Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 96
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Óttars
Guðmundssonar
BAKÞANKAR
Aðeins í júní
©
Inter IKEA System
s B.V. 2020
+
+
+
+
+
+
+
15% afsláttur af skóm til 17. júní
faeturtoga.is
afláttarkóði:
skor15
Oofos Brooks
Laugarásvegur 1
Pantaðu á skubb.is
OG FÁÐU HEIMSENT
Eitt er að kunna og annað að fara eftir því sem maður kann. Mikill fjöldi fólks veit
nákvæmlega hvernig best er að
hætta að drekka eftir endurteknar
meðferðir, en drekkur sem aldrei
fyrr. Þúsundir hafa lært hugræna
athyglismeðferð vegna kvíða
en nýta sér ekki þá kunnáttu og
engjast áfram í kvíðaköstum.
Með árunum verð ég meðvitaðri
um allt sem ég hef misst af og
langar til að læra. Ég hef haft uppi
áætlanir um spænskunámskeið,
leiðsögumannaskólann og nú
síðast skriðsund.
Ég lærði ungur að synda hjá
Eiríki sundkennara í gömlu
sundlaugunum en gekk illa með
„beygja, kreppa, sundur, saman!“.
Fór oft í sundlaugar en sat mest í
pottunum.
Á dögunum skráði ég mig og
konuna á skriðsundsnámskeið í
Ásvallalaug. Kennarinn var einn
þessara aðdáunarverðu manna
sem fæddust í sundlaug í Serbíu
og komu syndandi inn í þennan
heim. Hann sagði mér í fyrsta tím-
anum að ég væri ósyndur. Bringu-
sundið úr gömlu sundlaugunum
væri jafn úrelt og síðutogararnir
frá sama tíma.
En skriðsundið gengur brösug-
lega þrátt fyrir frábæra kennslu.
Mér gengur illa að samræma
hreyfingar handa og fóta svo að úr
verður örvæntingarfullt busl með
tilheyrandi bölvi, hóstaköstum
og hálfdrukknunum. Kennarinn
er sallarólegur og segir að jafnvel
ég geti lært að synda skriðsund.
Aldrei að gefast upp.
Námskeiðinu er lokið. Ég kann
öll grundvallaratriði skriðsunds-
ins en gengur illa að tileinka mér þá
þekkingu. Eiginkonunni gekk mun
betur og nú minnir hún á Helgu
jarlsdóttur sem synti úr Harðar-
hólma forðum. Sundkennarinn
sagði reyndar að hún yrði líka að
læra björgunarsund, þar sem hann
horfði á mig úti í lauginni.
Skriðsund