Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 25
Menning & viðburðir06. mars 2020 KYNNINGARBLAÐ SKÓGARSAFN: Munir frá landnámsöld og margt fleira í Skógasafni Það er gaman að koma í Skógasafn sem er að finna í nágrenni við Skógafoss. Safnið er fjölbreytt, spannar mjög vítt svið og má teljast til einna af áhugaverðustu menningarperlum okkar Íslendinga. „Við erum með muni allt frá Landnámsöld til dagsins í dag. Þá erum við með muni frá gamla bændasamfélaginu sem og yngri muni frá tækniöld. Þróun tímans gengur í gegnum allt safnið og samhengið í sýningunni er mjög gott. Við uppfærum reglulega sýningarnar, lagfærum og setjum upp nýja og spennandi gripi, enda bætist sífellt við safnkostinn. Það er því alltaf eitthvað nýtt og spennandi að skoða í hvert sinn sem maður kíkir við í Skógasafn,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður safnsins. Skógasafn er eitt elsta safn landsins en safnið var fyrst gert aðgengilegt almenningi 1. desember árið 1949 í Skógaskóla. Einn af frumkvöðlum að stofnun safnsins var Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri, og hefur hann átt veg og vanda af velferð safnsins allt frá upphafi. Árið 1955 flutti safnið í eigið húsnæði og hefur æ síðan vaxið fiskur um hrygg. Skógasafn samanstendur nú af byggðasafni, húsasafni og samgöngusafni á sýningarsvæði sem telur um 2.500 fermetra. Gripur vikunnar Skógasafn heldur úti metnaðarfullri facebooksíðu: Skógarsafn þar sem í hverri viku er kynntur nýr gripur úr safnkostinum „Þessi liður hefur vakið mikla athygli fylgjenda okkar og það er um að gera fylgja okkur á facebook til þess að missa ekki af grip vikunnar.“ Samgöngusafnið Samgöngusafnið var opnað árið 2002 og sýnir sögu samgangna og tækniþróunar á Íslandi frá lokum 19. aldar og allt til dagsins í dag. Á meðal safngripa má finna Citroën Kégresse snjóbíl frá 1930 sem er heillegasta eintak sinnar tegundar í heiminum, „Skaftið“ hans Ómars Ragnarssonar sem hann flaug um á ótrúlegustu staði og Willis Jeppa þáverandi þjóðminjavarðar og síðar forseta Íslands. „Í Samgöngusafninu erum við einnig með sýningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Sýningin var uppfærð í ársbyrjun 2019. Þar má líta ýmis ökutæki og snjóbíla sem hafa verið notaðir við björgunarstörf. Við erum með Dodge Weapon Carrier sem notaður var sem stjórnstöð hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og nýjasti sýningargripurinn er snjóbíll frá Björgunarsveitinni Víkverja sem var gefinn safninu 2018 og fór á sýningu í fyrra. Allt frá stofnun Samgöngusafnsins höfum við verið í samstarfi við Vegagerðina og sýnum muni frá Vegagerðinni á 200 fermetra svæði. Svo erum við í samstafi við Þjóðminjasafnið og sýnum töluvert af ökutækjum frá þeim hér á safninu. Einnig erum við með tækni- og fjarskiptasýningu frá Sigurði Harðarsyni og litla sýningu frá Landhelgisgæslunni þar sem má meðal annars líta togvíraklippur úr Þorskastríðinu.“ Styður við fornleifauppgröft Þess má geta að Skógasafn hefur stutt við fornleifauppgröft við Arfabót á Mýrdalssandi í Álftaveri, Vestur-Skaftafellssýslu, en bærinn fór líklega í eyði á 15. öld í kjölfar Kötlugosa. Uppgröfturinn er undir stjórn Bjarna F. Einarssonar hjá Fornleifafræðistofunni og mun veita aukna innsýn í sögu síðmiðalda og auka vitneskju um miðaldabæinn og áhrif Kötlugosa á byggð svæðisins alls. Endurbætur á húsasafninu „Undanfarið höfum við verið í viðhaldsframkvæmdum á torfbæjunum sem prýða húsasafnið okkar. Torfbæirnir okkar koma víða að úr Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og þurfa reglubundið viðhald líkt og önnur hús. Í fyrra var ráðist í endurbætur á fyrstu torfbyggingunni sem færð var á safnasvæðið, skemmu frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum frá árinu 1830. Stafverk var komið á skjön og mænisásinn brotinn á tveimur stöðum. Þurfti að rétta bygginguna af og laga mænisásinn. Viðhaldsframkvæmdirnar gengu eins og í sögu og erum við vongóð að skemman standi um ókomin ár áfram hjá okkur.“ 70 ára safn Þann 15. september síðastliðinn hélt Skógasafn upp á 70 ára afmælið með pompi og prakt í Skógaskóla. „Afmælishátíðin var sett af Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og mættu um 200 manns til þess að fagna með okkur. Í tilefni þess var opnuð ný ljósmyndasýning um 70 ára sögu safnsins og hún er ennþá til sýnis fyrir þá sem komust ekki til okkar á afmælishátíðina.“ Safnið rekur metnaðarfulla gjafavörubúð þar sem finna má bækur, íslenskt handverk og ullarvörur, póstkort og margt fleira. Inni á Samgöngusafninu er svo að finna veitingastaðinn Skógakaffi þar sem boðið er uppá úrval veitinga eins og súpu dagsins með nýbökuðu brauði, samlokur, kökur, sætabrauð, kaffi og fleira. Það er víst að á Skógasafni kennir ýmissa grasa og flestir geta fundið sér eitthvað við hæfi til þess að fræðast um og skoða. „Skógasafn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna bæði innlendra og erlendra og erum við stolt að geta boðið upp á faglegar og skemmtilegar leiðsagnir fyrir hópa um safnið á mörgum tungumálum. Þá tökum við reglulega á móti fólki í vinnustaðaferðum sem og fjölskyldum í dagsferðum“. Skógasafn, Skógum, 861 Hvolsvelli. Safnið er opið allan ársins hring og út maí verður opnunartíminn frá 10–17.00. Nánari upplýsingar um opnunartíma og annað má nálgast á vefsíðu Skógasafns, skogasafn.is Sími: 487-8845 Tölvupóstur: booking@skogasafn.is Instagram: @skogarmuseum Facebook: Skógasafn Áttæringurinn Pétursey í Byggðasafninu. Citroën Kégresse-snjóbíll. Snjóbíllinn frá Víkverja. Ný og glæsileg móttaka var tekin í gagnið fyrir stuttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.