Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 46
46 6. mars 2020STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 8. – 14. mars Það er einhver valdabarátta á vinnustað þínum á milli þín og annarrar manneskju og þú ætlar sko ekki að láta undan, sama hvað það kostar. Mundu samt að sýna skynsemi því oft vægir sá er vitið hefur meira. Það er auðvelt að binda enda á þessa baráttu ef þið hættið að metast og vinnið frekar saman. Þú þarft að vera sérstaklega vel vakandi fyrir smáatriðum þessa vikuna, kæra naut. Einfaldlega vegna þess að ef þú missir sjónar á mikilvægu máli þá getur það blásið upp og sprungið í andlitið á þér. Þá er líkaminn einnig að reyna að segja þér eitthvað og þú skalt hlusta vel á alls kyns verki og eymsli. Það er mikill losti innra með þér og þú þarft að fá útrás fyrir hann. Þú skalt samt fara varlega í að treysta hverjum sem er til að losa um spennu með ef þú ert ein­ hleyp/ur. Það sama á við ef þú ert að spá í fjárfestingar. Ekki treysta hverjum sem er og kafaðu vel ofan í málin áður en þú lætur slag standa. Þú ætlar að demba þér út úr þæginda­ rammanum og kanna villtu hliðina þína. Eitt skaltu þó hafa hugfast, þótt það sé alltaf gaman að ögra sjálfum sér – hugs­ aðu aðeins út í afleiðingar gjörða þinna og hvernig þær koma við þína nánustu. Auðvitað ert þú í fyrsta sæti, en það er ekki gott að særa aðra með framhleypni. Þú ert örlát/ur að eðlisfari og þar verður engin breyting á þessa vikuna. Örlæti er ekki alltaf fólgið í peningum og þú gefur svo mikið af þér tilfinningalega að það kemur niður á tilfinningalífi þínu. Þú hefur verið óviss um ákveðna manneskju sem stendur þér nærri um nokkurn tíma og færð grunsemdir þínar staðfestar í vikunni. Þú færð nýjan kraft í vikunni og það var fyrir löngu kominn tími til. Þú hefur verið að vanmeta sjálfa/n þig og tala niður til þín um nokkra hríð. Nú einsetur þú þér hins vegar að fá aftur trú á þér sjálfri/ sjálfum og einbeita þér að því að gera það sem veitir þér gleði. Út með stress og leiðindi – inn með hamingjuna! Það er auðvelt að kenna öðrum um þína eigin óhamingju en erfiðara er að horfast í augu við að þú eigir hlut að máli. Þú hefur loksins fundið beintengingu í þínar eigin tilfinningar og gerir upp ýmislegt í fortíðinni sem er nauðsynlegt að gera upp. Dökkt ský hefur umlukið þig, en nú hverfur það á braut, smátt og smátt. Þú þarft að forgangsraða því þú getur ekki verið allt í öllu. Þetta gífurlega álag mun einungis koma illa niður á þér fyrr en síðar og það er mikilvægt að þú takir nokkur skref aftur á bak og ákveðir hvað skiptir mestu máli. Þú þarft í raun bara að svara einni spurningu: Hvað veitir þér mesta lífshamingju? Þú þarft hugsanlega að taka stóra ákvörðun fyrri hluta vikunnar sem tengist miklum peningum. Þú skalt því fara vel yfir fjármál þín og virkilega íhuga hvort þú getir séð af svo miklu fé og hvort það muni borga sig. Þetta er ákvörðun sem þú ein/n getur tekið, en gott er að leita ráða hjá fjármálalæsum vinum. Þú þarft að setja ákveðnum ættingja skýr mörk og ekki láta vaða yfir þig eða segja eitthvað sem þú meinar ekki eða vilt ekki. Þessi ættingi hefur gengið á þig og látið þig heyra um öll heimsins vandamál. Nú þarft þú að grípa í taumana og koma þessum ættingja til þartilgerðra ráðgjafa. Þú átt í einhverjum samskiptaörðugleik­ um við nágranna, vini eða samstarfs­ félaga. Þú þarft að passa þig á að vera ekki dregin/n inn í aðstæður sem varða þig ekki. Það getur reynst þér dýrkeypt að skipta þér af þessum málum sem geta auðveldlega breyst í hatramma deilu. Þú ákveður að brjóta odd af oflæti þínu og grafa stríðsöxina í máli sem hefur reynt mikið á þig. Þannig endurheimtir þú kæran vin sem þú hefur saknað, ó, svo mikið. Þetta mál situr samt sem áður í þér og þú gleymir ekki alveg strax en kemst að því að vináttan var dýrmætari en þetta þvaður. