Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 64
Það má matreiða lax á margvíslegan hátt. Sumum finnst hann bestur soðinn með
smjöri á meðan aðrir vilja hann
grillaðan eða bakaðan. Áður fyrr
var afgangur af soðnum laxi oft
settur í majónes með eggjum,
tómötum og agúrku. Úr því varð
til fínasti réttur. Þá var ekki boðið
upp á asískar vörur í verslunum og
fólk þekkti ekki lax með núðlum
og sojasósu. En nú er öldin önnur
og er þá ekki bara gaman að prófa
eitthvað nýtt.
Hér er lax sem er matreiddur
á asískan hátt með hrísgrjóna
núðlum og grænmeti.
Lax með núðlum
6-700 g laxaflak (má nota silung)
Salt og pipar
Olía til steikingar
Hrísgrjónanúðlur
Sesamfræ
½ límóna
Sósa
¾ dl sæt sojasósa
½–1 rauður chilli-pipar, smátt
skorinn
2 tsk. fínrifið engifer
1 stór hvítlaukur, pressaður
1–2 tsk. sesamolía
½ límóna, safinn
Pak choi salat
1–2 pak choi, (blaðkál) skorið
1 rauðlaukur, skorinn
1 rauð paprika, í þunnum
strimlum
2 gulrætur, í þunnum strimlum
1 epli, skorið í bita
Ferskt kóríander
Hrærið saman allt sem á að fara
í sósuna og bragðbætið með
límónusafa. Ef þú færð ekki sæta
sojasósu er hægt að bæta hunangi
út í venjulega sojasósu. Einnig
má skipta út chillipipar fyrir sri
rachasósu.
Skerið laxinn í jafna bita og
steikið hann í olíu í 2–3 mínútur
á annarri hliðinni á meðalhita.
Snúið honum þá við og steikið í
smástund í viðbót. Gætið að því
að ofelda ekki fiskinn. Látið hann
hvíla í nokkrar mínútur áður en
hann er borinn fram. Skerið niður
grænmetið og steikið á háum
hita (á wokpönnu ef hún er til) í
grænmetisolíu. Það má skipta út
pak choi fyrir kínakál eða spínat.
Í lokin er fersku kóríanderi dreift
yfir.
Sjóðið núðlurnar eftir leið
beiningum á pakkanum. Það má
skipta út núðlum fyrir hrísgrjón.
Berið laxinn fram með grænmeti
og núðlum ásamt sósunni.
Frábær fiskisúpa
Það er alltaf gott að fá holla og
góða fiskisúpu. Hafið allt til
búið fyrir fram áður en byrjað er
á súpunni. Fiskurinn er settur út í
stuttu áður en gestirnir setjast til
borðs.
300 g bláskel
5–600 g lax, þorskur, steinbítur
eða hvað sem hugurinn girnist
150 g rækjur
1 laukur
2 hvítlauksrif, smátt skorin
1 rauður chilli-pipar, smátt
skorinn
2 dl hvítvín
3 dl rjómi
125 g smjör
1 lítri fiskisoð
250 g sellerírót, skorin smátt
2 gulrætur, skornar smátt
1 blaðlaukur, skorinn smátt
1 fennel, smátt skorið
Salt, pipar og ferskar kryddjurtir,
til dæmis basilíka, steinselja og
graslaukur
Byrjið á að undirbúa eldamennsk
una með því að skera niður allt
grænmeti, hreinsa fiskinn og
skera hann í 2x2 cm bita. Skolið
blá skelina vel í köldu vatni og
hreinsið hana ef með þarf. Skelin
á að opnast strax við suðu, ef ekki,
skal henda henni.
Byrjið á að steikja lauk, hvít
lauk og chillipipar í smásmjöri
í stórum potti. Þar á eftir kemur
hvítvín og bláskel. Setjið lokið á
pottinn og sjóðið í 2–3 mínútur
eða þar til skelin opnast. Takið
skeljarnar frá og setjið í skál
á meðan haldið er áfram með
súpuna. Kjötið er tekið úr f lestum
skeljum en nokkrar skildar eftir til
skreytingar.
Bætið nú grænmeti, fiskikrafti
og rjóma saman við bláskeljasoðið.
Látið suðuna koma upp og sjóðið
í 2 mínútur. Bætið þá smjörinu
saman við. Rétt áður en súpan er
borin á borð er fiskurinn settur
saman við og allt látið malla í þrjár
mínútur. Bætið þá við rækjum,
bláskel og ferskum kryddjurtum.
Bragðbætið með salti og pipar eftir
því sem þarf.
Berið súpuna fram með góðu
brauði.
Vöfflur og lax
Vöfflur geta passað vel með kjöti
eða reyktum laxi. Hér er uppskrift
að grófum vöfflum sem bornar
eru fram með laxi. Skemmtilegur
smáréttur.
75 g hveiti
75 g heilhveiti
35 g haframjöl
¼ tsk. salt
½ tsk. lyftiduft
3½ dl mjólk
½ dl vatn
2 egg
2 msk. smjör
Epla- og fennelsalat
1 fennel, í þunnum strimlum
100 g sellerírót, í þunnum
strimlum
1 epli
1 sítróna, börkur og safi
100 g sýrður rjómi
2–3 msk. majónes
1 msk. dijon-sinnep
Salt og pipar
200 g reyktur lax
Hrærið fyrst saman öllum þurr
efnum. Síðan er eggjunum bætt
saman við og hrært áfram þannig
að deigið verði kekkjalaust. Best er
að nota hrærivél.
Þá er mjólk, vatni og bræddu
smjöri bætt við. Bætið við meiri
vökva ef deigið er of þykkt eða
hveiti ef það er of þunnt. Látið
deigið standa í 30 mínútur áður en
vöfflurnar eru bakaðar.
Uppskriftin ætti að gefa átta
vöfflur ef bakað er með vöfflujárni
fyrir belgískar vöfflur.
Hreinsið grænmeti og skerið
niður. Best er að nota mandólín
ef það er fyrir hendi. Kreistið smá
sítrónusafa yfir grænmetið.
Hrærið sýrðum rjóma, majónesi
og sinnepi saman og bætið fínt
rifnum sítrónuberki út í ásamt
salti og pipar. Hrærið saman við
grænmetið.
Setjið reyktan lax og salat á
nýsteikta vöfflu.
Góðgæti á borðið með laxi
Nýveiddur lax eða silungur er lostæti sem gaman er að matreiða. Heppnir veiðimenn geta sann-
arlega slegið upp veislu ef lax er til í húsinu. Það er hægt að gera ýmsar útgáfur með gott hráefni.
Lax á asískan hátt með núðlum eða hrísgrjónum eftir vali. MYND/GETTY
Fiskisúpa með bláskel og laxi er hreinasta veisla fyrir bragðlaukana.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
ASKJA • Söludeild Honda Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • 590 2910 • askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Honda á Íslandi.
Skoðaðu úrvalið á netverslun.honda.is
Tæki sem þú getur treyst
Gúmmíbátar og utanborðsmótorar í miklu úrvali
8 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RVEIÐIBLAÐIÐ