Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 35
Bæjarhrauni 20
220 Hafnarfjörður
www.vsb.is
Tækni- og verkfræðingar
VSB Verkfræðistofa leitar að reyndum tækni- eða
verkfræðingi til framtíðarstarfa á þróunarsviði.
Hefur þú áhuga á að starfa við fjölbreytt og krefjandi
verkefni við:
• Hagnýtingu BIM
• Áætlanagerð
• Gerð útboðsgagna
• Umsjón framkvæmda
Á þróunarsviði VSB starfar öflugt teymi bygginga-,
tækni-og verkfræðinga með mikla reynslu.
Á sviðinu er veitt fjölbreytt ráðgjöf fyrir verkkaupa í
undirbúningi og stjórnun verkefna í mannvirkjagerð.
Þá heldur fagsviðið einnig utan um ýmis umbóta og
þróunarverkefni innan VSB.
Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri VSB,
Hjörtur Sigurðsson, hjortur@vsb.is
Umsókn um starfið með upplýsingum um menntun,
hæfni og starfsreynslu óskast skilað á ofangreint
netfang eigi síðar en 5. júlí nk.
Fyllsta trúnaðar verður gætt.
VSB Verkfræðistofa er fjölhæf verkfræðistofa á sviði
mannvirkjagerðar og framkvæmda. VSB veitir viðskiptavinum
ráðgjöf með lausnum sem einkennast af hagkvæmni, fagmennsku
og áreiðanleika. Á stofunni starfa 37 manns.
Upplýsingar veitir Jakobína H. Árnadóttir,
jakobina@lidsauki.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk.
og sótt er um á alfred.is.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar
blaðsíðu kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.
Leitað er að drífandi og öflugum verkefnastjóra í teymi atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá SSNE. Starfið er
á starfsstöð SSNE á Akureyri og um fullt starf er að ræða. Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
• Verkefnastýring stærri og minni verkefna sem tengjast
verksviði SSNE.
• Vinna við áhersluverkefni, kostnaðareftirlit
og fjárhagslegt uppgjör.
• Umsjón og ráðgjöf varðandi Uppbyggingarsjóð.
• Atvinnuráðgjöf, ráðgjöf og upplýsingagjöf til frumkvöðla.
• Aðkoma að verkefnum tengdum brothættum byggðum.
• Samskipti og samstarf við hagaðila.
• Móttaka erlendra og innlendra gesta.
• Háskólapróf sem nýtist í starfi (BA, BS, B.ed
eða sambærilegt)
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
• Reynsla af stjórnun og rekstri er kostur.
• Góð þekking á atvinnulífi svæðisins er kostur.
• Reynsla af ráðgjöf er kostur.
• Afburðarhæfni í samskiptum og tengslamyndun.
• Sjálfstæði, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
• Mjög góð færni í íslensku og ensku.
Markmið með starfsemi SSNE er að efla Norðurland
eystra sem eftirsótt til búsetu og atvinnu. SSNE skal
vera sterkur bakhjarl aðildar sveitar félaga í sameigin
legum málum þeirra og stuðla að góðu mann lífi,
lifandi menningarlífi og öflugri atvinnu starf semi
á starfssvæðinu. Hlutverk SSNE er að þjónusta
sveitarstjórnir og atvinnulíf á starfssvæði lands hluta
samtakanna til að ná framangreindum markmiðum.
Helstu verkefni Menntunar- og hæfnikröfur
Verkefnastjóri
Hæfniskröfur
• Háskólagráða á sviði verkfræði eða sambærilegu,
með meistaragráðu sem nýtist í starfi
• Reynsla úr atvinnulífinu, sérstök áhersla er lögð á mikla
reynslu og þekkingu af rekstrar- og vörustjórnun
• Reynsla í áætlanagerð og umbótastarfi
• Hæfni til að greina og miðla upplýsingum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla og þekking af starfsumhverfi hins opinbera
er kostur
• Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að sýna frumkvæði,
metnað og ábyrgð
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á rekstri sölu- og þjónustusviðs
• Ábyrgð á vörustjórnun og skipulagi Vínbúða
• Leiðandi við innleiðingu stefnu og þjónustu
við viðskiptavini
• Áætlanagerð og töluleg greining gagna
• Leiðir umbótaverkefni
Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is
Nánari upplýsingar: Guðrún Símonardóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ.
Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af
þessum gildum.
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu
þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og
skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Framkvæmdastjóri
ÁTVR leitar að metnaðarfullum og öflugum stjórnanda í starf
framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs. Framkvæmdastjóri
ber ábyrgð gagnvart forstjóra. Framkvæmdastjóri skal sjá
til þess að rekstur sem hann ber ábyrgð á sé í samræmi við
góða stjórnunarhætti og stefnu fyrirtækisins.
Umsókninni skal fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf
um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem
viðkomandi hefur náð í starfi. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Framkvæmdastjóri á sæti í framkvæmdastjórn ÁTVR og
er þátttakandi í stefnumótun fyrirtækisins.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og
efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára