Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 68

Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 68
Laxfiskar er regnhlífahugtak yfir lax, bleikju, silung og urriða. Í íslensku ferskvatni finnast eingöngu fimm innfæddar tegundir af fiski, þar á meðal eru Atlantshafslax (Salmo salar), urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus), evrópskur áll (Anguilla anguilla) og hornsíli (Gasterosteus sp.). Regnbogasilungur (Oncor- hynchus mykiss) var innfluttur til eldis á sjötta áratugnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fiski- stofa gaf út árið 2011. Laxfiskar, þar með taldir lax, bleikja, silungur og urriði, finnast í 250 ám hér á landi, en af þeim gengur Atlantshafslaxinn upp í 80 ár, sem flestar eru á Vesturlandi. Önnur laxamið er að finna á lág- lendi Norðvestur- og Norðaustur- lands sem og á suðurströndinni. Urriði og bleikja finnast í stöðu- vötnum, en ganga einnig í sjó fram úr ýmsum ám víða um land. Sjóbleikja finnst aðallega í köldum árstraumi í fjalllendi Norðaustur- og Norðvesturlands og á Austur- landi þar sem lax gengur ekki í ár. Sjóbirtingur finnst í ágætu magni á láglendi við suðurströndina, sér- staklega í kringum Kirkjubæjar- klaustur. Fiskveiði í ferskvatni Hornsílin eru ekki stórir fiskar en afar mikilvægir fyrir vistkerfið. Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af fimm innfæddum fisktegundum íslenskra straum- og stöðuvatna. Fiskarnir eru um 5-10 sentí- metrar á lengd og draga nafn sitt af þremur broddum á bakinu framan við bakuggann. Hornsíli er langalgengasti fiskurinn í Þingvallavatni, en talið er að þar séu um 85 milljónir hornsíla. Hornsíli er ein mikil- vægasta fæða urriða og bleikju í vatninu. Hornsíli hafa lagað sig að umhverfi Þingvallavatns á sama hátt og bleikjan, en tvö af brigði hornsíla finnast í vatninu. Annað af brigðið er á 20-25 metra dýpi á meðan hitt heldur sig í grynn- ingum. Hrygningartími hornsíla er á vorin. Þá byggir hængurinn hús eða hreiður úr plöntuhlutum og f leiru. Því næst lokkar hann til sín hrygnu til að hrygna í húsið og rekur hana síðan burt. Svo frjóvgar hann eggin með svili sínu og ver af miklum ákafa uns þau klekjast. Hængurinn lítur eftir seiðunum í um eina viku þegar þau eru útklakin. Yfirgefi þau hreiðrið innan viku tekur hann þau í munninn og syndir með þau aftur í húsið. Upplýsingarnar eru fengnar af Wikipedia og vef Þingvalla. Forvitnilegt einkalíf hornsíla ellidason@strengir.is /// strengir.is /// 660 6890 N FJD ESIG N .CO M Farsæl þjónusta við veiðimenn síðan 1988 Það eru fáar lax- og silungsveiðiár sem bjóða upp á eins fallegt umhverfi, góða gistiaðstöðu og auðvelt aðgengi að veiðistöðum og Breiðdalsá. Hóflegt verð er á laxasvæðinu frá 30.000 kr. til 45.000 kr. á stöng á dag. Silungasvæði Breiðdalsár er með góða veiði í sjóbleikju, urriða og sjóbirtingi. Verð veiðileyfa er 15.000 kr. stangardagurinn. VEIÐIHÚSIÐ EYJAR Frábær gisting í boði fyrir alla ferðalanga, jafnt veiðimenn sem aðra. Sjón er sögu ríkari, glæsileg aðstaða með útsýni yfir einstakan fjallahring Breiðdals sem á engan sinn líkan á Íslandi. Hægt að bóka stök herbergi en húsið er tilvalið fyrir smærri hópa með eða án veitingaþjónustu. FERÐUMST INNANLANDS Í SUMAR Veiðikona með 18 kílóa lax úr Klickitat-á árið 1927. MYND/GETTY Þær eru ófáar en mistrúverð-ugar sögurnar af risavöxnum löxum, en eins og allir veiði- menn vita geta þessi forneskjulegu dýr orðið lygilega stór. Stærsti laxinn sem veiðst hefur hér á landi var tíu ára gömul hrygna, sem hlaut nafngiftina Grímseyjarlaxinn. Þessi merkilega en ólánsama hrygna sem veiddist í þorskanet árið 1957, var 132 senti- metrar að lengd og vó 25 kíló. Talið er að hún hafi verið enn þyngri á meðan hún lifði. Stærsti Atlants- hafslaxinn sem vitað er um vó rúm 39 kíló og var veiddur í Tana-ánni í Noregi. Stærsti skrásetti lax sögunnar var svo veiddur árið 1985 í Kenai-á og var það maður að nafni Les Anderson sem átti heiðurinn af þeim feng. Sá lax vó um 43 kíló, eða rétt rúm 97 pund. Lygilegir laxar 12 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RVEIÐIBLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.