Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Síða 28
Menning & viðburðir 06. mars 2020KYNNINGARBLAÐ
Menningarhúsin í Kópavogi eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn
Kópavogs, Náttúrufræðistofa
Kópavogs og Salurinn. Það má segja
að Menningarhúsin í Kópavogi séu
vagga menningar og lista í Kópavogi
enda leggja húsin mikinn metnað í að
bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem
höfðar til allra.
Tíðarandinn og samfélagsleg
málefni í deiglunni
„Það er mikilvægt að menningarstarf
bæjarins endurspegli tíðarandann
og samfélagsleg málefni hverju
sinni,“ segir Soffía Karlsdóttir,
forstöðumaður menningarmála
í Kópavogi, „á þessu ári leggja
Menningarhúsin í Kópavogi
því sérstaka rækt við lista- og
menningarviðburði sem tengjast
Heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna og Barnasáttmálanum,
sem Kópavogsbær hefur
gert að forgangsverkefnum í
stefnumótunarvinnu bæjarins.“
Sláum aldrei af gæðum
„Við heyrum að fólk er
verulega ánægt með lista- og
menningarstarfið okkar og leggjum
áherslu á að mæta þörfum
sem flestra án þess að slá af
þeim gæðum og metnaði sem
Menningarhúsin í Kópavogi standa
fyrir. Á sama tíma vinnum við
stöðugt að því að ná til þeirra sem
ekki þekkja starfsemina eins mikið,
þar á meðal fólk sem ekki er með
íslensku sem fyrsta tungumál, með
góðum árangri“ segir Soffía.
„Ég er mjög stolt af þeirri
starfsemi sem fram fer í
Menningarhúsunum og það er
okkur dýrmætt að geta boðið
upp á reglubundna viðburði eins
og Menningu á miðvikudögum,
Fjölskyldustundir á laugardögum
og Foreldramorgna gjaldfrjálst.
Einnig leggjum við mikla rækt
við yngstu kynslóð bæjarbúa í
Kópavogi og bjóðum þeim upp á
ókeypis menningarviðburði allt árið
um kring.“
Yfir 1000 viðburðir árlega
„Um sextíu starfsmenn starfa
við Menningarhúsin í Kópavogi
en auk hefðbundinnar starfsemi
standa þeir fyrir meira en þúsund
viðburðum á ári sem mikill metnaður
er lagður í. Auk þess heyra undir
menningarmálaflokkinn fimm hátíðir
í Kópavogi; 17. júní, Ljóðstafur Jóns
úr Vör, Barnamenningarhátíð,
Vetrarhátíð og Aðventuhátíð,“ segir
Soffía.
„Það má segja
skipulagsyfirvöldum í Kópavogi
til hróss að það var einkar
hugvitsamlegt að reisa
Menningarhúsin í svona mikilli
nálægð hvert við annað. Það býður
upp á tækifæri sem fá ef nokkur
bæjarfélög geta státað af og við
vinnum vel með þennan munað.
Útisvæðið fyrir framan húsin og
hinn sívinsæli veitingastaður sem
staðsettur er í Gerðarsafni bæta líka
svo um munar á gæði svæðisins svo
hér er stöðugur straumur fólks sem
við tökum alltaf vel á móti.“
Menningarhúsin í Kópavogi hafa haft forgöngu um nýtt samstarfsverkefni
þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er
fléttað saman við höfundaverk Norrænna barnabókahöfunda á borð
við Tove Jansson, H.C.Andersen og Astrid Lindgren. Verkefnið er til 3ja
ára og hefur hlotið undirbúningsstyrki úr Norræna menningarsjóðnum
og Norrænu menningargáttinni. Lögð er áhersla á þátttöku barna og
mótun þeirra við gerð verkefnisins, en fyrsta afurð þess verður sýnileg á
Barnamenningarhátíð í Kópavogi í apríl. Á næsta ári verður svo opnuð í
Gerðarsafni sýningin Múmínálfarnir og hafið, ný sýning, sem kemur beint
frá Múmínálfasafninu í Tampere.
Frá Múmínálfasafninu í Tempere
Fjölskyldustundir
á laugardögum
eru vikulega í
Menningarhúsunum
í Kópavogi og eru
allir velkomnir að
taka þátt gjaldfrjálst
Metnaður í
Menningarhúsunum í Kópavogi
Soffía Karlsdóttir
forstöðumaður
menningarmála í
Kópavogi
Listunnandi á sýningunni Afrit í Gerðarsafni
Menningarhúsin standa að fimm stórum hátíðum árlega, Þ.á.m. Safnanótt