Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 17
FÓKUS - VIÐTAL 176. mars 2020 Ég ákvað nú bara að hunsa þessi skilaboð og leyfa honum að halda virðingu sinni. Daginn eft­ ir sagði ég við hann: „Eigum við ekki að bara að gifta okkur?“ Og ákvörðunin var tekin. Auðvitað vissum við það bæði að þetta væri algjör bilun. Ég var eiginlega í hálfgerðri maníu, ég ætlaði mér að vera með Ben, punktur. Ég hef aldrei haft neinar efasemdir um það, ekki í eina sekúndu.“ Viðbrögð fjölskyldu og vina voru nákvæmlega eins og við var að búast. „Fólk var að óska mér til ham­ ingju með þetta allt saman, en ég efast nú ekki um að það hafi á sama tíma hugsað að ég hlyti að vera snarklikkuð. Ég skil það auð­ vitað, ég var að fara að flytja út til manns sem þau höfðu aldrei hitt, talað við eða séð í eigin persónu. Pabbi hélt að ég væri að ljúga. Mamma var ekkert að reyna að stoppa mig, en minnti mig á ég „gæti svo bara komið heim“ ef þetta myndi ekki ganga. Það vill reyndar þannig til að amma mín er bandarískur ríkisborgari, mamma hennar giftist banda­ rískum hermanni á sínum tíma. Ég og langamma, við skelltum okkur í Kanann!“ Giftu sig inni í eldhúsi Dagbjört flutti til Washington í byrjun júní 2014, eftir að hafa far­ ið í gegnum umsóknarferli hjá bandaríska sendiráðinu á Íslandi og fengið samþykkt svokallað „ fiancé visa“. „Við höfðum 90 daga til að gifta okkur eftir að ég var komin út. Það var þess vegna ekki mik­ ill tími til þess að plana svakalega stórt brúðkaup. Það vildi þannig til að konan hennar Karenar, sem ég hafði kynnst á Íslandi, er „marriage officiant“ og hefur leyfi til að gefa fólk saman. Athöfnin var heima hjá þeim.“ „Brúðkaupið“ var ekki beinlín­ is hið dæmigerða ameríska bíó­ myndabrúðkaup. „Þetta var nú bara inni í eld­ húsinu hjá þeim og nágranninn var vottur. Ég var búin að næla mér í ógeðslega flensu og var á náttfötunum, með skítugt hár í hnút. Ég hef nú aldrei verið eitt­ hvað rómantísk manneskja, sem betur fer. Ég fór svo aftur upp í rúm þegar við vorum búin að skrifa undir giftingarpappírana!“ Viðtal hjá FBI Það flækti málin að Dagbjört er frá öðru landi. Erlendum mök­ um hermanna er tekið af varúð. Eitt af því sem Dagbjört þurfti að gangast undir sem erlendur maki hermanns var bakgrunns­ athugun hjá alríkislögreglunni (FBI). Óneitanlega skondar að­ stæður fyrir tvítuga, blásaklausa stelpu frá Íslandi. Hún þurfti að sverja eið þess efnis að hún væri hvorki njósnari né hryðjuverka­ maður. „Ég þurfti til dæmis að gefa upp nöfnin á öllum fyrrverandi kærustunum mínum. Þeir höfðu mikinn áhuga á að vita af hverju ég hefði hætt með kærastanum mínum sem ég var með þegar við vorum unglingar. Ég sagði þeim nú bara að það hefði ver­ ið vegna þess að mér fannst hann svo ömurlegur! Ég var líka spurð spurninga eins og hvort ég hefði einhvern tímann tekið þátt í samsæri gagnvart bandarískri ríkisstjórn, hvort ég hefði verið hluti af alþjóðlegum hryðju­ verkasamtökum eða hvort ég hefði aðhyllst nasima á árunum 1937 til 1947!“ Mikil leynd Herinn skiptist í landgöngulið, sjóher, sérsveit innan sjóhersins (Navy) og flugher. Starf eigin­ manns Dagbjartar fór fyrst og fremst fram á skrifstofunni, þó svo hann klæddist alltaf einkennis­ búningi í vinnunni. „Titilinn hans var „intelligence specialist“, ég veit svo sem ekki hvað væri rétta íslenska þýðingin á því.“ Enn í dag veit Dagbjört ekki nákvæmlega hvað fólst í starfi eiginmanns hennar. „Hann má birta starfsheiti sitt opinberlega, eins og á Facebook, en það er allt sumt. Ég mátti aldrei vita hvað hann var að gera í vinnunni, með hverjum hann var eða hvar. Eitt skipti spurði ég hann hvað hann hefði borðað í hádegismat og þá gat hann ekki sagt mér það. Þegar hann var sendur eitthvert á vegum hersins þá fékk ég ekki vita af því fyrr en samdægurs, og ég fékk ekki að vita hversu lengi hann yrði í burtu, daga, vikur eða mánuði. Hann var reyndar aldrei lengi í burtu, lengsta skiptið var held ég tvær og hálf vika.