Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 37
SAKAMÁL 376. mars 2020 Mann tókst að hafa upp á George sem sagðist hafa lagt á flótta því stjúpmóðir hans hefði myrt systkin hans með saltsýru og hefði reynt slíkt hið sama með hann. Lík barnanna grafin upp Það olli þónokkrum vandræðum við rann- sókn málsins hve langur tími hafði liðið frá dauða Annie og systkina hennar. Að auki gátu læknar ekki með fullri vissu sagt til um áhrif þess að bera saltsýru á hálskirtla. En það vakti aftur á móti athygli Mann að Martha hafði keypt mikið magn af salt- sýru á þeim tíma er börnin voru veik, en ekkert síðan síðasta barnið dó. Þessi staðreynd þótti gefa tilefni til að grafa upp lík barnanna þriggja og var það gert 3. júlí, 1909. Viti menn, enn, eftir allan þennan tíma, var að finna leyfar saltsýru í vefjarsýnum sem tekin voru úr hálsi barn- anna þriggja. Thomas sýknaður Martha Rendell var ákærð fyrir morð og reyndar Thomas líka. Martha hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu; sagðist ein- göngu hafa reynt að lækna börnin af barnaveiki. Harry Mann sagði að: „hún hefði haft unun af því að sjá fórnarlömb sín engjast af sársauka og fengið af því kynferðislega full- nægingu“. Thomas var síðar sýknaður, þrátt fyrir að hann hefði einnig komið að kaupunum á saltsýrunni. Talið var að hann hefði ekki vitað um glæpi Mörthu fyrr en síðar. Kviðdómur var þó allur af vilja gerður til að sakfella Thomas, þó ekki væri nema fyrir að hafa verið í vitorði með Mörthu, en hafði sitt ekki í gegn. Bersyndug, vond stjúpa Martha Rendell var dæmd til dauða og almenningi blöskraði glæpir hennar. Í fjölmiðlum var hún kölluð „bersyndug“ kona og fékk einnig hið sígilda viðurnefni „vonda stjúpan“. Þann 6. október, 1909, fór Martha Rendell til fundar við skapara sinn þegar hún var hengd í Freemantle-fangelsinu. Hún var grafin í Freemantle-kirkjugarði og yfir hálfri öld síðar var raðmorðingja að nafni Eric Edgar Cooke holað niður í sömu gröf. Martha var síðasta konan sem tekin var af lífi í Vestur-Ástralíu. n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI VARMENNSKA STJÚPUNNAR VONDU n Martha Rendell tók saman við fjögurra barna föður n Innan skamms fór börnunum fækkandi n Loks var eftir eitt „Sem fyrr var Martha boðin og búin að huga að eymsl- unum og bar á hálskirtlana salt- sýruna góðu „Vonda stjúpan“ Martha reyndist börnunum vægast sagt illa. Grafreitur númer 409 Hálfri öld eft- ir aftökuna fékk Martha félagsskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.