Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 27
Menning & viðburðir06. mars 2020 KYNNINGARBLAÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN: Barnastund Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á laugardaginn! Barnastund Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur notið mikilla vinsælda hjá yngstu hlustendum hljómsveitarinnar sem og tónelskum foreldrum enda er þar spiluð fjörug og skemmtileg tónlist úr öllum heimshornum. Ókeypis er inn á tónleikana fyrir alla gesti, unga sem aldna. Barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldin á morgun, laugardaginn 7. mars, í Norðurljósasal Hörpu, klukkan 11.30. Ungir áheyrendur og sjötug hljómsveit Þá verður leikin tápmikil tónlist sem kemur öllum í sannkallað afmælisskap enda heldur hljómsveitin upp á 70 ára afmæli sitt í vikunni. Góðir gestir koma að vanda í heimsókn. Þá mun trúðurinn Aðalheiður halda uppi fjörinu, Maxímús Músíkmús lætur sig ekki vanta og ungir listdansarar sýna listir sínar. Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari leikur „Vorið“ úr Árstíðunum eftir Vivaldi og hjómsveitin flytur einnig „Kvæðið um fuglana“ og „Dans svananna“ ásamt öðrum skemmtilegum lögum. Kynnir er Vala Kristín Eiríksdóttir. Barnastundin er um hálftíma löng. Við minnum á að gott er að taka með sér púða til að sitja á. Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.