Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Side 24
Menning & viðburðir 06. mars 2020KYNNINGARBLAÐ
Finnskíslenskir dagdraumar
í Norræna húsinu
Norðurlandaþjóðirnar Finnland og Ísland kallast á yfir hafið í glæsilegri myndlistarsýningu
í Norræna húsinu. Land handan
hafsins, eða Maa meren takana,
eins og hún nefnist á finnsku.
Sýningin var opnuð þann 24. janúar
og lýkur 5. apríl næstkomandi.
Verkin á sýningunni eru eftir
fimm ólíka finnska listamenn. Verkin
eru í ólíkum miðlum, þar á meðal
eru vídjóverk, málverk, skúlptúrar
og fleira. En í verkunum slá þessir
ólíku listamenn saman í takt sem
tengir ekki bara Finnana fimm,
heldur líka Íslendinga og Finna yfir
hafið kalda. Stofnunin Pro Artibus
er framleiðandi sýningarinnar
og sýningarstjóri er Juha-Heikki
Tihinen. Sýningin var sett saman í
framhaldi af samsýningu íslenskra
samtímalistamanna, By Water –
Icelandic artists on the shores of
Finland, sem var sett upp í Helsinki
og Tammisaari 2016.
Eriks Creutziger (f. 1982): Fantasían
getur vissulega verið flótti frá
veruleikanum, en hún er engu að
síður hæfileikinn til að prófa eitthvað
allt öðruvísi. Í málverkum sínum
tjáir listamaðurinn fegurð og gildi
margræðninnar.
Marjo Levlin (f. 1966): Fortíð og
nútíð fléttast saman í ljóðrænu verki
sem endurspeglar napran veruleika
innflytjenda sem dreymir um betra
líf. Sögumaður verksins er í fyrstu
persónu og tekur okkur með sér í
ferðalag þar sem frásögnin rennur
inn í nútímann.
Carl Sebastian Lindberg (f. 1978):
Langafi listamannsins barðist með
þeim sem lutu í lægra haldi í finnsku
borgarastyrjöldinni. Fangavist hans
í herbúðum óvinarins risti djúp sár í
Lindberg-fjölskylduna. Verkið kallar
fram áleitnar spurningar um vald
ríkisins gagnvart einstaklingnum
og það hvernig saga þjóðar og
einstaklinga fléttast saman.
Susanna Majuri (f. 1978): Susanna
fléttar saman í ljósmyndum
sínum ólíka heima og afhjúpar í
þeim augnabliksnánd. Hinn sanni
viðmiðunarrammi liggur handan
þess sem blasir við okkur. Ljósmyndir
Susönnu draga fram draumkenndan
og dulúðugan heim og sýnir okkur
inn í fjölmörg lög veruleikans.
Pauliina Turakka Purhonen (f. 1971):
Vinnur þrívíð textílverk og sækir
innblástur í bernskuminningar og
miðaldaskúlptúra. Hún ögrar okkur
um leið og hún kannar efnisáferð
og listasöguna. Hún notar andlit
sitt og ástvina sinna sem myndefni
í stórkostlegum sviðsmyndum sem
draga upp margbrotna tilveru milli
himnaríkis og helvítis.
Sameiginlegir draumar hinum
megin við hafið
Með samslætti listamannanna
minnir sýningin Land handan hafsins
á tangólag. Það vill líka svo til að
Satumaa (Land draumanna) er nafn
á vinsælum finnskum tangó þar sem
sungið er um undursamlegan og
óljósan stað sem alla dreymir um
að komast til, sem er einmitt eitt af
stefum sýningarinnar. Í verkunum
veita listamennirnir áhorfandanum
innsýn í drauma sína og hugmyndir
um betri heim. „Það tengja allir við
þetta stef því okkur dagdreymir
jú öll, hvort sem við erum íslensk,
finnsk, barnung eða gömul. Finnarnir
deila með okkur vetrarmyrkrinu,
kuldanum og einangruninni sem
fylgir því að vera eyja úti í miðju
Atlantshafi. Þrátt fyrir að vera hluti
af meginlandinu er Finnland þó eins
og eyja í útjaðri Skandinavíu. Þeim
þykir jafnskemmtilegt og okkur að
segja sögur og fantasera í myrkrinu
um sumarið og hlýja staði. Þráin eftir
hinu hlýja, bjarta og exótíska er það
sem sameinar okkur,“ segir Kristbjörg
Kona Kristjánsdóttir, markaðs- og
kynningarstjóri Norræna hússins.
