Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 20
20 6. mars 2020
Á
síðustu árum hefur sprottið upp
mikill fjöldi svonefndra líkams
ræktarstöðva, og fyrir skömmu var
haldin hér á landi sýning á því fólki
sem náð hafði langt í að byggja upp mik
il vöðvabúnt. En ekki eru allir á eitt sáttir
um ágæti þeirrar þjálfunar sem þarna fer
fram þó flestir séu sammála um að aukin
líkamsrækt sé bæði nauðsynleg og æskileg.
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur kom
ið fram gagnrýni á að ekki sé
staðið að þjálfuninni í lík
amsræktarstöðvunum eins
og æskilegt væri og þá eink
um að ekki sé þar sérþjálfað
starfsfólk til leiðbeiningar.
Þá hefur einnig verið bent
á að fólk hafi ofreynt sig og
slazast vegna rangrar þjálf
unar.
Þannig hófst frétt sem birtist í DV í febr
úar árið 1982. Á níunda áratugnum rann
heilmikið líkamsræktaræði á Íslendinga.
Fram að því voru það nær aðallega kraft
lyftingamenn og keppendur í íþróttum
sem stunduðu það að lyfta lóðum. Lík
amsræktarstöðvar spruttu upp eins og
gorkúlur víða um land á næstu árum og
samhliða því jukust vinsældir vaxtarrækt
ar og þolfimi.
„Hingað koma menn alls staðar að. Úr
atvinnulífinu, rannsóknarlögreglumenn
jafnt sem bifvélavirkjar. Við fengum meira
að segja heilt sprautuverkstæði úr Kópa
voginum,“ sagði athafnamaðurinn Svein
björn Guðjohnsen í samtali við blaða
mann DV í september 1980. Nokkrum
mánuðum áður hafði hann ásamt Viðari
bróður sínum stofnað Orkubót, fyrstu ís
lensku líkamsræktarstöðina. Í frétt DV var
að vísu talað um „líkamsræktarstofu“.
„Jú, við gerum það sem kallað er að
pumpa járn,“ segir Sveinbjörn. ,,Þeir, sem
koma til okkar, eru aðeins að halda líkam
anum í formi. Aðrir til að fá á sig vöðva.
Erlendis er það fyrirbæri nefnt body
building og við höfum fengið flest þau
tæki, sem menn þurfa til að gera sjálfa sig
að vöðvaknippum.“
Sveinbjörn tjáði blaðamanni að „lík
amsræktarstofur eins og þessi væru orðnar
mjög algengar erlendis.“ Þá sagði hann að
honum væri aðeins kunnugt um eina slíka
stofu á Íslandi, Heilsuræktarstofu Eddu, en
sú stofa hafði verið lögð niður nokkrum
árum áður.
Árið 1980 var opnuð önnur
líkamsræktar stöð í Reykjavík. Bar stöðin
nafnið Heba og þótti það nokkur nýbreytni
að þar var eingöngu boðið upp á kvenna
tíma. Í grein DV í september 1980 segir:
„Þar er boðið upp á alhliða leik
fimi, gufubað, ljós. Þá er gigtarlampi á
staðnum. Konunum er síðan boðið upp
á kaffi á eftir tímunum og þær fá sérstaka
matarlista, að sögn Svövu Svavarsdóttur,
annars af eigendunum. Hún sagði, að
með leikfiminni væri reynt að ná til allra
vöðvanna.“
„Þeir Viðar og Sveinbjörn í Orkubót eru
ekki einir um hituna því neðar í Brautar
holtinu hefur heilsuræktin Apollo aðsetur.
Hún er minni um sig en ágætlega búin nýj
ustu tækjum. Þar ráða þeir ríkjum Birgir
Viðar og Heimir Jensson og sjá um hand
leiðslu allan þann tíma sem menn sækja
heilsuræktina. Þar er meiri áhersla lögð á
hæga en markvissa þjálfun hinna ýmsu lík
amshluta en hjá Orkubót og þeir sem vilja
pumpa mikinn og lyfta miklum þyngdum
í ró og næði eru sennilega betur komn
ir hjá þeim Viðari og Sveinbirni.“ sagði í
grein Vikunnar í desember 1981. Nokkrum
mánuðum áður ræddi Birgir Viðar Hall
dórsson, annar eigenda Apollo við blaða
mann DV og sagði að konur væru helmingi
fleiri en karlmenn. Hann sagði að honum
virtist sem þær hugsuðu betur um líkama
sinn, en í fyrstu hafi þetta verið feimnis
mál, því þær héldu að þær fengju vöðva.
Þá sagði Viðar Guðjohnsen hjá Orkubót
að hjá þeim væru konur heldur fleiri en
karlar, og tók hann í sama streng og Birgir
um fordóma kvenna gagnvart líkamsrækt.
Hann sagði að konur hefðu hins vegar
öðru vísi hormónastarfsemi, þannig að
vöðvar þeirra ættu erfiðara með að stækka.
„Við höfum ekki haft undan við að svara
fyrirspurnum undanfarna daga, það hafa
jafnvel heilu saumaklúbbarnir sýnt áhuga
á að koma,“ sagði Guðmundur Svansson í
samtali við DV árið 1982, en hann var þá
einn af eigendum líkamsræktarstöðvar
innar Pallas á Akureyri. Meðal annars kom
fram að æfingakerfi stöðvarinnar væri að
amerískri fyrirmynd.
Sagði sum tækin vera stórhættuleg
Það voru þó ekki allir sáttir við þetta
nýja æði og jafnvel komu upp hugmyndir
um að taka upp eftirlit með líkamsræktar
stöðvum. Menn gagnrýndu að ekki væri
fagfólk við störf inni á stöðvunum.
„Ég hef ekki getað kynnt mér þessar
stöðvar nema lítillega, en ég veit að sum
tækin sem þar eru notuð eru stórhættu
leg,“ sagði Kristín E. Guðmundsdóttir, for
maður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, í
samtali við DV á sínum tíma.
„Þessar stöðvar taka á sig mikla ábyrgð
með því að hafa ekki fagfólk við störf. Við
svona tækjaþjálfun þarf geysilegt eftirlit og
flestir byrja á of þungum æfingum vegna
vankunnáttu. Það er númer eitt að fagfólk
sé til leiðbeiningar og starfsemi þessara
stöðva er beint inn á verksviði íþrótta
kennara.“
Þá sagði Skúli Johnsen borgarlæknir
að það væri út í hött að ætla að setja starf
semi líkamsræktarstöðvanna undir sér
stakt eftir lit. Sagðist hann ekki hafa kannað
starfsemi þessara stöðva nákvæmlega, en
hann vissi þó til að þar væru gefnar ein
hverjar upplýsingar um mataræði, en það
væri ekki í lækningaskyni.
„Ef svo væri myndi það; varða við lög
sem skottulækningar. En þarna væri um að
ræða upplýsingar sem væru jafnsjálfsagðar
og að „segja íþróttamönnum að reykja ekki
og að temja sér hollustu í mataræði.“ n
Gamla
auglýsingin
Vikan. 27. 12. 1984Tímavélin
Þegar Íslendingar
kynntust líkamsrækt
n Líkamsræktaræðið grípur um sig n Líkamsræktarstöðvar spruttu upp eins og gorkúlur
„Jú, við
gerum það
sem kallað er að
pumpa járn.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is