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 8. mars Siggi Hlö útvarpsmaður, 52 ára n 10. mars Ágúst Ólafur Ágústsson stjórnmálamaður, 43 ára n 11. mars Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona, 32 ára n 12. mars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, 45 ára n 13. mars Jón Þór Ólafsson stjórnmálamaður, 43 ára n 14. mars Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona, 68 ára n 14. mars Helga Vala Helgadóttir stjórnmálakona, 48 ára Lesið í tarot Rannveigar Rist Listabarn væntanlegt - Svona eiga foreldrarnir saman Ekki hlaupa af stað R annveig Rist, for stjóri ISAL í Straums vík, til- kynnti fyrir stuttu að hún væri farin í veik- indaleyfi fram á haust að ráði hjartalæknis. DV ákvað því að lesa í tarotspil Rannveigar, en lesendum er bent á að þeir geta dregið sín eigin tarotspil á vef DV. Mikil sköpun Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Rannveigu er Sólin. Það er bjart yfir Rannveigu eftir að hún tók þá stóru ákvörðun að hvíla sig í nokkra mánuði. Í einka- lífi hennar ríkir mikil gleði vegna þessa. Það góða við Rannveigu er að hún kann að hlusta á sjálfið og hefur ávallt hugað vel að jafnvægi sínu. Hún er mjög meðvituð um að heimilislífið hryn- ur, sem og samband við vini, ef hún hugsar ekki vel um sig. Í fríinu nær hún að endurheimta orkuna og einkennir mikil sköpun þetta veikindaleyfi. Hún endurnýj- ar kynni við áhugamál sín og lætur drauma verða að veruleika. Kraftmikil manneskja Næst er það Sverðkon- ungur. Hann táknar manneskju í lífi Rann- veigar sem er vel gefin og nýtur þess að stjórna. Þessi manneskja er líka sjálfstæð, upp- finningasöm og nýj- ungagjörn. Hún er afar metnað- arfull og vegnar vel í því starfi sem hún er í. Þessi manneskja er náin Rann- veigu og mun reynast henni vel í veikindaleyfinu og býr yfir miklum krafti og hjálpar Rannveigu í nýju viðskiptatækifæri. Njóttu kyrrðarinnar Loks er það Myntriddarinn. Hér eru á ferð skilaboð til Rannveigar. Mjög mikilvæg skilaboð. Þótt henni finnist hún ekkert hafa að gera í leyfinu þá hefur hún samt í nægu að snúast við að slaka á og virkja sína innri líðan. Njóta kyrrðarinnar. Þótt hugurinn leiti í ný verkefni með Sverðkonunginum þá verður hún að staldra við og bíða með allar stórar ákvarð- anir. Árangurinn sem hún sækist eftir næst á end- anum. Fyrst þarf henni að líða vel og temja sér þolinmæði. n L eik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir og trommuleikarinn Hallgrímur Jón Hallgrímsson eiga von á sínu fyrsta barni saman, en fyrir á Hallgrímur einn uppkom- inn son. DV ákvað því að lesa í stjörnumerkin og athuga hvernig þau Katrín og Hallgrímur eiga saman. Katrín Halldóra er krabbi en Hallgrímur er tví- buri. Samband þessara tveggja merkja getur orðið afar áhugavert. Krabbinn er mjög viðkvæmur og tilfinninganæmur og á stundum erfitt með að eiga samskipti á skýran máta. Það er hins vegar ekki vandamál hjá tvíburum sem segja nákvæmlega það sem þeir hugsa. Það hvetur krabbann til að koma út úr skelinni og getur hann haft róandi áhrif á æstan tvíburann. Krabbinn og tvíburinn horfa á heiminn á ger- ólíkan hátt. Ef virðing þeirra er gagnkvæm ná þau að skilja hvort annað á mjög djúpan og einstakan hátt. Heimakæri krabbinn dekrar við tvíburann. Þá er krabbinn með mikið og gott innsæi en þarf mikla ást og umhyggju frá maka sínum. Ef tvíburinn veit- ir krabbanum ekki þá hlýju geta vandamál skapast í sambandinu. Mestu skiptir þó að krabbinn nái að tjá tilfinningar sínar, því tvíburinn á það til að verða afbrýðisamur og lesa of mikið í aðstæður. Katrín Halldóra Fædd: 4. júlí 1989 Krabbi n uppátækjasöm n hlý n traust n tilfinninganæm n skapstór n óörugg Hallgrímur Fæddur: 20. júní 1976 Tvíburi n forvitinn n með mikla aðlögunarhæfni n fljótur að læra n skipulagður n taugaóstyrkur n ákvarðanafælinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.