Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 84
ÞETTA KEMUR Á EINSTAKLEGA GÓÐUM TÍMAPUNKTI ÞAR SEM ÉG ER, EINS OG AÐRIR TÓNLISTAR- MENN, BÚINN AÐ VERA AT- VINNULAUS Í ÞRJÁ MÁNUÐI. Benedikt Kristjánsson Sóley Stefánsdóttir, söng-kona og tónskáld, og Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari, hlutu árleg verðlaun úr Minningar-sjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Athöfnin fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Hlaut hvort þeirra eina milljón króna úr sjóðnum. Sóley hefur gefið út plötur og unnið að tónlist fyrir leikhús, kvik- myndir, dansverk og stuttmyndir. Hún hefur f lutt tónlist sína víða um heim og á dyggan aðdáenda- hóp. Benedikt hefur komið fram í tónleikahúsum og óperuhúsum víðs vegar um heim og unnið með virtum stjórnendum. Vinnur að nýrri plötu „Ég er óskaplega þakklát og það er mikill heiður að vera valin,“ segir Sóley. „Þessi viðurkenning kemur sér gríðarlega vel. Mín helsta inn- koma er af tónleikaferðum en þeim hefur nánast alfarið verið aflýst út árið.“ Þessa dagana er hún að leggja lokahönd á fjórðu breiðskífu sína. „Tónlistin á plötunni er elegía til móður okkar allra, jarðarinnar, og fjallar um það hvernig við erum hægt og bítandi að eyðileggja hana. Þetta gæti til að mynda verið tónlist sem maður setur á fóninn síðasta daginn fyrir endalokin,“ segir Sóley. Hún segist þegar vera farin að leggja drög að næstu plötu. „Ég ætla að nýta þennan styrk til að hefjast strax handa við næstu plötu, en hún er hugmyndalega séð beint fram- hald af þessari sem ég er að ljúka við núna.“ Hún segir að á þeirri plötu verði eingöngu leikin tónlist, þar séu engir textar. „Kannski fjallar sú plata um daginn eftir að allt er búið. Ætli ég leiki mér ekki þar að hugmyndinni um tímann og blandi hljóðheimi jarðarinnar við hljóð- heiminn minn.“ Fastur í Berlín Benedikt Kristjánsson er fastur i Berlín vegna COVID-19 og faðir hans Kristján Valur Ingólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd sonar síns. Blaðamaður sló á þráðinn til Berlínar og ræddi við þakklátan verðlaunahafa. „Þetta gríðarlega mikill heiður því þetta er ekki styrkur sem maður sækir um heldur er maður valinn,“ segir Benedikt og bætir við: „Þetta kemur á einstaklega góðum tíma- punkti þar sem ég er, eins og aðrir tónlistarmenn, búinn að vera atvinnulaus í þrjá mánuði.“ Spurður hvort ástandið sé ekki verulega slæmt fyrir söngvara um þessar mundir segir hann: „Þetta er skelfingarástand fyrir söngvara og fullt af sjálfstætt starfandi tónlistar- mönnum sem sjá jafnvel ekki fram á að geta haldið þessu starfi áfram.“ Hann segir að fyrst núna séu ein- hver hjól byrjuð að snúast varðandi hann sjálfan. „Ég átti að syngja Jóhannesarpassíu Bachs í Köthen en ekki verður af því, í staðinn verður verkið tekið upp í kirkju og sett á vídeó. Í byrjun ágúst syng ég í óperunni Cosi fan tutte eftir Moz- art sem sett verður upp í COVID-19 fjarlægð í stórum sal í Berlín. Þar verður strengjasveit og söngvar- arnir verða eins og brúður sem hreyfa sig ekki.“ Þakklátir og glaðir verðlaunahafar Sóley Stefánsdóttir og Benedikt Kristjánsson hlutu verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Sóley vinnur að nýrri plötu og Benedikts bíða verkefni eftir verkefnalaust COVID-tímabil. „Ég er óskaplega þakklát,“ segir Sóley. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er gríðarlega mikill heiður,“ segir Benedikt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UPPBYGGJANDI RITMENNSKA AÐ SKRIFA SIG ÚR SKUGGANUM Í LJÓSIÐ Innifalið: Gisting í þrjár nætur, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsinu Kjarnalundi og líkamsrækt, hóptímar, fræðsla og slökun. Umsjón: Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Verð með gistingu frá fimmtudegi til sunnudags er 59.000 kr. pr. einstakling. Berum ábyrgð á eigin heilsu www.heilsustofnun.is Námskeið frá mmtudegi til sunnudags, 9.-12. júlí 2020 Steinunn Sigurðardóttir leiðbeinir þátttakendum við að nota ritmennsku til þess að byggja sig upp Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni. Leitað verður skapandi skriflegra leiða til þess að tjá erfiðar tilfinningar. Reynt verður að skoða þessa líðan utan frá með textann sem kíki. Ritmennskuaðferðin, með hópeflinu, er notuð sem tæki til þess að stuðla að betri líðan og skapa uppbyggjandi kraft fyrir þá sem glíma við óyndi, áhyggjur, kvíða. Á seinni stigum námskeiðs verður áherslan á að þjálfa þátttakendur í að tjá skriflega jákvæðar og uppbyggjandi tilfinningar. Skráning í síma 4830300 eða heilsa@heilsustofnun.is Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á glæpa- sögunni Tíbrá eftir Ármann Jak- obsson, sem út kom hjá Bjarti á dögunum. Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns og hefur hún hlotið góðar viðtökur, setið á metsölulistanum í Eymundsson frá fyrsta degi og fékk fjórar stjörnur í Fréttablaðinu fyrir skemmstu. Fjórir ungir menn fara saman á veiðar – misjafnlega vanir skot- vopnum. Hvað gæti farið úrskeiðis? Eina andvökunóttina sér níræð kona, sannkallað hörkutól, mann með derhúfu bogra yfir stóru röri í nágrenni íbúðar hennar í úthverfi Reykjavíkur. Þegar hún lítur þar við á göngu síðar, sér hún lík. Hér fæst rannsóknarteymið, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Ármanns, við afar sérstakt sakamál: nestorinn Bjarni, Kristín, arftaki hans, hin formfasta Margrét Krabbe og fallegi kvennabósinn Njáll. Sigurjón tryggir sér Tíbrá Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Ármann Jakobsson getur verið kampakátur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Á tónleikum sumarjazztón-leikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækja- götu, í dag, 20. júní, kemur fram Latínband kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Óskar Guð- jónsson leikur á saxófón, Kjartan Hákonarson á trompet, Samúel Jón Samúelsson á básúnu, Ómar Guð- jónsson á gítar og Matthías Hem- stock á trommur og slagverk. Á efn- isskrá verður úrval af Latíntónlist hljómsveitarstjórans. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúar- torginu. Þeir eru ókeypis og hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Latínband á Jómfrúnni Tómas R. verður á veitingastaðnum Jómfrúnni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.