Land handan hafsins er sýnd
í Hvelfingunni í Norræna húsinu.
„Starf Norræna hússins snýst
um að taka þátt í norrænni
samfélagsorðræðu. Hvelfingin er
nýuppgert sýningarrými á neðri
hæðinni þar sem ætlunin er að
kynna Íslendingum norrænar listir og
menningu og Land handan hafsins
er liður í þeirri starfsemi.“
Fyrir framan sýningarrýmið
hefur Norræna húsið sett upp
fallega verslun með norrænum
hönnunarvörum. „Litla
hönnunarbúðin okkar er sífellt að
breytast og vaxa. Margt af því
sem fæst hjá okkur fæst ekki svo
greiðlega annars staðar á Íslandi.
Þá erum við með töluvert af
skemmtilegri finnskri hönnun sem
eykur vægi þessarar áhugaverðu
sýningar. Þar má nefna handgerða
skartgripi og vefnaðarvörur
að ógleymdum klassískum
hönnunarvörum frá finnska
hönnunarmerkinu Artek, sem Alvar
Alto stofnaði á sínum tíma.“
Sýningin hentar afar breiðum
aldurshóp, bæði börnum og
fullorðnum. Opið er á sýninguna
á opnunartíma Norræna hússins,
þriðjudaga–sunnudaga frá kl. 10–17.
Frítt er inn á sýninguna. Leiðsögn og
vinnusmiðjur fyrir börn fara fram um
helgar.
Leiðsögn fyrir fullorðna
• Laugardaginn 7. mars
kl. 14.00–14.30 (Á ensku)
• Laugardaginn 14. mars
kl. 14.00–14.30 (Á íslensku)
• Laugardaginn 21. mars
kl. 14.00–14.30 (Á ensku)
• Laugardaginn 28. mars
kl. 14.00–14.30 (Á íslensku)
• Laugardaginn 4. apríl
kl. 14.00–14.30 (Á ensku)
Vinnusmiðjur fyrir börn
• Sunnudaginn 8. mars
kl. 14–15.30
• Sunnudaginn 22. mars
kl. 14–15.30
• Sunnudaginn 29. mars
kl. 14–15.30
• Sunnudaginn 5. apríl
kl. 14–15:30
Matr í Norræna húsinu
Þriðjudaginn, 3. mars, opnaði MATR,
huggulegt og fjölskylduvænt kaffihús
í Norræna húsinu. Kaffihúsið er
rekið af Árna Ólafi Jónssyni, kokki
og sjónvarpsmanni, sem margir
kannast við úr matarþáttunum Hið
blómlega bú. Kaffihúsið er eins árs
tilraunaverkefni þar sem Árni ætlar
að kanna hversu langt hann getur
farið með hugtakið ruslfrítt. Áhersla
er lögð á notalegheit, norræna
matargerð, nýtni og virðingu við
hráefni.
Í Norræna húsinu er að finna
samnorrænt bókasafn með
dásamlegri barnabókadeild.
Þess má geta að gegn framvísun
bókasafnsskírteinis Norræna hússins
fæst 10% afsláttur bæði hjá MATR
og í hönnunarbúðinni.
Nánari upplýsingar um sýninguna
Land handan hafsins, sem og
dagskrá fyrir komandi sýningar, má
nálgast á vefsíðu Norræna hússins,
nordichouse.is
Einnig bendum við fólki á að fylgjast
með okkur á samfélagsmiðlum þar
sem við auglýsum nýjar sýningar.
Facebook: Nordic house Rvk og
Instagram: Nordic house Iceland
Finnska listamannasveitin Vieno Motors, sem stofnuð var af listamanninum Ilonu
Valkonen, framkvæmdi anarkískan blómagjörning við opnun sýningarinnar við mikinn
fögnuð sýningargesta. Byggingardót úr framkvæmdunum á salnum ásamt lifandi
blómum voru efniviður þessa listagaldurs.