Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 68
Laxfiskar er regnhlífahugtak yfir lax, bleikju, silung og urriða. Í íslensku ferskvatni finnast eingöngu fimm innfæddar tegundir af fiski, þar á meðal eru Atlantshafslax (Salmo salar), urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus), evrópskur áll (Anguilla anguilla) og hornsíli (Gasterosteus sp.). Regnbogasilungur (Oncor- hynchus mykiss) var innfluttur til eldis á sjötta áratugnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fiski- stofa gaf út árið 2011. Laxfiskar, þar með taldir lax, bleikja, silungur og urriði, finnast í 250 ám hér á landi, en af þeim gengur Atlantshafslaxinn upp í 80 ár, sem flestar eru á Vesturlandi. Önnur laxamið er að finna á lág- lendi Norðvestur- og Norðaustur- lands sem og á suðurströndinni. Urriði og bleikja finnast í stöðu- vötnum, en ganga einnig í sjó fram úr ýmsum ám víða um land. Sjóbleikja finnst aðallega í köldum árstraumi í fjalllendi Norðaustur- og Norðvesturlands og á Austur- landi þar sem lax gengur ekki í ár. Sjóbirtingur finnst í ágætu magni á láglendi við suðurströndina, sér- staklega í kringum Kirkjubæjar- klaustur. Fiskveiði í ferskvatni Hornsílin eru ekki stórir fiskar en afar mikilvægir fyrir vistkerfið. Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af fimm innfæddum fisktegundum íslenskra straum- og stöðuvatna. Fiskarnir eru um 5-10 sentí- metrar á lengd og draga nafn sitt af þremur broddum á bakinu framan við bakuggann. Hornsíli er langalgengasti fiskurinn í Þingvallavatni, en talið er að þar séu um 85 milljónir hornsíla. Hornsíli er ein mikil- vægasta fæða urriða og bleikju í vatninu. Hornsíli hafa lagað sig að umhverfi Þingvallavatns á sama hátt og bleikjan, en tvö af brigði hornsíla finnast í vatninu. Annað af brigðið er á 20-25 metra dýpi á meðan hitt heldur sig í grynn- ingum. Hrygningartími hornsíla er á vorin. Þá byggir hængurinn hús eða hreiður úr plöntuhlutum og f leiru. Því næst lokkar hann til sín hrygnu til að hrygna í húsið og rekur hana síðan burt. Svo frjóvgar hann eggin með svili sínu og ver af miklum ákafa uns þau klekjast. Hængurinn lítur eftir seiðunum í um eina viku þegar þau eru útklakin. Yfirgefi þau hreiðrið innan viku tekur hann þau í munninn og syndir með þau aftur í húsið. Upplýsingarnar eru fengnar af Wikipedia og vef Þingvalla. Forvitnilegt einkalíf hornsíla ellidason@strengir.is /// strengir.is /// 660 6890 N FJD ESIG N .CO M Farsæl þjónusta við veiðimenn síðan 1988 Það eru fáar lax- og silungsveiðiár sem bjóða upp á eins fallegt umhverfi, góða gistiaðstöðu og auðvelt aðgengi að veiðistöðum og Breiðdalsá. Hóflegt verð er á laxasvæðinu frá 30.000 kr. til 45.000 kr. á stöng á dag. Silungasvæði Breiðdalsár er með góða veiði í sjóbleikju, urriða og sjóbirtingi. Verð veiðileyfa er 15.000 kr. stangardagurinn. VEIÐIHÚSIÐ EYJAR Frábær gisting í boði fyrir alla ferðalanga, jafnt veiðimenn sem aðra. Sjón er sögu ríkari, glæsileg aðstaða með útsýni yfir einstakan fjallahring Breiðdals sem á engan sinn líkan á Íslandi. Hægt að bóka stök herbergi en húsið er tilvalið fyrir smærri hópa með eða án veitingaþjónustu. FERÐUMST INNANLANDS Í SUMAR Veiðikona með 18 kílóa lax úr Klickitat-á árið 1927. MYND/GETTY Þær eru ófáar en mistrúverð-ugar sögurnar af risavöxnum löxum, en eins og allir veiði- menn vita geta þessi forneskjulegu dýr orðið lygilega stór. Stærsti laxinn sem veiðst hefur hér á landi var tíu ára gömul hrygna, sem hlaut nafngiftina Grímseyjarlaxinn. Þessi merkilega en ólánsama hrygna sem veiddist í þorskanet árið 1957, var 132 senti- metrar að lengd og vó 25 kíló. Talið er að hún hafi verið enn þyngri á meðan hún lifði. Stærsti Atlants- hafslaxinn sem vitað er um vó rúm 39 kíló og var veiddur í Tana-ánni í Noregi. Stærsti skrásetti lax sögunnar var svo veiddur árið 1985 í Kenai-á og var það maður að nafni Les Anderson sem átti heiðurinn af þeim feng. Sá lax vó um 43 kíló, eða rétt rúm 97 pund. Lygilegir laxar 12 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RVEIÐIBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.