upp- fullt af stressi í veiðina en kveður mig svo slakt og ljúft og öll heimsins vandamál eru gleymd. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Veiðivötn eru ægifögur uppi á hálendinu og hægt að veiða þar bleikju og urriða. Langflestir sem koma þangað til veiða eru sömu Íslendingarnir ár eftir ár. Bryndís Hanna Magnúsdóttir. Góð veiði úr Grænavatni: 45,6 pd.Friðrik Þórarinsson veiddi stærsta urriðann í Veiðivötnum í fyrra: 16,06 pd. Maðurinn minn var orðinn þreyttur á smíðavinnu og þá kom einn úr stjórninni, tók mig undir handarkrikann og sagði að ég ætti að verða veiðivörð- ur í Veiðivötnum. Hann var bæði stór og mikill og ég varð skelfingu lostin, að fara þangað með rúm- lega tveggja ára gamalt barn í ansi frumstæðar aðstæður þar sem hvorki var rafmagn né sími, heldur eingöngu Gufunes-radíó- ið. Við fórum nú samt og yndis- legur drengurinn ólst hér upp og fékk svolítið villt uppeldi,“ segir Bryndís Hanna Magnúsdóttir, um hvernig það kom til að hún gerðist veiðivörður í Veiðivötnum fyrir 35 árum og er enn þar að störfum. „Fyrsta sumarið var svakaleg lífsreynsla. Menn voru mjög óbeislaðir í sambandi við vín og akstur og það fór ekki að lagast fyrr en hálendiseftirlitið hófst. Ég er svo innilega þakklát fyrir það þegar lögreglan fór að birtast óvænt, en reglulega, því þá lagað- ast allt svo mikið í sambandi við akstur. Ég hafði sífelldar áhyggjur af slysum á fólki sem var að slarka og keyra yfir vöð og upp blind- hæðir og krappar beygjur, því vegirnir hér eru varasamir en svo góðir að hægt er að keyra hratt,“ segir Bryndís. Hún er úr Landssveitinni og eiginmaður hennar, Rúnar Hauksson, úr Holtahreppnum en þau búa á Hellu. Þaðan tekur um klukkustund og 20 mínútur að keyra inn í Veiðivötn. „Fyrstu árin komum við inn í Vötn um miðjan júní og vorum farin heim 20. september, en nú eru þetta fjórir mánuðir vegna hlýnunar. Það var alltaf kominn hörkuvetur þegar við fórum heim, en nú komum við inn eftir þegar orðið er fært um miðjan maí og erum fram í október. Ég hef úthald hér allan tímann. Það eina sem ég sakna er að finna ekki lykt af nýslegnu heyi í sveitinni, en ég tek mér þó aldrei frí til að fara í hey- skap; ég gæti misst af einhverju hér á meðan,“ segir hún og hlær. Allt fullt þrátt fyrir COVID Nánast eingöngu Íslendingar koma til veiða í Veiðivötnum. Fyrsta árið var svakaleg lífsreynsla Bryndís Hanna Magnúsdóttir hefur staðið vaktina sem veiðivörður í Veiðivötnum undanfarin 35 ár. Hún saknar einskis á hálendinu nema kannski helst lyktarinnar af nýslegnu heyi í sveitinni sinni. „Sirka 90 prósent þeirra sem koma hingað eru sama fólkið ár frá ári. Þeir hætta ekki að koma fyrr en þeir deyja og ég veit ekkert hvað þeir gera þá, en það getur vel verið að þeir séu hér líka þá. Ég get því brosað hringinn á þessu COVID- ári því ég þarf ekki að sakna útlendinganna; mínir kúnnar voru búnir að borga fyrir sumarið 1. mars og mæta hingað allir glaðir og kátir,“ upplýsir Bryndís sem tók á móti fyrstu veiðimönnunum fimmtudaginn 18. júní, þegar Veiðivötn voru opnuð. „Hingað streymdu veiðimenn í opnunina og það eru vel yfir 100 stangir á svæðinu núna. Ég reyni að hafa ekki f leiri en 90 til 100 stangir, það er mátulegt. Kast- stöng með spún er mest notuð og þá má enn nota makríl og maðk sem beitu, og svo er heilmikið um fluguveiði. Aflinn er eins og lottóið, maður veit aldrei hvað bítur á en flestir fá fisk og sumir marga,“ segir Bryndís. Auðveldast er að ná í bleikju. „Hér varð umhverfisslys fyrir mörgum árum þegar bleikju var sleppt í Tungnaá og öll vötn sem hafa samgang við Tungnaá, nema Fossvötnin, eru undirlögð af bleikju. En það var svo skrýtið í gosinu í Grímsvötnum, þegar askan kom yfir vötnin og við héldum að allur fiskur dræpist, að bleikjan hefur blómstrað síðan og orðið þó nokkuð mikið af þriggja punda bleikju. Okkur rennir því í grun að það geti stafað af nær- ingarríkri öskunni,“ segir Bryndís. Þeir sem kaupa veiðileyfi í Veiðivötnum koma í von um að fá stóran urriða á stöngina. „Veiðivötn samanstanda af mörgum vötnum en Fossvötnin hafa alltaf verið okkar aðalsmerki og hafa þá sérstöðu að þar má bara veiða á f lugu. Þá er Litlisjór lang- stærstur og kemur mest upp úr honum, gríðarlega gott beitiland fyrir urriðann,“ upplýsir Bryndís. Vötnin vinda ofan af fólki Komið er yndislegt sumar í Veiði- vötnum þar sem má heyra fagran söng fjölbreytts fuglalífs. „Töfrar Veiðivatna eru ómót- stæðilegir. Hingað koma ekki eingöngu veiðimenn heldur er það staðurinn sjálfur sem trekkir að með ró sinni, frið og fyllingu. Innan um er auðvitað mikið af ástríðufullum veiðimönnum sem smyrja sér samlokur að morgni og koma ekki inn fyrr en að kvöldi, en staðurinn vindur svo ofan af fólki. Ég finn það svo vel þegar fólk kemur uppfullt af stressi og fer í veiðina en kveður mig svo slakt og ljúft og öll heimsins vandamál gleymd.“ Veiðivötn eru á hálendinu og friðurinn algjör. „Svæðið er svo stórt að það þarf enginn að vera ofan í næsta manni nema þeir vilji það. Hér fá menn sitt rými eins og þeir vilja. Það er bannað að fara á bátum út á vötnin, en menn mega vaða út í þau á vöðlum,“ segir Bryndís sem hefur margt á sinni könnu sem veiðivörður. „Við erum sex til sjö sem vinnum hér allt sumarið. Kristinn sér um heflun vega, við Birgitta erum á skrifstofunni, í þrifum og mörgu fleiru. Í sumar verður nýr starfs- maður, Jakob Atli, hann sprittar helstu snertifleti í húsunum. Þá sjá Rúnar og Hlynur Snær um að aka um og sjá um veiðivörslu og það sem til fellur í viðhaldsvinnu,“ segir Bryndís sæl, enn eitt sumarið í Veiðivötnum. „Eftir 35 ára starf sem veiðivörð- ur er alltaf jafn mikil tilhlökkun að fara upp eftir á vorin og að fara heim á haustin. Þá er fólkið hætt að koma og manni fer að leiðast.“ 00000 www.veidikortid.is Hvar ætlar þú að veiða í sumar? Útsölustaðir: N1, OLÍS, veiðivöruverslanir 6 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RVEIÐIBLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.