Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 2
2 6. mars 2020FRÉTTIR mannskæðustu faraldrarnir Spænska veikin Spænska veikin var inflúensu­ faraldur, mannskæðasta farsótt sem heimildir herma. Hún gekk yfir á árunum 1918 til 1919 og dró allt að hundrað milljónir manns til dauða, þar af tæplega fimm hundruð á Íslandi. Um var að ræða veirustofninn H1N1 innan inflúensu af A­stofni. HIV-veiran Eyðni eða alnæmi greindist fyrst árið 1981 í Bandaríkj­ unum, þótt sjúkdómurinn eigi rætur að rekja lengra aftur. Í framhaldinu geisaði alnæmisfaraldur og hafa um þrjátíu milljónir manna dáið vegna smits af HIV­veirunni til dagsins í dag. Jústinía-plágan Jústinía­plágan geisaði í austrómverska keisara­ dæminu á árunum 541 og 542 og olli sama bakterían plágunni og olli svartadauða mörgum öldum síðar. Sumir sagnfræðingar telja þessa plágu þá mannskæðustu og að 25 til 50 milljónir manns hafi látið lífið, 13 til 26 prósent íbúa heimsins. Aðrir segja þessar tölur ýktar. Svartidauði Svartidauði gekk yfir Evrópu á árunum 1331 til 1353. Svartidauði var oft kallaður pest eða plága og þurrkaði út á bilinu tuttugu til sextíu prósent íbúa í Evrópu, 20 til 200 milljónir manns. Stóra drepsóttin Dularfulli sjúkdómurinn „cocol­ iztli“ dró allt að 17 milljónir íbúa þess landsvæðis sem í dag heitir Mexíkó til dauða á árunum 1545 til 1548 og 1576. Um var að ræða sjúkdóm sem einkenndist af háum hita og blæðingum. Allt að 80 prósent íbúa landsvæðisins þurrkuðust út í faraldrinum. Á þessum degi, 6. mars 1619 – Franski skylmingamaðurinn og leikskáldið Cyrano de Bergerac fæddist. 1853 – Óperan La Traviata eftir Giuseppe Verdi var frumsýnd í Vínar­ borg. 1957 – Vestur­Afríkuríkið Gana lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 1989 – Frjálsíþróttafélag ÍBV var stofnað í Vestmannaeyjum. 1996 – Íslenska tímaritið Séð og heyrt kom út í fyrsta sinn. Fleyg orð „Fólk getur gleymt því sem þú segir, en það gleymir því seint hvernig þú lætur því líða.“ – Maya Angelou Veiran setur veislu- hald úr skorðum n Þessi fyrirtæki fóru að ráðum Landlæknis n Ekkert skrall hjá Samorku F ari svo að COVID-19 smit fari að berast manna á milli hér á landi kemur til greina, samkvæmt Landlækni, að grípa til víðtækari ráðstafana á borð við samkomubann. Tilfellum hefur farið ört fjölgandi og hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tek- ið sjálf af skarið með því að aflýsa stórum samkom- um. Árshátíðir fyrirtækja eru gjarnan algengar í kring- um þennan tíma og hafa margir, íslenskir vinnu- staðir hætt við sínar samkomur eða frestað þeim fram að hausti. Eftirfarandi fyrirtæki eru þeirra á meðal þeirra sem hafa nú afbókað sína sali. Lengri og ítarlegri úttekt á fyrir- tækjum verður að finna á DV.is um helgina. Samorka Í tilkynningu frá Samorku segir að í ljósi þess að hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir vegna veirunnar hafi verið ákveðið að skjóta fyrrnefnd- um ársfundi á frest. Þar að auki verði sýningu á veg- um fyrirtækisins í Laugardalshöll á hreinorkufarar- tækjum og lausnum tengdum orkuskiptum einnig frestað, en til hafði staðið að hún færi fram samhliða ársfundinum, dagana 12.–15. mars. Sýningin hefur verið færð til októbermánaðar. Pósturinn Árs hátíð Pósts ins, sem fara átti fram 21. mars, var einnig frestað í ótilgreindan tíma. Forstjóri Íslands- pósts hefur fullyrt að enginn starfsmaður sé þar sýktur en óskynsamlegt væri að stefna fólki alls stað- ar að af land inu saman í sal, sem gæti aukið líkur á útbreiðslu. Össur Stoðtækjaframleiðslufyrirtækið Össur frestaði sinni árshátíð fram á haust og fyrirtækið gaf út til- kynningu þar að lútandi Það þótti skynsamlegt því starfs menn fyr ir tæk is ins ferðast til útlanda vegna vinnu sinn ar. „Starfs fólk hef ur sýnt þessu skiln ing en fyr ir tækið starfar á heil brigðis sviði og inn an þess geira hef ur að und an förnu verið gripið til auk inna varúðarráðstaf ana vegna kór óna veirunn ar,“ seg ir í til kynn ing unni. Önnur fyrirtæki sem hafa slegið sínum viðburðum á frest vegna COVID-19 Byko Orka Náttúrunnar Samskip Verk og Vit Læknafélag Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.