“ Dagbjört segist í raun vera feg­ in að starf eiginmanns hennar hafi að mestu verið við skrifborð en ekki á átakasvæðum. Margir fyrrverandi hermenn í Bandaríkj­ unum sitja uppi með varanlegan, líkamlegan og andlegan skaða eftir að hafa starfað á þeim vett­ vangi. „Einn besti vinur Bens starf­ aði sem læknir á vegum hersins, var „navy medic“, og fór inn á virk stríðssvæði. Hann var að tjasla saman fjölmörgum slösuð­ um hermönnum. Í eitt skipti var hann týndur úti á sjó í þrjá daga. Hann hefur aldrei jafnað sig eftir þetta. Í dag má hann ekki heyra í rennandi vatni. Konan hans þarf að láta renna í bað fyrir hann.“ Eiginmaður Dagbjartar vinnur ekki lengur á vegum hersins og er orðinn almennur borgari. „Hann er „retired“ frá hernum, komin í góða stöðu og vinnur sem verk­ fræðingur (project engineer).“ 10 mánaða bið Eftir að Dagbjört kom fyrst út til Bandaríkjanna fékk hún svokall­ að K­1 Visa og þurfti síðan að bíða í 10 mánuði eftir því að fá at­ vinnuleyfi í landinu. „Þetta er þannig, að þegar þú ert kominn inn í landið geturðu sótt um að verða „permanent resi dent“ og þegar það er komið í gegn máttu byrja að vinna. Í þessa 10 mánuði gat ég ekkert gert ann­ að en sitja heima og horfa á sjón­ varp, engin fjölskylda, engir vinir. Þá fyrst fór ég að hugsa hvort ég hefði verið að gera algjör mistök með því að æða svona út. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn ein­ mana og ég var á þessum tíma. Það var vont að vera ekki í vinnu og ég gat ekki hugsað mér að vera „bara“ eiginkona hans Bens. Það var síðan eftir að ég byrjaði að vinna að ég gat loksins farið að byggja upp mitt eigið tengslanet hérna úti.“ Tengdafjölskyldan hefur tekið Dagbjörtu vel en tengdafor­ eldrar hennar eru skildir og býr stór hluti föðurfjölskyldunnar í suðurríkjum Bandaríkjanna. „Ég held að það hafi hjálpað mikið að ég kynntist Ben í gegnum fjöl­ skylduna, það var amma hans sem sá til þess að við kynntumst. Við erum miklar vinkonur.“ Vann sig upp Fyrsta starf Dagbjartar í Banda­ ríkjunum var hjá Ikea. „Ég var nefnilega með smá heimþrá og Ikea var svona það sem næst komst Íslandi þarna úti. Ég var þar í eitt ár og eignaðist marga nána vini sem ég held enn sambandi við.“ Dagbjört söðlaði síðan um og gerðist förðunarfræðingur hjá snyrtivörurisanum Bobbi Brown. „Það gekk þannig fyrir sig að ég fór í prufu hjá þeim. Ég var síðan í kjölfarið send í þjálfun á þeirra vegum og varð „certified makeup artist.“ Mér finnst þetta mun betra fyrirkomulag en á Íslandi. Þar þarftu að greiða mörg hund­ ruð þúsund til að fara í skóla og verða förðunarfræðingur. Hérna úti borga fyrirtækin fólki fyrir að fara í starfsþjálfun. Ég fór síðan að vinna á vegum Bobbi Brown í hinum og þessum verslunum. Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég var miklu betri sölu­ kona en förðunarfræðingur. Ég var alltaf langsöluhæsti förðunar­ fræðingurinn.“ Í kjölfarið var Dagbjörtu boðið að gerast viðskiptastjóri eða „business manager“ hjá öðru þekktu, alþjóðlegu snyrtivöru­ merki, Laura Mercier. „Það var ótrúlega skemmtilegt og fjöl­ breytt starf, ég ferðaðist á hina og þessa staði og viðburði þar sem verið var að selja vörur frá Laura Mercier. Það gekk rosalega vel og eftir eitt ár fékk ég stöðuhækkun; mér var boðið að opna verslun á vegum snyrtivörumerkisins Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Ég hef aldrei haft neinar efasemdir Framhald á síðu 18 Heimilishundurinn Sif og kisan Sonja. Heimili hjónanna í Spanaway. Það er stórt og rúmgott, með fjórum svefnher- bergjum og tveimur baðherbergjum. Dagbjört er alsæl með lífið í Bandaríkjunum og sér ekki fyrir sér að búa á Íslandi í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.