Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 41

Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 41
ÚTGÁFUFÉLAGIÐ TORG EHF., ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA SÉRFRÆÐING Í SAMFÉLAGSMIÐLUM Sérfræðingur í samfélagsmiðlum mun hafa yfirumsjón með samfélagsmiðlum Torgs og vera ritstjórn til stuðnings við miðlun efnis á samfélagsmiðlum. Hæfniskröfur eru eftirfarandi: • Menntun sem nýtist í starfi. • Mjög góð íslenskukunnátta. • Reynsla af mörkun samfélagsmiðlastefnu. • Reynsla af umsjón og gerð efnis fyrir samfélagsmiðla. • Reynsla í fjölmiðlun er mikill kostur. • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á Elísabetu Hrund Salvarsdóttur á netfangið elisabet@torg.is Umsóknarfrestur er til og með 26.júní 2020. Starfsmaður í launadeild Þorbjarnar hf Þorbjörn hf óskar eftir að ráða starfsmann í launadeild á skrifstofu félagsins í Grindavík. Viðkomandi mun sinna bæði útreikningum/utanumhaldi á launum starfsmanna í landi og á sjó. Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla af launaútreikningum skilyrði • Reynsla í Navision kostur • Reynsla í Timon kostur • Menntun sem hæfir starfinu Upplýsingar og umsókn heidar@thorfish.is Umsóknarfrestur 2. júlí MARKAÐSSTJÓRI Vegna aukinna umsvifa óskar Steypustöðin eftir að ráða einstakling til að leiða markaðsstarf fyrirtækisins. Við óskum eftir metnaðarfullum einstakling í okkar góða hóp, sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni. Um framtíðarstarf er að ræða. Helstu verkefni og ábyrgð Uppbygging og markaðssetning á vörumerki fyrirtækisins til neytenda. Framkvæmd og eftirfylgni markaðsáætlunar. Kostnaðaráætlun markaðsmála. Umósknir sendist á atvinna@steypustodin.is - Frekari upplýsingar um starfið veitir Wassim Mansour í síma 897 9593 Steypustöðin ehf | Malarhöfða 10 | 110 Reykjavík | steypustodin.is | s: 4 400 400 • Háskólamenntun í markaðsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Meistaragráða kostur • Að lágmarki 3 ára reynsla af umsjón markaðsmála • Reynsla af uppsetningu markaðsherferða, þekking á stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum • Reynsla af byggingarmarkaði kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð tungumálakunnátta og framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Sterkur liðsfélagi, drifkraftur og metnaður í starfi • Rík þjónustulund Hæfniskröfur Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnar- firði auglýsir lausar stöður leik- og grunnskólakennara og stuðningsfull- trúa skólaárið 2020-2021 með mögu- leika á framtíðarstarfi. Vegna mikillar ásóknar og fjölgunar nemenda leitum við að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kær- leika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um störfin. Stöðurnar sem um ræðir eru: • Leikskólakennarar með 5 ára börnum – fullt starf • Umsjónarkennari á yngsta stigi grunnskóla – fullt starf • Stuðningur með börnum – fullt starf eða hlutastarf • Starfsfólk í frístund – hlutastarf Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennsluréttindi fyrir kennarastöður (eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi) • Reynsla, menntun og þekking á starfi með börnum • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð íslenskukunnátta • Stundvísi og áreiðanleiki Starfskjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands eða Hlífar eftir því sem við á. Bent er á að lögum samkvæmt verða umsækjendur að skila inn sakavottorði. Nánari upplýsingar um störfin fást í gegnum netfangið barnaskolinnhfj@hjalli.is eða í síma 555-7610. Umsóknir berist á netfangið barnaskolinnhfj@hjalli.is fyrir 30. júní 2020. Vinsamlegast láttu fylgja ferilskrá og tilgreindu hvaða stöðu er sótt um. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.