Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 78

Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 78
Lestrarhestur vikunnar Þrymur Magnús Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Bókabeitan efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. „Jæja já, tölusúpa,“ sagði Kata og var ekki par hrifin. „Hvað eigum við að gera við þessa tölusúpu?“ Lísaloppa las leiðbeiningarnar. „Við eigum að byrja á bláu tölunni tveir og með því að fylgja bara sléttum tölum lóðrétt og lárétt, finna leiðina upp á töluna 8 á toppi teningsins.“ „Sléttar tölur og oddatölur, það kann ég nú,“ sagði Kata hróðug. „Eru annars 2,4, 6 og 8 ekki sléttar tölur?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Vindum okkur þá í þetta,“ sagði Kata ákveðin. „Ekki eftir neinu að bíða.“ Konráð á ferð og flugi og félagar 408 Getur þú fundið leiðina í gegnum talnateninginn ?? ? 7 5 3 6 8 1 4 6 4 2 3 5 8 2 4 5 6 9 7 8 5 6 4 2 6 5 2 4 2 5 1 2 4 3 7 8 2 6 5 3 5 3 9 1 8 5 2 3 9 4 7 2 6 8 3 2 4 3 4 2 4 2 5 8 9 4 2 6 5 1 7 8 2 3 2 6 3 5 7 1 3 5 2 4 1 5 4 8 1 2 6 4 1 6 4 3 2 8 9 4 8 4 5 6 2 4 9 2 6 4 2 3 4 7 2 5 3 1 8 6 7 2 1 4 2 6 4 8 4 2 7 2 2 6 2 8 7 3 2 1 7 6 4 6 4 2 8 5 4 2 8 3 4 2 3 6 8 7 6 2 5 4 7 2 7 2 4 2 2 3 1 4 2 6 5 6 2 3 7 6 4 6 2 5 1 3 8 7 8 5 2 4 4 3 8 7 2 4 4 3 2 6 3 9 7 6 8 4 2 3 8 4 5 2 2 6 4 1 8 6 2 3 8 9 2 6 5 2 2 6 9 4 6 2 7 9 2 8 5 6 8 2 9 3 2 4 5 6 3 8 4 2 7 9 8 5 ?? „Helstu áhugamálin mín eru fim­ leikar,“ segir Hekla aðspurð. „Ég er að æfa í Gróttu þar sem ég er á fimmta þrepi í áhaldafimleikum.“ Hvernig eru áhaldafimleikar? „Áhaldafimleikar eru eiginlega venjulegir fimleikar en þá er maður á slá og alls konar þannig og maður dansar einn á mótum. Í hópfimleik­ um dansar maður í hóp og er ekki á slá og heldur ekki á tvíslá, maður er þá bara mest í stökki og eitthvað þannig. Það væri örugglega alveg gaman að vera í hópfimleikum en það hentar mér eiginlega bara betur að vera í áhaldafimleikunum.“ Hekla æfir fimleika fjórum sinn­ um í viku en var því miður veik þegar hópurinn hennar keppti á móti nýverið. „Stundum er erfitt að mæta á æfingar fjórum sinnum í viku en mér finnst samt aldrei leiðinlegt,“ segir Hekla, enda segist hún æfa með mjög skemmtilegum stelpum. „Ég hef líka áhuga á dansi og hef verið í samkvæmisdansi í skólanum og mér finnst það ekki gaman, því þá þarf maður að dansa við stráka. En í ágúst ætla ég að fara á dans­ námskeið með vinkonu minni.“ Hekla er í þriðja bekk í Ísaksskóla en þar byrjaði hún þegar hún var fimm ára. „Það er gaman í Ísaks­ skóla og besta vinkona mín heitir Valva. Nú í sumar þurfum við ekki að vinna heimavinnu, heldur eigum við bara að lesa til að halda okkur við.“ Þegar Hekla er spurð hvað hana langi að verða þegar hún verður stór hugsar hún sig um og svarar svo: „Ég er ekki alveg viss en ég held ég ætli að verða gullsmiður og búa til skart­ gripi.“ Hekla á hund sem heitir Hollý og er augljóst að Hollý er í miklu uppá­ haldi. „Hollý er fiðrildahundur, papill­ on. Þeir eru með risastór eyru. Ég er kannski ekki mikið að sjá um hana, en ég fer stundum með hana út að labba og ég á fullt af myndum af henni. Hún er svolítið hávær og algjör frekja.“ Hekla á ekki bara hund, hún á líka lítinn bróður. „Hann heitir Víkingur Bjarkar og er nýorðinn eins árs. Hann er mjög sætur og skemmtilegur en stundum smá frekja inn á milli.“ Það má heyra á Heklu að henni finnist bæði gaman að eiga hund og lítinn bróður, þó að hún segi að það sé ólíkt. Hver ætli sé þó helsti munurinn á þessu tvennu? „Aðal­ munurinn er að Víkingur er barn og Hollý, hún er hundur.“ Þar hafið þið það! Fimleikastelpa sem langar að læra gullsmíði Hekla Karlsdóttir er átta ára – að verða níu ára, nemandi við Ísaksskóla, sem æfir áhaldafimleika fjórum sinnum í viku, sem getur verið erfitt – en er sjaldnast leiðinlegt. Hekla á háværan fiðrildahund sem heitir Hollý. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÉG ER KANNSKI EKKI MIKIÐ AÐ SJÁ UM HANA, EN ÉG FER STUNDUM MEÐ HANA ÚT AÐ LABBA OG ÉG Á FULLT AF MYNDUM AF HENNI. ÉG LES OFT SYRPUR. ÉG LAS LÍKA SKRÍMSL- IÐ LITLA SYSTIR MÍN OG NÖNNU NORN. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Myndasögur og bækur eftir Ævar vísinda- mann. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Syrpu, ég les oft Syrpur. Ég las líka Skrímslið litla systir mín og Nönnu norn. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Syrpu. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Vampírur sem bíta alla, líka börn. Ef þú mættir velja þér persónu úr bók til að ferðast um Ísland með, hver væri hún? Hábeinn heppni. Hvernig munduð þið ferðast? Með flugvél til Akureyrar. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Man það ekki en mamma segir Barbapabbi. Ferðu oft á bókasafnið? Já, einu sinni eða tvisvar í viku. Hver eru þín helstu áhugamál? Vera í tölvunni og lesa bækur. Í hvaða skóla ertu? Árbæjar- skóla. 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.