Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Side 18
18 FÓKUS - VIÐTAL 6. mars 2020 Öll þrif fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili Daglegar eða reglulegar ræstingar. Frostagötu 4c, 603 Akureyri Símar: 461 5232 / 892 Netfang: thrif@thrif.is Veffang: www.thrif.is Vaktsími allan sólarhringinn Það er alltaf hægt að hafa samband við okkur ef óvænt verkefni koma upp. Vaktsíminn er 8652425 Hafðu samband og fáðu tilboð í verkið Charlotte Tilbury í Seattle og gerast „launching business manager“. Ég sá meðal annars um að þjálfa sölufólkið, halda „masterclass“ og skipuleggja alls kyns viðburði. Þar kynnt- ist ég fólki sem vinnur við stóra viðburði eins og Grammyverð- launin, Óskarsverðlaunin og Met Gala. Ég hafði verið stór fiskur í lítilli tjörn fram að því. Þarna var ég orðinn lítill fiskur í stóru hafi, má segja.“ Í byrjun ársins tók Dagbjört síð- an við starfi „Visual Manager“ hjá Target, einni stærstu verslunar- keðju Bandaríkjanna. Í starfinu ber hún ábyrgð á útliti verslana Target. „Mitt hlutverk snýst svolítið um að búa til þessa upplifun fyrir við- skiptavininn og skapa andrúms- loft, alveg frá því að hann kemur inn í búðina og þar til hann kem- ur að kassanum. Það þarf að halda þessari tengingu á milli allra deild- anna.“ Starf Dagbjartar felst meðal annars í því að finna út hvernig best er að stilla upp vörum í versluninni þannig að það fangi athygli við- skiptavinanna. „Þetta snýst í raun mikið um mannauðsstjórnun og að hafa yfirsýn yfir allar verslanir. Ég er ekki mikið að fara inn í versl- anir og raða sjálf.“ Dagbjört bendir á að „retail“ eða smásölumarkaðurinn í Banda- ríkjunum sé afar erfiður í dag, enda netverslanir farnar að taka yfir. „Amazon er eiginlega að kæfa allar verslanir hérna. Stórar keðjur eins og Nordstrom, Macy’s og Toys’r’us eru allar að fara á hausinn. Target er ein af þeim fáu verslunum í Bandaríkjunum sem eru ennþá að vaxa og ná gróða, meðal annars af því að þar er lagt upp með að gera verslanirnar skemmtilegar, þannig að fólk gefi sér tíma til að koma og eyða tíma þar inni. Ég kann rosa- lega vel við mig hjá Target og ég er mjög ánægð með vinnukúltúr- inn hérna. Starfsmenn fyrirtækis- ins fá fríðindi sem almennt þekkj- ast ekki í Bandaríkjunum, eins og heilbrigðistryggingar og launaða frídaga og veikindadaga. Starfs- aldurinn er almennt hár og margir hafa starfað í fyrirtækinu í áratugi. Ég sé alveg fyrir mér að vera í þessu starfi næstu árin. Ég veit að ég vil ekki vera í vinnu þar sem ég á ekki möguleika á að vinna mig upp.“ Hjónin útiloka ekki barneignir í framtíðinni, en eins og Dagbjört bendir á þá er hægara sagt en gert að vera útivinnandi móðir í Banda- ríkjunum. „Það er ekki óalgengt að konur hverfi alveg af vinnumarkaðnum eftir að þær eignast börn, ekki af því að þær vilji það endilega heldur af því að þær hafa ekkert val. Gæsla fyrir barn í „day care“ er rándýr, og getur auðveldlega slagað upp í hundrað þúsund krónur á mánuði. Ég vil vera sjálfstæð, það skiptir mig miklu máli að ég geti staðið á eigin fótum hérna úti og þurfi ekki að reiða mig algjörlega á manninn minn.“ Kölluð „kanamella“ Í júlí 2017 varð Dagbjört vitni að skotárás í Southcenter-verslunar- miðstöðinni, en á þeim tíma starfaði hún þar sem förðunar- fræðingur. Karlmaður skaut úr byssu inni í matsal í verslunar- miðstöðinni rétt fyrir klukkan níu að kvöldi og varð mikið uppþot þó að engan skaðaði. Íslenskir fréttamiðlar greindu einnig frá málinu og ræddu við Dagbjörtu. Í kjölfarið birtust nokkrar særandi athugasemdir á kommentakerfum og samfélags- miðlum. Einhver kallaði hana „kanamellu“ en Dagbjört segist þó lítið kippa sér upp við þann titil. „Einn sendi mér skilaboð á Facebook sem voru eitthvað á þessa leið: „Hva, ertu komin með einhvern svartan í Ameríku, eru íslenskir gaurar ekki nógu góðir fyrir þig?““ Þetta er eins og í „ástandinu“ forðum daga. „Já, þegar flóabitnir íslenskir sjómenn horfðu upp á ameríska dáta heilla íslensku stelpurn- ar með „twinkies“, og nælon- sokkum og rokk og ról. Þær voru búnar að gefast upp á íslenskum fylliröftum.