Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 43
Vilt þú móta íslenskt samfélag?
Nánari upplýsingar um störfin ásamt menntunar- og hæfniskröfum er að finna á www.intellecta.is. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem í stuttu máli er gerð er grein fyrir hæfni umsækjenda sem nýtist í starfi.
Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum og aldri, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að öflugum liðsmönnum til að taka þátt í spennandi
verkefnum á sviði framkvæmda-, leigu- og eignamála ríkisins, skv. nýju skipuriti
sem tekur gildi 1. september 2020. Um er að ræða ný og krefjandi störf hjá
þekkingarstofnun í hraðri framþróun.
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR)
er leiðandi afl á sviði opinberra
framkvæmda og húsnæðisöflunar.
Markmið okkar er að auka skilvirkni,
hagkvæmni, gæði og samfélagslegan
ávinning við framkvæmdir og
húsnæðisöflun á vegum ríkisins. FSR er
í fararbroddi við að innleiða vistvænar
vinnuaðferðir og upplýsingalíkön
mannvirkja (BIM) í byggingariðnaði á
Íslandi.
Meðal verkefna sem FSR vinnur að
um þessar mundir eru undirbúningur
uppbyggingar hjúkrunarheimila
víða um land, Hús íslenskunnnar, ný
skrifstofubygging Alþingis, gestastofur
í þjóðgörðum, viðbygging við
stjórnarráðshúsið, þróun stjórnarráðsreits
og ofanflóðaverkefni víða um land, auk
fjölbreyttra húsnæðisöflunarverkefna þar
sem unnið er markvisst að innleiðingu
nýjunga í skipulagi vinnuumhverfis.
Lögð er áhersla á að starfsfólk
sýni frumkvæði, fagmennsku og
þjónustulund, njóti sín í starfi og hafi
möguleika á að auka þekkingu sína og
reynslu með markvissum hætti.
Laun eru samkvæmt gildandi
kjarasamningi fjármála- og
efnahagsráðherra og viðkomandi
stéttarfélags.
Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.fsr.is
Sviðsstjóri verkhönnunar og framkvæmda
• Verkefnastjórn framkvæmdaverkefna á stigi verkhönnunar og framkvæmda
• Eftirfylgni leiguverkefna á stigi verkhönnunar og framkvæmda
• Útboð verkhönnunar, verklegra framkvæmda og eftirlitsþátta
• Rekstur verksamninga
• Framþróun umhverfis-, öryggis- og réttindamála í opinberum framkvæmdum
• Þróun og eftirfylgni afhendinga, virkni- og viðtökuprófana
• Þátttaka í framþróun forsagna og tæknilausna í opinberum húsnæðisverkefnum
• Þátttaka í framþróun útboðs- og samningsforma vegna opinberra framkvæmda
Helstu verkefni sviðsins verða:
Sviðsstjóri fjárfestingaáætlana og greiningar
• Þróun og vinnsla langtímaáætlana fyrir fjárfestinga- og eignamál ríkisins
• Fjárhags- og gagnagreiningar vegna verkefna á vegum FSR
• Skráning ríkiseigna
• Uppbygging gagnagrunna fjárfestinga- og eignamála
• Frum- og áhættumat framkvæmda- og leiguverkefna
• Stuðningur við áætlanagerð annarra fagsviða FSR
• Vinnsla verkefnaáætlana fyrir stærri framkvæmda- og leiguverkefni
• Utanumhald kostnaðarbanka
Helstu verkefni sviðsins verða:
Lögfræðingur á skrifstofu forstjóra
• Umsjón samninga vegna opinberra framkvæmda og tengdra ráðgjafar- og eftirlitsþátta
• Umsjón samninga vegna leiguverkefna
• Lögfræðileg ráðgjöf til forstjóra, framkvæmdastjórnar og fagsviða FSR
• Hlutverk verkkaupa gagnvart aðkeyptri lögfræðiráðgjöf
• Gerð umsagna og svör við fyrirspurnum
• Þátttaka í þróun regluverks á sviði framkvæmda- og eignamála ríkisins
• Þátttaka í framþróun réttindamála í verklegum framkvæmdum
• Þátttaka í framþróun útboðs- og samningsforma vegna opinberra framkvæmda og leiguverkefna
Helstu verkefni:
Verkefnastjóri á sviði þróunar eigna og aðstöðu
• Verkefnastjórnun framkvæmda- og leiguverkefna á stigi frumathugunar og frumhönnunar
• Vinnsla forathugana og frumáætlana sbr. verklagsreglna um opinberar framkvæmdir
• Vinnsla þarfagreininga og notendaráðgjöf því tengd
• Vinnsla útboðsgagna og eftirfylgni vegna innkaupa á ráðgjöf
• Þátttaka í vinnslu forsagna og undirbúningi leiguverkefna
• Fjölbreytt ráðgjöf til viðskiptavina FSR um húsnæðis- og aðstöðumál
• Þátttaka í frumkvæðisverkefnum innan FSR
Helstu verkefni:
Leitað er að öflugum og reynslumiklum stjórnanda með framúrskarandi getu til að byggja upp öflugt teymi.
Leitað er að öflugum og reynslumiklum stjórnanda með framúrskarandi getu til að byggja upp öflugt teymi.
Lögfræðingur mun starfa á skrifstofu forstjóra og koma að fjölbreyttum úrlausnarefnum á sviði eigna-, leigu- og
framkvæmdamála hins opinbera.
Leitað er að öflugum verkefnastjóra með haldbæra reynslu af framkvæmdaverkefnum á undirbúnings- og þróunarstigi.
Nánari upplýsingar:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2020
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is