Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 30
Menning & viðburðir 06. mars 2020KYNNINGARBLAÐ
RITSMIÐJA, LISTASÝNING OG NOTALEG STEMNING Á BÓKASAFNI ÁRBORGAR:
„Við erum alltaf með heitt á
könnunni“
Bókasafn Árborgar á Selfossi réðst í heilmiklar framkvæmdir í vetur til þess að bæta
húsakost og auka enn frekar
þægindi gesta sinna. „Hér hefur
auðvitað alltaf verið þægilegt
andrúmsloft, skemmtilegir gestir og
notalegt að dvelja með góða bók,
dagblað eða námsefni og sötra
rjúkandi kaffi, en lengi má gott bæta.
Við bættum við öðrum lesbekk í
einn gluggann og erum því með tvö
gluggasæti sem gott er að koma
sér fyrir í, lesa góða bók og skoða
mannlífið fyrir utan. Einnig erum
við með notalega lesstofu þar sem
gott er að setjast niður og lesa eða
læra í ró og næði,“ segir Esther Erla
Jónsdóttir bókavörður.
Bókasafn Árborgar samanstendur
af þremur bókasöfnum, þ.e. á
Selfossi, í Blátúni á Eyrarbakka og
svo í grunnskólanum á Stokkseyri.
„Stærsta safnið er á Selfossi. Þar
er jafnframt meiri starfsemi en á
hinum söfnunum og opnunartími
rýmri. Þess má geta að öllum
útlánsbókum safnanna má skila
á hvaða safn sem er af þessum
þremur söfnum. Ásamt því að hýsa
bókasöfn Árborgar höldum við fjölda
menningarviðburða á ári. Við erum
með tónlistarviðburði, listasýningar,
upplestra og margt fleira. Það má
alltaf bóka að eitthvað skemmtilegt
sé að gerast á bókasöfnunum.“
Börnin elska að koma í bókasafnið
Barnabókahornið í bókasafninu er
stórskemmtilegur viðkomustaður
fyrir börn á öllum aldri.
„Barnadeildin okkar er troðfullt af
skemmtilegum bókum fyrir yngstu
kynslóðina. Þá starfrækjum við
m.a. sumarlestrarátak í júní fyrir
krakkana í Árborg. Þá skrá börnin
sig í sumarlestur og fá lestrarhefti
til að halda tölu yfir lesturinn. Svo er
haldinn viðburður í hverri viku í júní til
þess að hvetja krakkana enn frekar
til lestrar. Þá eru ratleikir, upplestrar,
fyrirlestrar og fleira skemmtilegt.“
Bókasafn Árborgar var lengi
vel eina bókasafnið á landinu
sem leigði út kökuform. „Við
erum með um 20 kökuform til
leigu, allt frá prinsessupilsum
og risaeðluformum upp í
kransakökuform, sem er jafnframt
nýjasta kökuformið okkar.
Kökuformaleigan er mjög vinsæl
hjá okkur enda er þetta stórsniðugt
framtak.“
Bókasafn Árborgar á Selfossi
rekur metnaðarfullt sýningastarf.
„Í Listagjánni, sýningarsalnum
okkar, er ávallt einhver áhugaverð
listasýning í gangi. Í augnablikinu
sýnir þar Davíð Art Sigurðsson
abstrakt- og landslagsmálverk og
ber sýningin yfirskriftina Ég vitja þín
þegar vorar. Sýningin mun standa
út marsmánuð en þá fer upp ný
sýning með landslagsljósmyndum
eftir Hallgrím P. Helgason, sem er
ljósmyndari í Árborg.“
Hvað er á döfinni?
Framundan eru skemmtilegir og
áhugaverðir viðburðir á vegum
bókasafnsins. „Gunna Stella
Pálmarsdóttir mun, þann 26.
mars kl. 18, halda fyrirlestur um
hvernig má einfalda lífið og minnka
stress. Við bjóðum alla velkomna
á þennan skemmilega viðburð á
meðan húsrúm leyfir.
Hún Sunna Dís Másdóttir,
sem meðal annars hefur birst á
sjónvarpsskjáum landsmanna
sem gagnrýnandi í Kiljunni, og er
jafnframt ein af ljóðakollektívinu
Svikaskáld, mun halda ritsmiðju
hjá okkur 7. apríl. Um er að ræða
fræðandi smiðju þar sem fjallað
er um ævisögur, sjálfsævisögur
og skáldævisögur sem og gráa
svæðið á milli. Þá mun Sunna lesa
upp brot úr ævisögum til þess
að veita innblástur og svo gera
þátttakendur stílæfingar út frá
brotunum (Þau gera stílæfingar,
en ekki endilega út frá brotunum).
Hámarksfjöldi í smiðjuna er
fimmtán en skráning er ekki hafin.
Smiðjan og fleiri viðburðir verða
auglýstir síðar á Facebook-síðu
safnsins, Bókasafn Árborgar og
við hvetjum lesendur til þess að
fylgjast með okkur þar.“
Nánari upplýsingar má nálgast á
bokasafn.arborg.is
Tölvupóstur: bokasafn@arborg.is
Austurvegur 2, Selfossi
Sími: 480-1980
Opnunartími yfir vetrartíma: 1.
september–31. maí. Virkir dagar:
09.00–19.00 og laugardagar:
10.00–14.00
Eyrarbraut 2, Stokkseyri
Sími: 480-3223
Opið er mánudaga og fimmtudaga kl.
16.00–18.00. Þriðjudaga kl. 19.00–21.00
Túngötu 40, Eyrarbakka
Sími 480-1991
Opið er mánudaga og fimmtudaga
kl. 16.00–18.00. Þriðjudaga kl. 19.00–
21.00 (Þriðjudaga og fimmtudaga
16 –18. Miðvikudaga 19–21)