“ Komin til að vera Dagbjört sér fyrir sér að búa áfram í Bandaríkjunum. Hún er komin til að vera. „Á Íslandi voru engin tækifæri fyrir mig. Það var enginn staður þar sem mér leið vel, þar sem ég gat plumað mig og gengið vel. Ég sé það ekki fyrir mér ég búi á Ís- landi. Ég elska Ísland og það er alltaf yndislegt að koma þangað. En það er ekkert fyrir mig að gera þar.“ Dagbjört segir að það sé engu að síður ýmislegt sem hún sakni frá Íslandi. „Eins og að geta farið á Lækna- vaktina og borga bara 3.700 krónur fyrir læknaviðtal. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég heimsótti Ísland núna síðast var að fara til tannlæknis. Það eru fjölmörg tækifæri hérna í Banda- ríkjunum, en ef maður vogar sér að fá bráðaofnæmi eða krabba- mein þá getur maður auðveld- lega misst allt. Ég lenti til dæm- is í því snemma á seinasta ári að það var eitrað fyrir mér og ég lá á gjörgæslu í viku. Reikningurinn sem við fengum frá spítalanum var upp á milljón dollara, rúm- lega 100 milljónir íslenskra króna. Sem betur fer erum við bæði vel tryggð í gegnum vinnuveitendur þannig að tryggingarnar dekkuðu mestallan kostnaðinn, en ég end- aði samt með skuld upp á rúm- lega fjórar milljónir.“ Goðsögnin um ameríska drauminn Hjónin bí í dag í Spanaway í Wash- ington-fylki, í rúmlega 40 mín- útna akstursfjarlægð frá Seattle. Þau hafa komið sér vel fyrir í fal- legu einbýlishúsi og njóta þess að vera saman í frístundum. Aðrir meðlimir fjölskyldunnar eru þrír kettir, hundur og lítill þvottabjörn sem hefur gert sig heimakominn fyrir aftan hús- ið. Hann heitir því skemmtilega nafni Tugboat. „Hann er feitur og þegar hann labbar þá vaggar rass- inn og lærin, svo ég var alltaf að gera svona „tuggtuggtuggtugg“ hljóð. Þaðan kemur nafnið. Hann kemur oft og leggur sig í garðin- um og bankar síðan á glerhurðina ef hann er svangur.“ Dagbjört segir þvottabirni vera hrikalega skemmtileg dýr. „Tugboat heldur öðrum rán- dýrum frá húsinu og er líka góður við dýrin okkar. Hann leyfir mér mér að klappa sér þótt hann sé ekkert að sækja í það.“ Í ágúst á þessu ári munu þau hjónin fagna sex ára brúð- kaupsafmæli. Dagbjört uppfyllti á dögunum gamlan draum þegar hún eignaðist blæjubíl, Volkswagen-bjöllu. „Það var nefnilega þannig að Ben langaði alltaf að kaupa fyrir mig giftingarhring, dem- antshring, og hann var búinn að safna fyrir honum. Ég hef bara aldrei verið mikið fyrir skart. Hann sá síðan í fréttunum að það væri verið að hætta að fram- leiða þessa bílategund. Þannig að í staðinn fyrir hring þá splæsti hann í blæjubjöllu. Það er vegur rétt hjá húsinu okkar sem liggur í gegnum skóg, og þar eru fleiri hundruð þvottabirnir. Við höfum stundum farið og gefið þeim að borða. Það er líka æðislegt að keyra með fram ströndinni. Við förum líka oft til Oregon, sem er næsta fylki við Washington.“ Þetta hljómar eins og ameríski draumurinn. „Já, kannski, en þessi draumur er ofboðslega brothættur. Það er afskaplega þunn lína á milli þess að hafa það mjög gott og mjög slæmt.“ Dagbjört nefnir gott dæmi um myndbirtingu ameríska draums- ins. „Húsið sem við búum í núna er 270 fermetra einbýlishús, stórt og flott að utan. En það er hins vegar byggt úr spýtum og frauð- plasti eins og svo mörg önnur hús hér, það er engin steypa. Í sterk- um vindhviðum hrynur húsið auðveldlega saman. Ef það brotn- ar tré við hliðina á húsinu þá fer það í gegnum þakið. Þú getur brotist inn með því að kýla gat á vegginn. Á yfirborðinu er allt rosalega grand og glæsilegt. En innviðirnir eru veikir. Mér finnst þetta endurspegla svolítið þennan ameríska draum. Það skiptir sköpum að vera dug- legur að vinna, eiga mikinn sparnað og gott bakland, af því að þú hefur ekkert bakland frá ríkinu. Ef Bandaríkjamönnum er sama þó að fyrrverandi stríðs- hetjur búi á götunni og frjósi í hel þá er þeim held ég alveg sama um einhverja 27 ára gellu frá Ís- landi.“ n „Heima á Íslandi var ég alltaf að leita að sjálfri mér“ Þvottabjörninn Tugboat hefur sest að í garði fjölskyldunnar. Dagbjört segist aldrei hafa fundið sig almennilega á Íslandi. Tækifærin eru mun fleiri í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.