Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 28
Menning & viðburðir 06. mars 2020KYNNINGARBLAÐ Menningarhúsin í Kópavogi eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn. Það má segja að Menningarhúsin í Kópavogi séu vagga menningar og lista í Kópavogi enda leggja húsin mikinn metnað í að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem höfðar til allra. Tíðarandinn og samfélagsleg málefni í deiglunni „Það er mikilvægt að menningarstarf bæjarins endurspegli tíðarandann og samfélagsleg málefni hverju sinni,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, „á þessu ári leggja Menningarhúsin í Kópavogi því sérstaka rækt við lista- og menningarviðburði sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálanum, sem Kópavogsbær hefur gert að forgangsverkefnum í stefnumótunarvinnu bæjarins.“ Sláum aldrei af gæðum „Við heyrum að fólk er verulega ánægt með lista- og menningarstarfið okkar og leggjum áherslu á að mæta þörfum sem flestra án þess að slá af þeim gæðum og metnaði sem Menningarhúsin í Kópavogi standa fyrir. Á sama tíma vinnum við stöðugt að því að ná til þeirra sem ekki þekkja starfsemina eins mikið, þar á meðal fólk sem ekki er með íslensku sem fyrsta tungumál, með góðum árangri“ segir Soffía. „Ég er mjög stolt af þeirri starfsemi sem fram fer í Menningarhúsunum og það er okkur dýrmætt að geta boðið upp á reglubundna viðburði eins og Menningu á miðvikudögum, Fjölskyldustundir á laugardögum og Foreldramorgna gjaldfrjálst. Einnig leggjum við mikla rækt við yngstu kynslóð bæjarbúa í Kópavogi og bjóðum þeim upp á ókeypis menningarviðburði allt árið um kring.“ Yfir 1000 viðburðir árlega „Um sextíu starfsmenn starfa við Menningarhúsin í Kópavogi en auk hefðbundinnar starfsemi standa þeir fyrir meira en þúsund viðburðum á ári sem mikill metnaður er lagður í. Auk þess heyra undir menningarmálaflokkinn fimm hátíðir í Kópavogi; 17. júní, Ljóðstafur Jóns úr Vör, Barnamenningarhátíð, Vetrarhátíð og Aðventuhátíð,“ segir Soffía. „Það má segja skipulagsyfirvöldum í Kópavogi til hróss að það var einkar hugvitsamlegt að reisa Menningarhúsin í svona mikilli nálægð hvert við annað. Það býður upp á tækifæri sem fá ef nokkur bæjarfélög geta státað af og við vinnum vel með þennan munað. Útisvæðið fyrir framan húsin og hinn sívinsæli veitingastaður sem staðsettur er í Gerðarsafni bæta líka svo um munar á gæði svæðisins svo hér er stöðugur straumur fólks sem við tökum alltaf vel á móti.“ Menningarhúsin í Kópavogi hafa haft forgöngu um nýtt samstarfsverkefni þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er fléttað saman við höfundaverk Norrænna barnabókahöfunda á borð við Tove Jansson, H.C.Andersen og Astrid Lindgren. Verkefnið er til 3ja ára og hefur hlotið undirbúningsstyrki úr Norræna menningarsjóðnum og Norrænu menningargáttinni. Lögð er áhersla á þátttöku barna og mótun þeirra við gerð verkefnisins, en fyrsta afurð þess verður sýnileg á Barnamenningarhátíð í Kópavogi í apríl. Á næsta ári verður svo opnuð í Gerðarsafni sýningin Múmínálfarnir og hafið, ný sýning, sem kemur beint frá Múmínálfasafninu í Tampere. Frá Múmínálfasafninu í Tempere Fjölskyldustundir á laugardögum eru vikulega í Menningarhúsunum í Kópavogi og eru allir velkomnir að taka þátt gjaldfrjálst Metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi Listunnandi á sýningunni Afrit í Gerðarsafni Menningarhúsin standa að fimm stórum hátíðum árlega, Þ.á.m. Safnanótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.